610 tonn af síld

IMG_5557
Í logninu síðustu helgi var verið að dytta að, gott ef verið var ekki að hengja upp jólaskraut á þessa báta!

Það er búið að landa 610 tonnum af síld hérna í Stykkishólmi í haust og þar af eru 130 tonn úr Kolgrafarfirði. Vart hefur orðið við síldina alveg hér inn undir höfðana eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Jólastopp verður hjá vinnslunum nú í vikunni og því má gera ráð fyrir að síðustu síldveiðidagarnir séu runnir upp í bili. Þórsnesið, Bíldsey og Gullhólmi komu í land í vikunni.
Níu millilandaskip komu á árinu með tæp fimmþúsund tonn af salti og áburði.