Aðsent efni

Þorpin okkar

Það eiga margir rætur sínar að rekja til sjávarþorpanna vítt og breitt um landið, þorpanna sem kúra undir fjallshlíðum eða eru við víkur og voga. Þau hafa orðið til og byggst upp vegna hagstæðrar legu sinnar við sjó og góðs aðgengis að gjöfulum fiskimiðum og í framhaldinu hefur byggst upp …

Meira..»

Arionbanki og KPMG veita styrki til nýsköpunar í Borgarfirði

Fjögur nýsköpunarverkefni sem tekið hafa þátt í starfi frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Hugheimar, fengu afhenda styrki frá Arion banka og KPMG upp á samtals tvær milljónir króna. Arion banki veitti fjárstyrki að fjárhæð einni milljón og KPMG styrkti verkefnin um eina milljón í formi sérfræðiráðgjafar. Hugheimar eru samstarfsverkefni fjölmargra aðila en …

Meira..»

Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum?

Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna. Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, …

Meira..»

Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi auglýsir

Vegna skyndilegra forfalla vantar starfsmann tímabundið í ræstingar sem allra fyrst. Starfshlutfall 55%. Vinnutími getur verið sveigjanlegur Einnig vantar starfsfólk í afleysingar við aðhlynningu og ýmis störf í eldhúsi. Unnið er á þrískiptum vöktum og aðra hvora helgi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði og getur hentað skólafólki. Allar nánari upplýsingar á staðnum …

Meira..»

Starf á sjúkradeild HVE í Stykkishólmi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi óskar eftir almennum starfsmanni til að vinna á næturvöktum frá 1. febrúar 2015. Um er að ræða 60% starf sem felst í umönnun og almennum störfum á sjúkradeildinni. Unnið er aðra hverja helgi. Hæfniskröfur Góð íslenskukunnátta Jákvæðni og góð samskiptahæfni Snyrtimennska og stundvísi Umsóknarfrestur er til …

Meira..»

Rækjusalat með sinnepssósu

Hér kemur sáraeinfaldur, fyrirhafnarlítill og litríkur réttur. Ég hef haft þetta sem forrétt, saumaklúbbsrétt og svo er þetta alveg upplagt á heitum sumardegi. 500 gr stórar rækjur 10 kirsuberjatómatar 1 /2 gúrka (kjarnhreinsuð) 1 rauð papríka 1 – 2 perur 1/2 melóna  blá vínber Ávextir og grænmeti skorið í bita …

Meira..»

Anna Ólafía Kristjánsdóttir

Ástkær móðir mín, tengdamóðir,amma og langamma, Anna Ólafía Kristjánsdóttir, Skólastíg 14, Stykkishólmi lést laugardaginn 10. janúar á St. Franciskus spítalanum í Stykkishólmi. Jarðaförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Jóhanna Bjarnadóttir, Ellert Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

Meira..»

Fjármunir til menningarstarfs

Síðustu áramót runnu út þrír samningar sem hafa verið í gildi milli ríkisins og landshlutasamtaka Sveitarfélaga. Menningarsamningur, vaxtarsamningur og Sóknaráætlun landshlutanna. Undanfarið ár hafa samningarviðræður verið í gangi milli ríkisins og landshlutasamtaka sveitarfélaga um gerð eins sameiginlegs samnings til 5 ára þar sem ofangreindir þrír samningar eru allir settir undir …

Meira..»

Veiðimenn framtíðarinnar

Á hverju ári býður Grunnskólinn í Stykkishólmi 8. – 10 bekk skólans upp á margvíslega valáfanga. Var þannig áfangi í ljósmyndun, skák og fleiru fyrir áramót og svo hófust nýjir nú eftir áramót. Einn af þeim áföngum sem hleypt var af stokkunum nú eftir áramótin, í fyrsta sinn í sögu …

Meira..»