Föstudagur , 16. nóvember 2018

Aðsent efni

Afmælisviðburðir

Vegna 50 ára afmælis Ólafs­víkurkirkju þann 19. nóvember næstkomandi hefur afmælisnefnd ákveðið afmælisviburði fyrir apríl og maí. Á föstudaginn langa, 14. apríl, munu félög hér á svæðinu lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í kirkjunni. Lesturinn hefst kl. 13 og mun taka um 4­5 tíma. Allir eru hjartanlega velkomnir á afmælis­viðburðinn. Það …

Meira..»

Útgáfuhóf á Stapa

Út er komin ljóðabókin Hug­dettur og heilabrot: Ljóðasafn hjónanna Hallgríms Ólafssonar og Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará. Yrkisefni þeirra eru fjölmörg og fjölbreytt: ljóðin endurspegla heilabrot þeirra og hugdettur um náttúruna, söguna, mannfólkið, lífið og tilveruna. Árið 1928 festu þau hjónin, ásamt foreldrum og Þórði bróður Helgu, kaup á eyði­jörðinni Dagverðará …

Meira..»

Sænsk ungmenni í Grundarfjarðarkirkju

Vikarbyn og Vattnäs spelmannslag er hópur 23 ungmenna sem spila á fiðlu. Þau eru á aldrinum 13-15 ára. Hópurinn spilar hefðbundna tónlist frá Dalarna, Svíþjóð og öðrum norðurlöndum auk írskra þjóðlaga. Þau hafa áður heimsótt Írland og nú hlakka allir til þess að kynnast hinni stórkostlegu náttúru Íslands og tónlistararfi. Hópurinn kemur oft …

Meira..»

Grænt ljós á Gestastofu Snæfellsness

Ákveðið hefur verið að klára hugmyndavinnu og hönnun á sameiginlegri gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki. Styrkur til þess fékkst úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. Þetta var samþykkt samhljóma á fundi eigendaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness mánudaginn 3. apríl. Fyrir liggur viljayfirlýsing um samstarf við Safe Travel um að setja upp öryggisupplýsingar í gestastofunni. Undirbúningur þessa …

Meira..»

Strandhreinsun

Snæfellsnes hefur verið valið sem fyrsta íslenska svæðið fyrir samnorræna strandhreinsiverkefnið Nordic Costal Cleanup 2017. Verkefnið er í undirbúningi en þann 6. maí munu sjálfboðaliðar ganga fyrirfram ákveðnar strandlengjur og týna rusl. Allt rusl verður flokkað og sent í endurvinnslu. Meginmarkmið verkefnisins er að vekja athygli á mengun sjávar af …

Meira..»

Lýðræðisþing ungmenna

Nýlega skipulagði tómstunda og félagsmálafræði hópurinn í GSS Lýðræðisþing þar sem ungmenni úr 7.-10. bekk fengu að ræða málin varðandi þau málefni sem þau snertir þau í skólanum. Heill skóladagur fór í verkefnið og var nemendum skipt upp í nokkra umræðuhópa. Eftir öflugar umræður var haldin pizzaveisla þar sem nýttur …

Meira..»

Páskahátíðin

Hér á landi teljum við jólin líklega sem aðalhátíð kristinnar menningar. Einskonar árshátíð kristindómsins. En páskarnir eru aðalmálið hjá kristnu fólki. Iðulega kemur upp sú spurning hvað súkkulaðiegg hafi með upprisu frelsarans að gera? Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er því auðsvarað. Í mjög stuttu máli er það svo: Ekkert kjötmeti …

Meira..»

Áskorandahorn – 06.04.17

Ég vil byrja að þakka systur minni, Unni Láru fyrir pennan og skrifa aðeins um okkar ágæta bæjarfélag sem hún þakkaði svo vel fyrir í seinasta pósti. Það er gott að búa í Stykkishólmi, litlum bæ þar sem allt er til alls. Alltaf er eitthvað um að vera hérna hvort …

Meira..»

Sumarið er handan við hornið

Í Ásbyrgi eru miklar annir þessa dagana. Framundan er sumarmarkaður sem haldinn verður á sumardaginn fyrsta í Setrinu. Það er því kappsamt fólk að störfum. Við erum með ýmsar nýjungar í hönnun. Þiggjum því með miklum þökkum: Púða og peysur – gerum úr þeim þessi líka flottu hundarúm. Skyrtur – …

Meira..»