Aðsent efni

Starfsárið hafið hjá leikfélaginu Grímni

Leikfélagið Grímnir hefur hafist handa við uppsetningu þessa leikárs. Leikferlið mun hefjast um miðjan mars en leikfélagið stóð fyrir opnum kynningar-fundi á sunnudaginn síðastliðinn. Við viljum koma því á framfæri að mæting á þann fund var ansi dræm og vaknaði upp sú spurning „hvort við ættum að starfrækja félagið áfram“. …

Meira..»

Hvað er að gerast í Setrinu?

Setrið er félagsmiðstöð fyrir eldri borgara hér í Stykkishólmi, þar fer fram ýmis afþreying t.d. handavinna og félagsvist, sem er alltaf á sunnudögum. Mig langar að biðla til þín kæri lesandi, hafir þú áhuga á að spila félagsvist, þá ert þú velkomin í Setrið kl. 15.30 á sunnudögum. Þú þarft …

Meira..»

Setjið ykkur í viðbragðsstöðu.

Það nálgast hið stórkostlega KÚTMAGAKVÖLD Lionsklúbbs Grundarfjarðar. Mikilfengleg matarveisla og stórkostleg skemmtun í Fjölbrautarskóla Snæfellinga laugardaginn 7. mars n.k. Sem fyrr verða á hlaðborði Kútmagakvöldsins hinn landsfrægi kútmagi, sjávarréttasúpa, gota og lifur elduð eftir kúnstarinnar reglum, þjóðlegur plokkfiskur, ljúffengar gellur, koli og hin margrómaða hausastappa sem hefur verið á allra …

Meira..»

Sátt við hverja?

Nýjasta útspil sjávarútvegsráðherra, að hann treysti sér ekki til að leggja fram nýtt fiskveiðstjórnunarfrumvarp sökum ósamkomulags á milli stjórnarflokkanna, hefur vakið mikla athygli þjóðarinnar og kristallast þar sá mikli ágreiningur sem ríkir um eignarhald og ráðstöfunarrétt á þessari sameiginlegu sjávarauðlind landsmanna. Þegar byrjað er að ræða um kvótakerfið svokallaða lokast …

Meira..»

Fréttir úr tónlistarskólanum

Nýlega kom út nýtt fréttabréf frá tónlistarskólanum þar sem fram kemur það sem hæst ber nú um þessar mundir. Hægt er að lesa fréttabréfið á heimasíðu skólans www.stykkisholmur.is/ tonlistarskolinn. Það sem efst er á baugi á næstunni eru hinir svokölluðu Tón- Vest tónleikar sem haldnir verða laugardaginn 28. febrúar í …

Meira..»

Hebbarnir

Í haust þegar Hebbarnir byrjuðu að hittast eftir sumarleyfi var ákveðið að kjósa um það hvaða saga skyldi verða lesin í vetur. Kosið var á milli nokkurra sagna og þá þeirra sem eru á fjölunum í stóru leikhúsunum. Hlutskörpust varð saga Kristínar Mörju Baldursdóttur Karitas án titils. Ætlunin var svo …

Meira..»

Hús til sölu: Lágholt 3

Lágholt 3 209 fm. steinsteypt einbýlishús byggt árið 1956 ásamt ca 20 fm. sólstofu og 39,1 fm. steinsteyptum bílskúr byggðum árið 1974. Neðri hæð skiptist í samliggjandi forstofu og hol, baðherbergi, eldhús, þvottahús, eitt svefnherbergi, stofu og sólstofu. Efri hæð sem skiptist í rúmgott hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. …

Meira..»

Sáttmáli starfsfólks GSS

Á fyrsta starfsdegi þessa árs vann starfsfólk skólans að sáttmála í anda uppbyggingarstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar. Vinnan var unnin í hópum og varð útkoman þessi: Sáttmáli starfsfólks Við sýnum hvert öðru virðingu og hjálpsemi. Við komum hreint fram og sýnum umburðarlyndi. Við tölum vel um skólann og samstarfsfólk. Við göngum …

Meira..»

Íslandsmeistari í kúluvarpi

Birta Sigþórsdóttir úr Stykkishólmi gerði sér lítið fyrir og sigraði kúluvarp 12 ára stúlkna (2 kg kúla) á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára sem fram fór í Laugardalshöll 14. – 15. febrúar sl. Birta keppti fyrir hönd HSH og kastaði lengst 10,67 m. Hún bætti sig um rúman …

Meira..»