Aðsent efni

Áskorandahorn 24.11.16

Geimveruheilkennið. Kannist þið við þá tilfinningu? Þessa sjálfhverfu egósentrísku tilfinningu sem birtist í sjálfsvorkun, sjálfshatri oft á tíðum og eilífðri tilvistakreppu. Finnast ég vera svo öðruvísi og út undan að ég fer annaðhvort í hlutverk að reyna að vera ýkt öðruvísi og meira utangarð. Eða þykjast vera venjuleg og hluti …

Meira..»

Uppeldi til ábyrgðar

Þar sem að Grunnskólinn starfar eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar er mikilvægt að skerpa á skrefum bættra samskipta. Finndu út eigin löngun / þörf. Ekki festast í vanlíðaninni. Segðu hinum frá löngun / þörf þinni. Ekki kvarta, forðastu hæðni. Hinn hlustar; Þú hlustar; Ekki endilega til að vera sammála en …

Meira..»

Áskorandahorn 17.11.16

Ég fletti yfir vefsíður allra helstu vefmiðla landsins í þeirri von að það veitti mér einhvern innblástur til þess að skrifa þennan pistil, þetta áskorendahorn. Sennilega væri réttast að ég segði frá nýfæddri dóttur minni, háskólanáminu, kosningarbaráttunni sem að ég tók nýverið þátt í eða jafnvel fyrirtækjarekstrinum, það væri þægilegast …

Meira..»

Fjölbreytt starf innanlands hjá Rauða krossinum

Rauði krossinn er stærsta mannúðarhreyfing heims og vinnur ýmis störf um allan heim í þágu þeirra sem minna mega sín. Meginmarkmið samtakanna er að vinna að mannúðarmálum með hlutleysi og óhlutdrægni að leiðarljósi. Þeir sem eru berskjaldaðir og í mestri þörf samkvæmt þarfagreiningum félagsins eru alltaf í fókus. Rauði krossinn …

Meira..»

Fróðleiksfýsn starfsmanna Ásbyrgis á sér engin takmörk

Eins og glöggir lesendur Stykkishólms-Póstsins vita þá eru starfsmenn í Ásbyrgi góðir í mörgu. Ekki bara í gerð skraut- og nytjamuna, heldur líka í að læra nýja hluti og ekki síður að auka gleðina í starfsmannahópnum. Á haustönn hafa sumir starfsmenn verið á blaðamanna námskeiði og aðrir hafa sótt leiklistarnámskeið. …

Meira..»

Hrós til foreldraráðs

Okkur langar að koma á framfæri hrósi til foreldraráðs (sem skipa Ingunni Sif Höskuldsdóttur, Agnesi Helgu Sigurðardóttur og Guðrúnu Hörpu Gunnarsdóttur), til starfsfólks Leikskólans í Stykkishólmi og þeirra foreldra sem tóku þátt í frábærlega vel heppnuðum veisluhöldum í tilefni pólska þjóðhátíðardagsins þann 11. nóvember síðastliðinn. Það er gaman að kynnast …

Meira..»

Kæru vinir jóla í skókassa í Stykkishólmi og Helgafellssveit

Móttökudagurinn okkar var þriðjudaginn 1. nóvember s.l. í Stykkishólmskirkju – Alls söfnuðust 67 skókassar og einnig bárust okkur fjárframlög sem kemur sér vel fyrir verkefnið – Við óskuðum eftir hjálp hér á facebooksíðunni okkar og fengum hana ríkulega – Við viljum senda innilegt þakklæti til allra sem aðstoðuðu okkur í …

Meira..»

Guð blessi Ísland – og rest

Það var ógnvænlegt að vakna morguninn 9. nóvember, líta á símann og sjá að auðjöfurinn og ólíkindatólið Trump hafi verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þegar Rás 2 staðfesti svo þessar fregnir yfir hafragrautnum olli það ógleði og vanlíðan. Bandaríkin eru í dag orðin að teiknimyndaútgáfunni af sjálfum sér. Ég hafði hummað …

Meira..»

Vinstri græn á réttri leið

Vinstri græn náðu frábærum árangri í nýliðnum kosningum og sýnir það okkur ótvírætt hve sterkur málstaður og samstaða skilar góðum árangri. Hinu höfum við líka kynnst að sundrung og klofningur meðal vinstri manna er alltaf vatn á myllu hægri aflanna í landinu. Mikill sigur VG Í Norðvesturkjördæmi, þar sem hreyfingin bætir við …

Meira..»