Aðsent efni

Einar Sveinn leiðir nýfjárfestingar Marigot hér á landi

Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, hefur verið ráðinn til starfa hjá móðurfélaginu Marigot á Írlandi, eiganda fyrirtækisins á Bíldudal, þar sem honum hefur verið falið að leiða vinnu Marigot hér á landi við tvö þróunarverkefni sem fela í sér byggingu og rekstur tveggja verksmiðja, annars vegar í …

Meira..»

Margnota Snæfellsnes

Snæfellsnes hefur orð á sér fyrir frumkvæði í úrbótum umhverfismála; hefur m.a. fengið tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, var valið meðal 100 grænustu áfangastaða heims og hefur síðast en ekki síst borið alþjóðlega EarthCheck umhverfisvottun á starfsemi sveitarfélaganna síðan árið 2008. Þeirri vottun þarf að viðhalda með stöðugum framförum í átt …

Meira..»

Tilkynning vegna framkvæmda við Leikskólann í Stykkishólmi

Til starfsmanna Leikskólans í Stykkishólmi, foreldra leikskólabarna og nágranna leikskólans. Svo sem greint hefur verið frá þá er unnið við að undirbúa stækkun Leikskólans í Stykkishólmi. Ástæður þeirra framkvæmda eru að íbúum fjölgar í bænum. Eftirspurn eftir skólavist fyrir börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hefur aukist og stefnir …

Meira..»

Ásbyrgi fagnaði 5 ára starfsafmæli 27. ágúst

Tíminn líður hratt svo það er um að gera að njóta hans vel og hugleiða í hvað maður ver sínum tíma. Það var þann 27. ágúst árið 2012 sem Ásbyrgi tók til starfa og þá voru starfsmennirnir fjórir en sá fimmti bættist fljótlega við. Markmiðin voru strax skýr, þ.e.a.s. að …

Meira..»

Leikskóli okkar Hólmara

Í haust verða liðin 60 ár frá stofnun leikskóla í Stykkishólmi. Þann 7. október 1957 var Leikskóli St.Franziskussystra stofnaður. Í upphafi starfaði skólinn aðeins á veturna og var ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Skólinn stækkaði hratt, frá því að vera 12 börn 1957 til þess að vera orðin 60 að tölu …

Meira..»

Stöndum með sauðfjárbændum

Staða og framtíð sauðfjárbúskapar í landinu er í uppnámi vegna boðaðrar 35% lækkunar afurðarverðs til bænda nú til viðbótar við 10 % lækkunar sauðfjárafurða síðastliðið haust. Gífurlegt tekjutap blasir við sauðfjárbændum sem erfitt verður að mæta, sérstaklega fyrir þá sem eru skuldsettir og hafa ekki möguleika á annari vinnu meðfram …

Meira..»

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Alla miðvikudaga í september mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur …

Meira..»

Sameining

Eins og áður hefur komið fram standa yfir viðræður milli forsvarsmanna Grundarfjarðar-bæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar um það hvort sameining umræddra sveitarfélaga sé vænlegur kostur. Þessum viðræðum hefur verið stjórnað af ráðgjafasviði KPMG en þeir hafa aðstoðað önnur sveitarfélög sem velta fyrir sér hagkvæmni sameininga. Þeir hafa sérþekkingu í sviðsmyndagreiningum eða …

Meira..»

Hvað verður um Háls- og bakdeildina?

Sú staða sem komin er upp í Háls – og bakdeild Sjúkrahússins í Stykkishólmi er afleit. Það er miður að Jósepi Blöndal yfirlækni deildarinnar og helsta hugmyndafræðingi til 25 ára hafi ekki verið boðinn ásættanlegur samningur með þeim afleiðngum að Jósep hefur látið af störfum. Það er ljóst að stjórn …

Meira..»

Búinn að horfa á þessi fjöll svo lengi

Laugardaginn 12. ágúst stóð Ferðafélag Íslands fyrir göngu yfir Ljósufjöll. Lagt var af stað frá Kleifárvöllum á sunnanverðu Snæfellsnesi og lauk göngunni vestan við Kársstaði í Álftafirði. Gengnir voru tæpir 20 km og tók gangan um 10 klst. Hópurinn, 26 manns, hittist við afleggjarann á Kleifárvöllum um hálfníu um morguninn …

Meira..»