Aðsent efni

Bókun meirihluta bæjarstjórnar vegna sölu Hafnargötu 7

    Bókun undirritaðra bæjarfulltrúa. Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar við Minnisblað frá lögfræðistofunni Landslögum sem unnið var að beiðni Lárusar Ástmars Hannessonar o.fl. og birt bæjaryfirvöldum á heimasíðu Stykkishólmspóstsins 16. júní s.l.   Óskað var eftir að starfshættir bæjarstjórnar væru metnir af lögmanni Landslaga. Niðurstaða minnisblaðsins er: að starfshættir bæjarstjórnar „leiði …

Meira..»

Af bæjarmálum

Eftir veðurblíðuna síðustu daga ber ég þá von í brjósti að sumarið sé loksins komið og ber bærinn okkar þess glögglega merki. Víða eru íbúar að fegra sitt nærumhverfi, ferðamenn að skoða ómetanlega náttúrufegurð bæjarins og gömlu fallegu húsin okkar, veitingarstaðir eru þéttsetnir og oft á tíðum biðraðir eftir ís …

Meira..»

Dijon lax tannlæknisins

Ég þakka Rúnu minni kærlega fyrir áskorunina! Hjá okkur fjölskyldunni eru lax og silungur í sérstöku uppáhaldi – eða bleikur fiskur eins og frumburðurinn segir. Oft fáum við silung úr sveitunum okkar fyrir norðan, en annars er frosinn lax beint úr bónus afbragðsgóður. Um daginn fékk ég dýrðlegan rétt hjá …

Meira..»

Ráðið í stöðu forstöðumanns Dvalarheimilisins í Stykkishólmi

Á fundi bæjarstjórnar 25. júní  var samþykkt tillaga bæjarstjóra að ráða Kristínu Sigríði Hannesdóttur hjúkrunarfræðing til starfa sem forstöðumann Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi. Mun hún taka við af Hildigunni Jóhannesdóttur  sem mun á næstunni  láta af störfum að eigin ósk. Kristín Sigríður Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur starfar á Landsspítalanum, en hefur áður …

Meira..»

100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi

Hópur kvenna héðan og þaðan úr samfélaginu hefur verið að kasta á milli sín hugmyndum um það með hvaða hætti við sem samfélag getum minnst þess að 19.júní eru 100 ár frá því að konur fengu kosningarrétt á Íslandi. Niðurstaða þess hóps er að minnast kosningarréttarins með viðburðum hér í …

Meira..»

Nýtt nám hjá Símenntun

Símenntunarmiðstöð Vesturlands kynnir nýtt nám sem byrjar í september fyrir þá sem vilja afla sér réttinda í mannvirkja og málmtæknigreinum. Námið er fjármagnað af verkefninu Menntun núna! en verkefnið gengur út á að hækka menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Tildrög námsins Námið er bein afleiðing ábendinga sem miðstöðinni hefur borist frá einstaklingum, …

Meira..»

Af persónulegum ástæðum

Í ár eru liðin 100 ár frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Það væri skrýtið að kyn í dag réði því hvort viðkomandi fengi að kjósa hvort sem væri til Alþingis eða sveitarstjórna. Okkur þykir það fjarstæðukennd hugsun að svo hafi það verið, fyrir aðeins 100 árum. Réttindi, …

Meira..»

Minnisblað um sölu Hafnargötu 7

  Bæjarfulltrúar L-listans óskuðu eftir því við fyrirtækið Landslög að vinna minnisblað um starfshætti bæjarstjórnar Stykkishólms við sölu á fasteigninni Hafnargötu 7 í Stykkishólmi. Niðurstaðan liggur fyrir og verður minnisblaðið til aflestrar á síðu Stykkishólms-Póstsins. Hæstaréttarlögmaðurinn Áslaug Árnadóttir hafði umsjón með vinnunni. Í minnisblaðinu kemur fram að um margt voru …

Meira..»

Kærar þakkir frá Björgunarsveitinni Berserkjum

Við í björgunarsveitinni viljum koma á framfæri þökkum fyrir þá aðstoð sem við fengum vegna kaffisölu sveitarinar á sjómannadeginum í ár. Það fyrirkomulag hefur verið í gegnum árin, að konur sjómanna hafa séð um að baka. Í seinni tíð hafa svo fleiri bæst í hópinn sem ekki eru tengdir sjómennsku …

Meira..»