Aflabrögð

Betur fiskaðist vikuna 11. til 17. júní en vikuna á undan og komu alls 416 tonn á land í 184 löndunum þetta tímabil. Í Rifshöfn var landað 211 tonnum í 65 löndunum, í Ólafsvík 178 tonnum í 87 löndunum og á Arnarstapa 27 tonnum í 32 löndunum. Einn stór línubátur landaði Örvar SH 81 tonni í 1 löndun. Hjá litlu línubátunum landaði Brynja SH 7 tonnum í 3, Ingibjörg SH 4 tonnum í 2, Særif SH 4 tonnum í 2 og Þerna SH 1 tonni í 1 löndun. Fjórir dragnótabátar voru á veiðum þessa daga og landaði Saxhamar SH 72 tonnum í 4, Ólafur Bjarnason SH 35 tonnum í 3, Guðmundur Jensson SH 23 tonnum í 2 og Egill SH 21 tonni í 2 löndunum. Bárður SH var eini netabáturinn sem landaði þessa daga, hann landaði 12 tonnum í 5 löndunum.
Veðrið hefur ekki verið upp á það allra besta þó það hafi verið ágætt og lönduðu 30 handfærabátar 91 tonni í 77 löndunum í Ólafsvík, 18 bátar lönduðu 48 tonnum í 55 löndunum í Rifshöfn og á Arnarstapa lönduðu 12 bátar 15 tonnum í 27 löndunum. Ágæt veiði var hjá þeim bátum sem voru á sjó dagana 18. til 25. júní en þeim fjölgar sem komnir eru í sumarfrí.
Hjá dragnótabátunum landaði Guðmundur Jensson SH 52 tonnum í 4, Ólafur Bjarnason SH 32 tonnum í 4, Egill SH 21 tonni í 2 og Saxhamar SH 17 tonnum í 2 löndunum. Þrír stórir línubátar lönduðu þessa daga Páll Jónsson GK 92 tonnum í 1, Rifsnes SH 63 tonnum í 1 og Tjaldur SH 51 tonnum í 1 löndun.
Einn netabátur landaði, Bárður SH 4 tonnum í 2 löndunum.
Veðrið lék ekki við handfærabátana en í Ólafsvík lönduðu 33 bátar 72 tonnum í 67 löndunum, í Rifshöfn lönduðu 24 bátar 47 tonnum í 52 löndunum og á Arnarstapa lönduðu 9 bátar 9 tonnum í 19 löndunum.
Alls komu því 460 tonn á land í höfnum Snæfellsbæjar í 155 löndunum, 269 tonn í 78 löndum í Ólafsvík, 178 tonn í 56 löndunum í Rifshöfn og 13 tonn í 21 löndun á Arnarstapa.

þa