Byggðakvóta úthlutað á Snæfellsnes

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað 6.824 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Alls er byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga og í þeim fengu 47 byggðarlög úthlutun. Úthlutun byggðakvótans byggir á upplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2003/2004 til fiskveiðiársins 2012/2013.
Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá sex byggðarlög það hámark, þeirra á meðal er Grundarfjörður sem fær 300 tonn, í Stykkishólm fara 190 tonn. Byggðakvóti til hafna Snæfellsbæjar eykst úr 433 þorskígildistonnum í 735 tonn, byggðakvótinn skiptist á milli byggðalaga þannig að á Arnarstapa fara 66 tonn sem er aukning um 36 tonn frá fyrra ári, á Hellissand fara 91 tonn sem er aukning um 17 tonn, útgerðir á Rifi fá 297 tonn og það er aukning um 175 tonn og í Ólafsvík fara 281 þorskígildistonn en það eraukning um 74 tonn frá fyrra ári.

Byggðakvóti 2013-2014 úthlutun landið allt