Aðsent efni

Þökkum fyrir áskorunina frá Hringskonum

Kvenfélagið Björk í Helgafellssveit var stofnað árið 1932 og voru á stofnfundi 11 konur. Fyrsti formaður þess var kjörinn Soffía Guðmundsdóttir Efri- Hlíð , ritari María M Guðmundóttir Jónsnesi og gjaldkeri Ingibjörg Björnsdóttir Helgafelli. Til gamans og fróðleiks vil ég vitna í lög félagsins við stofnun þess sem hér segir: …

Meira..»

Við þökkum fyrir áskorunina frá Lionskonum

Fundirnir hjá okkur eru sex talsins yfir árið og alltaf þriðja mánudag í mánuðinum. Fyrsti fundur vetrarins er í oktober og sá síðasti í apríl, engin fundur er í desember og svo er afmælisfundur haldinn í febrúar þar sem við förum út að borða og skemmtum okkur saman. Okkar helstu …

Meira..»

Flensusprautur

Sælir ágætu Hólmarar og nærsveitungar. Þrígild bóluefni gegn inflúensu A og B hafa nú verið framleidd fyrir veturinn 2015–2016 samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Á næstu vikum verður boðið upp á bólusetningu hjá okkur og er fólk hvatt til þess að nýta sér það. Sjá nánar auglýsta tíma. Sóttvarnalæknir mælist til að …

Meira..»

Ekki slá korter í frost

Sæl öll, eins og fram kom í síðasta gróðurfræðsluskoti frá mér eru plönturnar núna að undirbúa sig fyrir vetrardvalann og ættu að fá frið frá klippingum. Þetta á líka við um grasið. Það er gott fyrir grasrótina að hafa smá vörn, einangrun í frostinu þ.a. leyfið haustlubbanum að liggja í …

Meira..»

Mexíkósk Kjúllasúpa

Mamma og pabbi eru í Rúmeníu og biðja fyrir góðri kveðju, svo ég tók að mér uppskriftarhornið fyrir hönd Bókhlöðustígs 1 – takk Hlédís! Ég ætla að halda mig við súpu eins og frænka mín, en ég á það til þegar ég er í stuði að henda í mexíkóska kjúklingasúpu …

Meira..»

Gjöf til Dvalarheimilisins í Stykkishólmi

Árný Guðmundsdóttir kom færandi hendi á dögunum með stól á hjólum sem hún hafði keypt fyrir flöskusjóð sem hún hefur séð um í mörg ár. Dvalarheimilið hefur í gegnum árin fengið að njóta margra góðra gjafa sem hún hefur fært heimilinu. Heimilisfólk og starfsmenn færa Árný bestu þakkir fyrir.

Meira..»

Skólamálaþing á Klifi 2. nóvember

Hefðbundinn haustfundur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga með skólastjórnendum og tengiliðum stoðþjónustu grunn- og leikskólanna á Snæfellsnesi fór fram í Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 9. september sl. FSS kynnti áherslur og skipulag í sérfræðiþjónustu við skólanna á nýju skólaári.Sérstök áhersla í samstarfi þessara aðila er fagefling og samstarf skólastiganna 2ja og FSS …

Meira..»

Hörpulíf, gleði og gaman

Í þessum skrifuðu orðum erum við lionskonur að hefja okkar starfsár. Klúbburinn okkar hefur starfað undir nafninu Lionsklúbburinn Harpa frá árinu 1994. Eins og aðrir lionsklúbbar er þetta líknarfélag en við pössum okkur á að hafa skemmtun í fyrirrúmi og erum alltaf að prófa eitthvað nýtt í þeim efnum. S.l. …

Meira..»