Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Aðsent efni

Tíu ár síðan Stykkishólmur ruddi brautina

Nú í lok janúar eru liðin tíu ár frá því Stykkishólmur hóf að flokka heimilissorp í þrjár tunnur, brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang, græna fyrir endurvinnsluefni og gráa fyrir það sem fer til urðunar. Stykkishólmur varð þannig fyrsta sveitarfélagið á landinu til að flokka lífrænan úrgang til jargðerðar og uppfylla …

Meira..»

Vetrarfuglar á Snæfellsnesi

Árlegum vetrarfuglatalningum er nýlokið á 15 talningarsvæðum við norðanvert Snæfellsnes (sjá kort). Náttúrustofa Vesturlands heldur utan um heildarniðurstöður talninganna og telur meirihluta svæðanna en starfsmenn Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi og fuglaáhugamenn telja hluta svæðanna. Talning vetrarfugla er hluti af vöktun íslenskra fugla og gefur bæði áhugaverðar og mikilvægar niðurstöður. …

Meira..»

Kvenfélagið Hringurinn

110. starfsárið hjá Kvenfélaginu Hringnum í Stykkishólmi var viðburðaríkt ár. 4 nýjar konur sóttu um aðgang í félagið. Að venju höldum við upp á afmælisdaginn 17. febrúar. Að þessu sinni var fundurinn á Fosshótel Stykkishólmi og mættum við blómum skrýddar, sem var þemað í veislunni ásamt gestum og snæddum dásamlegan …

Meira..»

Verður persónukjör til sveitarstjórnar í Stykkishólmi í vor?

  Eftirfarandi tillaga var samþykkt á opnum fundi L-listans í Freyjulundi sunnudaginn 28. janúar: „Bæjarmálafélag  L – Listans telur það vænlegan kost að haldnar verði, nú á vordögum, óbundnar kosningar/persónukjör samkvæmt b. hluta 19. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.  Þar segir um óbundnar kosningar „þær kosningar sem ekki eru …

Meira..»

Fatagámur og stjórnarstörf.

Við viljum þakka okkar sjálfboðliðum hjá B. Sturlusyni ehf, Guðrúnu, Böðvari, Arnari og Davíð fyrir ómetanlega aðstoð við fatagáminn sem staðsettur er fyrir utan vöruafgreiðslu þeirra að Nesvegi 13. Þar tæma þau reglulega gáminn og koma í stóra kassa sem eru svo fluttir til Reykjavíkur í fataflokkun Rauða krossins. Til …

Meira..»

Býr í þér ljóðskáld?

Í tengslum við Júlíönu – hátíð sögu og bóka, sem haldin verður í Stykkishólmi 22. – 25. febrúar næstkomandi, verður efnt til ljóðasamkeppni. Þátttaka er öllum opin og til mikils að vinna því vegleg verðlaun verða í boði fyrir vinningshafa. Skila skal ljóðunum fyrir 12. febrúar næstkomandi á Hótel Egilsen, …

Meira..»

Vinna saman?

Ég var að enda við að lesa grein sem er svargrein L-listans við grein Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra. Ég trúi því að báðir aðilar séu að fara rétt með. Ég er bara svona meðal-Jón eins og flestir, en þegar annar talar í tölum og hinn í prósentum, þá held ég að …

Meira..»

Ótrúlegur uppgangur hjá Skotfélagi Snæfellsness

Um leið og við sendum Snæfellingum öllum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í starfsemi félagsins á árinu. Á nýliðnu ári fagnaði Skotfélag Snæfellsness 30 ára starfsafmæli og má segja að þetta hafi verið mjög viðburðaríkt ár, það allra besta í sögu …

Meira..»

Annáll Náttúrustofu Vesturlands 2017

Árið 2017 var annasamt hjá starfsfólki náttúrustofunar eins og endranær. Á stofunni unnu 3-4 fastráðnir starfsmenn á hverjum tíma, auk sumarstarfsmanna, háskólanema og sjálfboðaliða. Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee, líffræðingar, unnu bæði í fullu starfi að fjölbreyttum verkefnum allt tímabilið. Birna Heide Reynisdóttir, líffræðingur, vann í 80% stöðu …

Meira..»