Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Aðsent efni

Jólaísar Mylluhöfðafjölskyldunnar

Ég gat bara ekki neitað henni mömmu um að taka við pennanum þar sem sat á móti henni og hún bað svo fallega. Ég ákvað að gefa uppskrift af jólaísnum okkar Mylluhöfða-fjölskyldunnar og er alltaf vinsæll . Tobleroneís 5 eggjarauður 5 msk sykur 150 gr Toblerone brætt 5 dl rjómi …

Meira..»

Hver er á myndinni?

Þekkir þú manninn á myndinni? Konan er Karólína Jóhannsdóttir en maðurinn óþekktur. Myndin er tekin á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Næsta myndaskoðun er fyrirhuguð miðvikudaginn 12. desember kl. 10.

Meira..»

Réttur úr fiskafgöngum

Kæru lesendur. Uppskriftin sem ég ætla að miðla til ykkar er réttur úr soðnum fiskafgöngum ýsu eða þorski. Þessi réttur var mjög vinsæll á mínu heimili. Uppskriftin er svona: 2-4 soðin fiskstykki 2-3 matskeiðar hveiti eða spelt 1 egg og krydd eftir smekk. Fiskstykkin sett í skál, stöppuð vel í …

Meira..»

Gadus morhua í gömlu kirkjunni

Þjóðlegir tónleikar í gömlu kirkjunni 1. desember – Gadus morhua. Hvað ef baróninn í samnefndri heimildaskáldsögu Þórarins Eldjárns hefði tekið hús á tónelskum bónda í Borgarfirði, sest í eitt fleti baðstofunnar með selló milli fóta, bóndinn andspænis með langspil við sitthvora hnésbótina, og þeir tekið að leika saman? Hvernig ætli …

Meira..»

Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi 40 ára

Það var laugardaginn 25. nóvember árið 1978 sem Dvalarheimilið okkar var formlega tekið í notkun með viðhöfn. Reksturinn hófst í ágústmánuði það ár þegar tekið var á móti þeim fyrstu sem nutu þjónustu heimilisins. Húsnæði Dvalarheimilisins hafði áður tilheyrt heimavist skólans í Stykkishólmi. Húsinu var breytt frá því að hýsa …

Meira..»

Skólahornið: Leikskólinn

Í síðasta tölublaði StykkishólmsPóstsins birtist fyrsta greinin af vonandi mörgum frá skólunum okkar í  því sem við höfum ákveðið að kalla ,,Skólahornið”. Þar skrifaði Kristbjörg Hermannsdóttir um skemmtilegt verkefni sem unnið er í Grunnskólanum. Skólastjórar leik-, grunn- og tónlistarskóla hafa sammælst um það að skólarnir skiptist á að kynna starf …

Meira..»

Íslandsmótið í atskák í Stykkishólmi

Skáksamband Íslands leitaði í haust til Stykkishólmsbæjar eftir samstarfi um að halda einn af stærstu skákviðburðum ársins, Íslandsmótið í atskák,  í Hólminum. Bæjaryfirvöld tóku beiðninni ákfalega vel og skákmenn horfðu til nýja Amtbókasafnsins upp á heppilegan keppnisstað. Íslandsmótið í atskák fór svo fram um síðustu helgi í Amtbókasafninu og mættu …

Meira..»

Gjafir til Snæfells

Í tilefni af 80 ára afmæli Snæfells afhenti Lionsklúbburinn Harpa fimleikadeildinni styrk til tækjakaupa að upphæð 150.000 krónur. Á myndinni má sjá formann Snæfells Hjörleif Kristinn Hjörleifsson og gjaldkera Maríu Valdimarsdóttur taka við styknum úr hendi Lionskvenna Berglindi Axelsdóttur og Ragnheiði Hörpu Sveinsdóttur.

Meira..»

Gjafir til leikskólans

Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi afhenti leikskólanum nýlega kennsluefnið Vináttu sem er eineltisverkefni Barnaheilla. Leikskólinn er þessa dagana að innleiða efnið með 3-5 ára nemendum. Námsefnið samanstendur af tösku sem í eru ýmsar bækur, sönglög, spjöld með verkefnum og bangsinn Blær. Öll börnin sem taka þátt í verkefninu fá sinn bangsa, …

Meira..»