Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Aðsent efni

Hver er á myndinni?

S.l. miðvikudag voru skoðaðar myndir í Amtsbókasafninu úr safni Ljósmyndasafns Stykkishólms. Meðfylgjandi mynd var skoðuð en ekki tókst að finna út hvaða konur væru á henni. Því er leitað til lesenda Stykkishólms-Póstsins og snaefellingar.is til hjálpar! Ábendingar óskast sendar á netfangið magnus@stykkisholmur.is Næsta myndaskoðun verður í Amtsbókasafninu miðvikudaginn 21. nóvember …

Meira..»

Sköpun í GSS

Á síðastliðnu skólaári 2017 – 2018 gerðum við tilraun með þverfaglegt aldursblandað fag sem fékk nafnið Sköpun. Þrjár megin ástæður þess að stjórnendum  og kennurum þótti vert að fara í þessar breytingar voru að: Auka vægi list- og verkgreinakennslu í samræmi við aðalnámsskrá og viðmiðunarstundatöflu. Auka val hjá yngstu nemendum  …

Meira..»

Dáleiðsluvika / Kynningar og meðferðir í Stykkishólmi – 3 fríar dagskrár í boði meðan húsrúm leyfir.

Tveir meðferðardáleiðendur með þrjár friar dagsskrár fyrir hópa í Æðarsetri Íslands og Stykkishólmskirku í vikunni frá mánudeginum 19. til og með 23. nóvember, 2018. Allir velkomnir. Boðið verður einnig upp á að bóka sig í einkatíma í dáleiðslu  í Stykkishólmi fyrir kr. 8000 þessa kynningarviku. Meðferðardáleiðsla kostar annars kr. 13.500. …

Meira..»

Syngjandi kveðja

Ágætu Hólmarar, Nú er vetrarstarf Kórs Stykkishólmskirkju að byrja n.k. þriðjudag og mig langar að fara aðeins yfir kórstarfið. Við byrjum yfirleitt um miðjan september og er þá oft farið í að æfa upp stærri verk til að eiga í bakhöndinni. Einnig æfum við fyrir hefðbundnar messur, en í messusöng …

Meira..»

Íslandsmótið í atskák haldið í Stykkishólmi

Íslandsmótið í atskák verður haldið í  Amtbókasafninu í Stykkishólmi dagana 17. til 18. nóvember nk. en mótið er haldið af Skáksambandi Íslands í samstarfi við Stykkishólmsbæ. Mótið er einn stærsti skákviðburður ársins í mótaáætlun sambandsins og má vænta þess að flestir af sterkustu skákmönnum landsins fjölmenni í Hólminn í tilefni …

Meira..»

Fréttir frá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla

Frá 3. júní hefur staðið yfir á safninu sýningin Gluggi til fortíðar, gersemar nútíðar og arfur framtíðar. Endurgerð Norska hússins.  Sýningin verður tekin niður 16. nóvember og verður síðar sett upp á Átthagastofu Snæfellsbæjar. Við viljum því hvetja þá er eiga eftir að sjá sýninguna að kíkja við í Norska …

Meira..»

Heilsuefling eldri borgara (60+) í Stykkishólmi – skref í átt að auknum lífsgæðum

Þekking um mikilvægi hreyfingar og meðvitundar um heilsu er sífellt að aukast. Til þess að sem flestir njóti lífsgæða er mikilvægt að huga betur að heilsueflingu og lýðheilsu og eru eldri borgarar þar engin undantekning. Með reglulegri hreyfingu viðheldur einstaklingurinn líkamlegu hreysti, líkamlegri og andlegri vellíðan ásamt því að draga …

Meira..»

Þakklæti frá okkur í Jól í skókassa

Kæru vinir! Móttökudagurinn okkar var s.l. fimmtudaginn 1. nóvember í  Stykkishólmskirkju. Núna  söfnuðust 63 skókassar og við fengum 28.000 kr. í pengingagjöfum, það kemur sér vel fyrir verkefnið.    Við áttum góða stund uppi í kirkju, og viljum senda innilegt þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu okkur í þessu frábæra …

Meira..»

Norðurljósin 2018 – Enn fleiri myndir og ávarp

Nú er fimmta Norðurljósahátíðin um garð gengin. Vel var mætt á viðburði og það var sérstaklega ánægjulegt hversu bæjarbúar voru duglegir að mæta. Svona hátíð er ekki hægt að halda nema með góðum vilja heimamanna. Þar voru margir hópar og einstaklingar sem lögðu fram óeigingjarna vinnu við hátíðina. Við viljum …

Meira..»

Spennandi viðburðir framundan

S.l. vor var stofnuð deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu á Vesturlandi. Stofn- og kynningarfundur var haldinn í Stykkishólmi í apríl s.l. og í maí var haldinn fyrsti félagsfundurinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Vetrarstarfið er komið á fullt og verður blásið til fyrsta viðburðar 10. nóvember n.k. á Akranesi, aðventufundur …

Meira..»