Miðvikudagur , 26. september 2018

Aðsent efni

Laus störf við St. Franciskusspítala, HVE

Störf við St. Franciskusspítala, HVE Stykkishólmi Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir eftir almennum starfsmönnum. Um er að ræða störf í býtibúri og ræstingum annarsvegar og störf í eldhúsi hinsvegar. Hæfniskröfur • Jákvæðni og góð samskipthæfni • Góðir skipulagshæfileikar • Snyrtimenska og stundvísi. Varðandi starf í býtibúri/ ræsting: Umsóknarfrestur er til 15 .sept …

Meira..»

Af bæjarmálum

Þá er haustið handan við hornið og allt að færast í fastar skorður eftir sumarleyfi. Skipulags- og byggingarnefnd, Húsnæðisnefnd og stjórn Dvalarheimilisins hafa fundað það sem af er sumri en aðrar nefndir bæjarins eru að boða til sinna fyrstu funda á þessu kjörtímabili. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa afgreitt fjölda mála …

Meira..»

Háskólalestin brunar á Snæfellsnes

Háskólalest Háskóla Íslands leggur brátt af stað á Snæfellsnes með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Lestin á tuttugu ferðir að baki og hefur farið víða um land við miklar vinsældir. Í ferðum Háskólalestarinnar er lögð er áhersla á lifandi og litríka dagskrá fyrir alla fjölskylduna og eru allir viðburðir ókeypis. …

Meira..»

Ragnhildur Sigurðardóttir verður framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness

Framkvæmdastjórn Svæðisgarðsins Snæfellsness hefur ákveðið að ráða Ragnhildi Sigurðardóttur, umhverfisfræðing, framkvæmdastjóra hins nýstofnaða Svæðisgarðs. Alls bárust 23 umsóknir um starfið. Ragnhildur býr á Álftavatni í Staðarsveit, Snæfellsbæ, með eiginmanni og þremur börnum þar sem þau starfrækja sauðfjárbú. Hún er umhverfisfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Noregs og hefur sl. 14 ár gegnt starfi …

Meira..»

Alvöru sjóarasaga í Frystiklefann

Í sumar hefur hver stórviðburðurinn tekið við á fætur öðrum í Frystiklefanum. Í síðustu viku kom dansverkið Dansaðu fyrir mig í heimsókn og fyllti húsið, en á komandi vikum verður meira um nýja leiklist og skemmtilega tónleika. Næstkomandi föstudag, 22. ágúst, verður sjóarastemmning í húsinu. Arnar Dan Kristjánsson sem er …

Meira..»

Vinnustofan í Ásbyrgi 2 ára

Þann 27. ágúst næstkomandi eru 2 ár síðan vinnustofan í Ásbyrgi tók til starfa. Þessi starfsemi er dagþjónusta fyrir fullorðið fólk með skerta starfsgetu. Starfsemin er rekin af Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Markmiðið með starfseminni er að aðstoða fólk með skerta starfsgetu við að komast í vinnu á almennan vinnumarkað …

Meira..»

Hvað hefur Stykkishólmur upp úr ferðamennsku?

Straumur erlendra og innlendra ferðamanna til Stykkishólms hefur aldrei verið meiri. Öll hótel og gistiheimili virðast yfirfull og bókuð allt sumar og fram á haust.  Veitingahús eru einnig full og margir á tjaldsvæðinu.  Þennan áhuga fólks ættu Hólmarar tvímælalaust að geta nýtt sér með þeim hætti að úr verði arðbær …

Meira..»

Skipstjóri óskast

Leitað er að skipstjóra á skipið Blíðu SH 277, Skipaskrárnúmer 1178. Skipið hefur skráða lengd 20,63 metrar og verður gert út til Beitukóngsveiða frá Stykkishólmi frá september og fram í janúar. Um framtíðarstarf getur verið um að ræða þar sem beitukóngur verður veiddur á tímabilinu frá byrjun júní fram í …

Meira..»

Nýtt skólaár í Tónlistarskólanum

Nú styttist í að nýtt skólaár hefjist hjá okkur í Tónlistarskóla Stykkishólms. Verður það að sumu leiti hefðbundið en alltaf má búast við einhverju nýju og spennandi. Kennarar verða þeir sömu og í fyrra og stefnir í að skólinn verði fullsetinn og jafnvel einhver biðlisti á einstaka hljóðfæri. Í haust …

Meira..»

Tjón við Baldursbryggju

Sunnudaginn 10. ágúst s.l. var bakkað á bílinn hennar Dagnýjar (blár Skoda station) þar sem honum var lagt á bílastæðin á Baldursbryggjunni. Atvikið átti sér stað á milli kl. 18 og 21:30 (ótengt umferðinni í Baldur). Sá sem bakkaði á bílinn var á pallbíl líklega af gerðinni Volkswagen transporter eða …

Meira..»