Aðsent efni

Okkar Stykkishólmur – Hver er Haukur?

Þá er komið að því, tíu árum eftir að aðkomumaðurinn flutti í bæinn þarf hann að gera grein fyrir sér. Reyndar var ég kynntur sem „Tengdasonur Stykkishólms“ í Stykkishólmspóstinum fyrir 10 árum. Ég hef aldrei fengið útskýringu á hvaða skyldur fylgja hlutverkinu en hingað til hefur ekkert verið kvartað yfir …

Meira..»

Fræðslustjóri að láni

Forsvarsmenn dvalarheimilisins í Stykkishólmi hafa ákveðið að vinna að markvissri uppbyggingu mannauðs. Í vikunni var skrifað undir samstarfssamning um Fræðslustjóra að láni, en verkefnið er fjármagnað af Mannauðssjóði Samflots. Ráðgjafar hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands munu vinna að verkefninu í nánu samstarfi við starfsfólks dvalarheimilisins. Fræðslustjóri að láni er sérstakt verkefni sem …

Meira..»

Aftanskin

Aftanskin er félag fólks í Stykkishólmi og nágrenni sem er 60 ára og eldra. Markmið félagsins er að efla réttindi eldri borgara sem við gerum meðal annars með aðild að Landsamtökum eldri borgara og með því að reyna að gera lífið skemmtilegra en það er. Það gerum við til dæmis …

Meira..»

Heilbrigðisþjónusta í hrakviðri

Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu er þungur áfellisdómur um hvernig til hefur tekist frá því að þessi stofnun hóf starfsemi sína árið 2008. Einn hluti þess er hversu hagsmunir íbúa á landsbyggðinni hafa verið vanræktir. Veikburða stofnun Skýrslan staðfestir að Sjúkratryggingar Íslands er faglega og rekstrarlega veikburða …

Meira..»

Pokar að láni

Í Ásbyrgi er lögð mikil áhersla á að minnka plastnotkun og nýta hlutina betur en við oft gerum. Við saumum ýmsar tegundir af pokum t.d. ávaxta- og grænmetispoka, innkaupapoka af öllum stærðum, poka fyrir flöskur og dósir og margt fleira. Til þess að draga úr notkun á plastpokum sem iðulega …

Meira..»

Safnadagur

Sumardagurinn fyrsti, 19. apríl 2018, er árlegur safna-og sýningadagur á Snæfellsnesi. Söfn og sýningar opna dyrnar upp á gátt fyrir íbúa Snæfellsness og aðra gesti. Opið er a.m.k. á milli kl. 14 og 17 víða á Snæfellsnesi. Þetta er hluti af Barnamenningarhátíð á Snæfellsnesi. Um er að ræða samvinnuverkefni Svæðisgarðsins …

Meira..»

Stofnfundur FKA Vesturland haldinn í Stykkishólmi 18.apríl

Stofnfundur FKA Vesturland, fer fram á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi 18.apríl næstkomandi kl.20.  FKA Vesturland verður þar með fjórða landsbyggðardeild félagsins, en þegar eru starfræktar deildir á Suðurlandi, Norðurlandi og á Vestfjörðum. Í FKA eru ríflega 1.100 félagskonur úr öllum greinum atvinnulífsins. Félagið stendur fyrir ríflega 80 viðburðum á ári en …

Meira..»

Tökur hefjast á heimildamynd um verndun háhyrninga við Snæfellsnes

Þann 15. apríl næstkomandi hefja félagasamtökin Orca Guardians, sem eiga rætur að rekja til Grundarfjarðar, tökur á Snæfellsnesi vegna heimildamyndar sem ber vinnuheitið „Háhyrningar við Vesturland og verndun þeirra: Breytt skynjun heimamanna á topprándýri hafsins”. Í heimildamyndinni, sem verður bæði á íslensku og ensku, verður áhersla lögð á að sýna …

Meira..»