Aðsent efni

Frumvarp um veiðigjöldin

Árið 2012 voru sett lög um veiðigjöld. Reikniregla sem þá var notuð rann út 31. ágúst síðastliðinn og hefur verið vinna í gangi um endurútreikning. Þegar lögin tóku gildi 2012 var ljóst að litlum og meðalstórum útgerðum yrði mikill vandi á höndum. Þá var brugðið á það ráð að gefa …

Meira..»

Umhverfisvottun 2018

Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi hlutu nýverið umhverfisvottun EarthCheck á starfsemi sína í 9. sinn, og halda því áfram að vera leiðandi samfélag í úrbótum umhverfis- og samfélagsmála. Að fá alþjóðlega umhverfisvottun er staðfesting á því að sveitarfélögin fimm leitist við að hafa græn gildi að leiðarljósi í allri sinni starfsemi …

Meira..»

Ágætu Snæfellingar

Við undirritaðir viljum þakka góðan stuðning við störf okkar hjá kkd Snæfells. Stuðningur ykkar er okkur gríðarlega mikilvægur og í raun undirstaðan fyrir áframhaldandi metnaði í öllum okkar verkefnum Er einhvers virði að hafa öflugt íþróttastarf í samfélagi eins og Stykkishólmi?  Við sem stöndum í framvarðarsveit félagsins erum þeirrar skoðunar …

Meira..»

Skotthúfan í Norska húsinu 30. júní

Í Norska húsinu – Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla er nú hafinn undirbúningur fyrir þjóðbúningahátíðina Skotthúfuna. Af því tilefni var þjóðbúningafræðsla á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands miðvikudaginn 6. júní. Gestum bauðst að koma með búninga til skoðunar til að kanna möguleika á lagfæringum og breytingum sem og að koma með búningasilfur , …

Meira..»

Það er áfram verk að vinna í Stykkishólmi

Nú þegar ég hef lokið störfum á seinna tímabili mínu sem bæjarstjóri langar mig til þess að rifja upp aðdraganda þess að ég, fæddur og uppalinn Ólsari, flutti með eiginkonu minni og börnum frá höfuðborginni og varð Hólmari. Allt frá fyrsta degi í Stykkishólmi hef ég haft þá köllun að …

Meira..»

Sumarlestur

Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bókasafn Snæfellsbæjar hvetja grunnskólabörn í Snæfellsbæ til að lesa í sumar og foreldrana til að lesa með þeim. Átakið hófst 4. júní á mánudegi og stendur til 24. ágúst 2018. Áherslan er á að lesa sér til ánægju en í leiðinni að efla lestur barna yfir sumarmánuðina. …

Meira..»

Útskriftarferð

Fimmtudaginn 7. júní s.l. fóru elstu börnin á Kríubóli í útskriftarferð. Lagt var af stað kl. 9 um morguninn og lá leiðin út á Öndverðarnes þar sem við skoðuðum brunninn Fálka og bæjarrústirnar sem þar eru. Þaðan lá leiðin á Malarrif þar sem við kíktum á leiktækin og í Gestastofuna. …

Meira..»

Japanskur kjúklingaréttur

Þakka Rabba vini mínum fyrir áskorunina. Eina sem ég hef séð til Rabba i eldhúsinu er þegar hann skar fransbrauðsneið með stóra brauðhnífnum hennar Birnu, sem hafði staðið fastur í ristinni á mér stuttu áður. Þar sem við höfðum verið að æfa hnífakast! Hér kemur uppskriftin af uppáhalds rétti fjölskyldu …

Meira..»