Laugardagur , 22. september 2018

Aðsent efni

Reiðin kraumar í fólki

Ályktun fundar Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) 3. mars 2017 Boðaður niðurskurður ríkisstjórnarinnar á samgönguáætlun er áfall fyrir fyrirtæki og almenning á sunnanverðum Vestfjörðum. Ekki er ofmælt að segja að samfélagið kraumi af reiði. Slegnar eru af framkvæmdir sem full sátt var um að þyrfti að ráðast í, og …

Meira..»

Heiðursborgari kvaddur

Í dag laugardaginn 4.mars 2017 er Georg Breiðfjörð Ólafsson heiðursborgari Stykkishólms jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju. Af því tilefni er hér birt greinargerðin sem undirritaður flutti þegar Georg Breiðfjörð Ólafsson fékk nafnbótina heiðursborgari Stykkishólms. Var honum afhent heiðursborgaraskjalið á Dvalarheimili aldraðra 14.maí 2015 að viðstöddum ættingjum, bæjarfulltrúum og gestum. „Georg Breiðfjörð Ólafsson …

Meira..»

Áskorandahorn 02.03.17

Ég varð reynslunni ríkari á mánudaginn var…  svona dæmi sem kemur bara fyrir aðra og sem maður les bara um og prísar sig sælan að svona skuli bara koma fyrir aðra og hjá öðrum. Og mikið svakalega… rosalega… ofsalega er ég forsjóninni þakklátur að það skuli þó hafa gerst akkúrat …

Meira..»

Að lesa og lækna landið

Ólafur Arnalds verður þriðji fræðimaðurinn sem heldur erindi í fyrirlestraröð Náttúrustofu Vesturlands, næstkomandi mánudag kl. 20. Hann er helsti sérfræðingur þjóðarinnar um jarðveg og ástand gróðurfars á Íslandi og annar höfunda bókarinnar „Að lesa og lækna landið“, sem er tilvalin fyrir þá sem vilja læra að skynja ástand lands og …

Meira..»

Fyrsta skóflustungan tekin að langþráðu skothúsi

Í síðustu viku var fyrsta skóflustungan tekin að langþráðu skothúsi á skotæfingasvæði Skotfélags Snæfellsness.  Um er að ræða 75m2 skothús með 6 riffilborðum og gert er ráð fyrir því að hægt verði að skjóta úr standandi stöðu á milli borðanna.  Þá verður húsið einnig búið litlu herbergi fyrir mótsstjórn og …

Meira..»

Bolludagur – þakkir

Síðastliðinn bolludag voru Eldri borgarar í Grundarfirði í miklu bolluati en þetta var í fjórða sinn sem félagarnir voru með bakstur og sölu á rjómabollum til fjáröflunar í ferðasjóð félagsins. Níu konur bökuðu að þessu sinni og voru síðan um sex til tíu manns sem settu á bollur og seldu …

Meira..»

Efling Stykkishólms

Félagið var stofnað 28. júní 1995 og er því að verða 22ja ára gamalt. Aðalfundur þess verður haldinn á Hótel Stykkishólmi mánudaginn 6. mars kl. 19:30 Það er komin þörf á að skerpa hlutverk félagsins hér í Stykkishólmi og finna framtíðarfarveg fyrir það. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga í …

Meira..»

Ólafsvíkurkirkja 50 ára

Afmælisnefnd Ólafsvíkur­kirkju hefur ákveðið að mánaðarlegir viðburðir verða í tengslum við 50 ára afmæli Ólafsvíkurkirkju í ár. Fyrsti viðburðurinn var sunnudaginn 19. febrúar þegar haldin var konudagsmessa í kirkjunni. Næsti viðburður í kirkjunni verður svo 19. mars kl. 14. Rætt hefur verið við djákna, guðfræðinema og presta sem er úr …

Meira..»

Áskorandahorn – 23.02.17

Fyrst er réttast að þakka vini mínum, Baldri Þorleifs. fyrir pennann. Ég heiti Óli Ö. og hef nú búið hér í Hólminum nánast alla tíð, var samt sagt það eitt sinn að þar sem ég er fæddur í Reykjavík sé ég alls ekki Hólmari, sami maður tók reyndar fram að …

Meira..»