Starfsfólk óskast

Dvalarheimili aldraðra óskar eftir að ráða starfsfólk til vetrar afleysinga frá 20. Janúar 2014. Um er að ræða fjölbreytt störf við aðhlynningu, eða aðstoð í eldhúsi. Unnið á þrískiptum vöktum og aðra hvora helgi. Starfshlutfall eftir samkomulagi og gæti hentað skólafólki með námi. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar – www. stykkisholmur.is og á skrifstofu Stykkishólmsbæjar.
Umsóknir berist undirritaðri á Dvalheimili aldraðra, Skólastíg 14, 340 Stykkishólmur eða á netfangið hildigunnur@stykkisholmur.is, fyrir 15. Janúar 2014. Allar nánari upplýsingar á staðnum eða í síma: 433-8165 alla virka daga.

Hildigunnur Jóhannesdóttir
Forstöðumaður Dvalarheimilis aldraðra