Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Aðsent efni

Hrós til foreldraráðs

Okkur langar að koma á framfæri hrósi til foreldraráðs (sem skipa Ingunni Sif Höskuldsdóttur, Agnesi Helgu Sigurðardóttur og Guðrúnu Hörpu Gunnarsdóttur), til starfsfólks Leikskólans í Stykkishólmi og þeirra foreldra sem tóku þátt í frábærlega vel heppnuðum veisluhöldum í tilefni pólska þjóðhátíðardagsins þann 11. nóvember síðastliðinn. Það er gaman að kynnast …

Meira..»

Kæru vinir jóla í skókassa í Stykkishólmi og Helgafellssveit

Móttökudagurinn okkar var þriðjudaginn 1. nóvember s.l. í Stykkishólmskirkju – Alls söfnuðust 67 skókassar og einnig bárust okkur fjárframlög sem kemur sér vel fyrir verkefnið – Við óskuðum eftir hjálp hér á facebooksíðunni okkar og fengum hana ríkulega – Við viljum senda innilegt þakklæti til allra sem aðstoðuðu okkur í …

Meira..»

Guð blessi Ísland – og rest

Það var ógnvænlegt að vakna morguninn 9. nóvember, líta á símann og sjá að auðjöfurinn og ólíkindatólið Trump hafi verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þegar Rás 2 staðfesti svo þessar fregnir yfir hafragrautnum olli það ógleði og vanlíðan. Bandaríkin eru í dag orðin að teiknimyndaútgáfunni af sjálfum sér. Ég hafði hummað …

Meira..»

Vinstri græn á réttri leið

Vinstri græn náðu frábærum árangri í nýliðnum kosningum og sýnir það okkur ótvírætt hve sterkur málstaður og samstaða skilar góðum árangri. Hinu höfum við líka kynnst að sundrung og klofningur meðal vinstri manna er alltaf vatn á myllu hægri aflanna í landinu. Mikill sigur VG Í Norðvesturkjördæmi, þar sem hreyfingin bætir við …

Meira..»

Tilverukrísa

Blaðamaður sá sem þetta skrifar hefur eingöngu lagt stund á blaðamennsku eftir hádegi hingað til. Fyrir hádegi hefur hann fengist við málningarvinnu ýmiskonar. Jafnvel svo góða vinnu að eftir henni er tekið, allavega segir amma það. Það mætti því segja að undirritaður upplifi sig sem einskonar ofurhetju sem fer huldu …

Meira..»

Læsi

Samtökin Heimili og skóli hafa gefið út sinn læsissáttmála með sex lestrarboðorðum:   Lesum fyrir barnið og verum fyrirmyndir Hlustum á barnið lesa Viðhöldum og eflum færni Höfum lesefni aðgengilegt og bjóðum val Leitum hjálpar Lesum á eigin tungumáli   Gerið lestrarstund að jákvæðri upplifun og hafið fastan lestrartíma á …

Meira..»

Áskorandahorn 03.11.16

Stykkishólmur er fallegur bær og Hólmarar eru fallegir, gestrisnir og góðhjartaðir. Við hér í Hólminum tökum vel á móti öllum þeim fjölda fólks sem kemur að heimsækja okkur árið um kring svo að sómi er að. Við bjóðum ferðafólki að borða á veitingahúsunum okkar og bjóðum þeim að gista í …

Meira..»

Uppskrift 03.11.16

Þessi réttur sem ég ætla að deila með ykkur er svona minn uppáhaldsréttur, hann er afskaplega hollur og bragðgóður. Síðan skemmir ekki fyrir að þessi uppskrift er stór og því tilvalið að setja afganga í passlega skammta og frysta.   Grænmetisréttur: 3 meðalstórar sætar kartöflur 1 rauðlaukur 6-8 hvítlauksrif, pressuð …

Meira..»