Veiðieftirlitsmaður í Stykkishólmi

Skemmtilegt en krefjandi starf í Stykkishólmi
Fiskistofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan og jákvæðan starfsmann í veiðieftirlit, með starfsstöð í Stykkishólmi.
Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun.

Starfandi veiðieftirlitsmenn eru nær eingöngu karlar og er því athygli kvenna sérstaklega vakin á starfinu í þeim tilgangi að jafna kynjahlutföll í starfsgreininni, sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Eftirlit á sjó, en í því felst m.a. lengdarmæling á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirlit með aflasamsetningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð.
– Eftirlit í landi, en það felur m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu afladagbóka. Eftirlit með löndunum erlendra skipa og úttektir á afurðum vinnsluskipa, eftirlit með lax- og silungsveiði ásamt skrifstofustörfum s.s. skýrslugerð þegar vettvangsstörfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brotamála sem upp koma.

Hæfnikröfur
– Haldgóð reynsla af störfum í sjávarútvegi.
– Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta er áskilin.
– Gott heilsufar.
– Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum.
– Sanngirni og háttvísi.
– Mjög góð hæfni í samskiptum nauðsynleg.
– Menntun sem nýtist í starfi s.s. skipstjórnarréttindi, stúdentspróf eða iðnmenntun æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Ferilskrá sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila sem og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi umsækjanda í starfið er rökstudd sendist í gegnum heimasíðu fiskistofu, www.fiskistofa.is

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.09.2018

Nánari upplýsingar veitir
Sævar Guðmundsson – saevar@fiskistofa.is – 569 7900

 

FISK Eftirlit í Stykkishólmi
Hafnargötu 9
340 Stykkishólmur