Fimmtudagur , 20. september 2018

Yfirlæknar á heilsugæslusviði Snæfellsbæ og Grindarfirði

Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir til umsóknar stöður yfirlækna í Snæfellsbæ og í Grundarfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sérfæðimenntun í heimilislækningum er skilyrði ásamt staðgóðri reynslu af stjórnunarlegum verkefnum. Vaktskylda fylgir báðum þessum störfum og samstarf er á milli stöðva. Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði.

Hæfnikröfur
Leitað er að áhugasömum einstaklingum til að endurskipuleggja og þróa nútímalega heilsugæsluþjónustu. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum, sem ekki teljast uppfylla framnagreindar kröfur.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands heilsugæslulæknar hafa gert.
Umsóknareyðublað er að finna á heimsíðu Embættis landlæknis (undir flipanum útgefið efni/ eyðublöð/læknisstaða-umsókn). Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af starfsleyfum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Umsóknir sendist Þóri Bergmundssyni framkvæmdastjóra lækninga og rekstrar, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Merkigerði 9, 300 Akranesi eða á netfangið thorir.bergmundsson@hve.is. Hann gefur jafnframt upplýsingar um starfið í síma 4321000 eða í tölvupósti.
Á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar í Snæfellsbæ búa um 1650 manns og á svæði stöðvarinnar í Grundarfirði um 900. Auk lækna starfa á stöðvunum hjúkrunarfræðingar, ljósmóðir, ritarar og sjúkraflutningamenn. Lögð er áhersla á teymisvinnu.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Þórir Bergmundsson – thorir.bergmundsson@hve.is – 4321000

HVE Grund Heilsugæsla Lækningar
Hrannarstíg 7
350 Grundarfjörður