Aflabrögð í Snæfellsbæ

Þar af komu 142 tonn í Rifshöfn í 31 löndun, 70 tonn í Ólafsvíkurhöfn í 20 löndunum og á Arnarstapa komu 22 tonn í 7 löndunum.
Hjá dragnótabátunum landaði Ólafur Bjarnason SH 14 tonnum í 3 löndunum, Saxhamar SH 13 tonnum í 3 löndunum, Esjar SH 11 tonnum í 1 löndun, Gunnar Bjarnason SH 9 tonnum í 3 löndunum, Egill SH 8 tonnum í 2 löndunum Sveinbjörn Jakobsson SH 6 tonnum í 2 löndunum, Guðmundur Jensson SH 6 tonnum í 2 löndunum, Magnús SH 6 tonnum í 2 löndunum, Matthías SH 5 tonnum í 3 löndunum og Bára SH 1 tonni í 2 löndunum.
Hjá stóru línubátunum landaði Rifsnes SH 73 tonnum í 1 löndun og Stakkhamar SH 5 tonnum í 1 löndun. Hjá litlu línubátunum landaði Tryggvi Eðvarðs SH 19 tonnum í 4 löndunum, Guðbjartur SH 16 tonnum í 4 löndunum, Brynja SH 14 tonnum í 4 löndunum, Sverrir SH 14 tonnum í 4 löndunum og Rán SH 2 tonnum í 3 löndunum. Þerna SH er einu báturinn á línutrekt sem landaði þessa daga og landaði hún 3 tonnum í 3 löndunum.
Hafnartindur landaði 4 tonnum í 3 löndunum í þorskanet.
Þrír handfærabátar lönduðu þessa daga Bessa SH 1 tonni í 3 löndunum, Jóa II SH 1 tonni í 3 löndunum og Doddi SH 0.2 tonnum í 1 löndun.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var ofan í móttökuna á Esjari SH má sjá að ýmislegt kemur upp með nótinni, þessi hákarl lét ófriðlega og var ekki sáttur við að vera dreginn á þurrt.
þa/Bæjarblaðið Jökull