Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Aðsent efni

Ráðalaus Ríkisstjórn!

Allt virðist ætla að verða þessari ríkisstjórn að ógæfu. Það er eins og að hún sé ekkert í tengslum við almenning í landinu og ákvarðanatökur hennar lýsa skilngsleysi og skeytingarleysi um kjör þess hluta þjóðarinnar sem þarf að hafa sig allan við til að ná endum saman. Auðveldara reynist henni …

Meira..»

Tónleikar í Vatnasafni

Tónlistarmennirnir Felix Bergsson og Hlynur Ben munu halda tónleika í Vatnasafninu í Stykkishólmi undir yfirskriftinni Gott kvöld.  Báðir eru þeir með nýja plötu í farteskinu og í sameiningu munu þeir flytja lög af þeim í bland við eldra sólóefni. Þetta er í fyrsta skipti sem Felix og Hlynur leiða saman …

Meira..»

10 ára

Þann 23. september árið 2003 sátu tvær 22. ára gamlar stúlkur og ræddu framtíðina og búsetu þeirra í Stykkishólmi. Okkur þótti við hafa nokkurn vegin allt sem við þyrftum hér, nema líkamsræktarstöð. Báðar höfðum við verið duglegar að nýta okkur lyftingarsalinn í kjallaranum á íþróttahúsinu en þau tæki sem þar …

Meira..»

Ferjufréttir

Eins og mál horfa í dag verður Baldur (núverandi) kominn í áætlun sunnudaginn 28. September. Því miður tókst ekki að koma nýja skipinu í áætlun áður, vegna tafa sem eru kunnar. Vegna hins óljósa ástands sem hefur verið undanfarið, urðu forráðarmenn Sæferða að ýta málunum á undan sér án þess …

Meira..»

Lestu þér til gagns?

Ert þú einn af þeim sem getur lesið þér til gagns og nýtur þess jafnvel að lesa góðar bækur? Þá ert þú vel sett/ur og þér flestir vegir færir. Í síðustu viku fórum við nokkrir kennarar úr Grunnskólanum á fund í Grundarfirði þar sem Illugi Gunnarson menntamálaráðherra flutti mjög svo …

Meira..»

Fleiri fullorðnir í lúðró?

Lúðrasveitirnar okkar eru nú komnar á fulla ferð. Framundan er frekar hefðbundið vetrarstarf, en með fullt af skemmtilegri tónlist. Eldri sveitin, Stóra Lúðró, er full skipuð (öll hljóðfærin eru til staðar), en það væri gaman að fá fleiri með – jafnvel foreldra sem kunna á hljóðfæri eða eldri hljóðfæraleikara sem …

Meira..»

Opið hús hjá Rannsóknasetrinu Stykkishólmi

Við hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi munum standa fyrir opnu húsi fimmtudaginn 2. október, á Ráðhúsloftinu Hafnargötu 3 kl 19:00. Starfsemi okkar seinustu ára verður kynnt sem og hugmyndir um framtíðarrannsóknir. Rannóknasetrið var stofnað árið 2006 og frá upphafi hefur æðarfugl verið okkar helsta rannsóknarefni en samhliða því höfum …

Meira..»

Ágæta stuðningsfólk Snæfells

Þá fer næsta keppnistímabil að hefjast og í raun hafið því liðin okkar bæði eru þátttakendur í Lengju-bikarkeppni KKÍ.  Við erum búin að vera mjög dugleg í ýmsum fjáröflunum í sumar til að fjármagna okkar starf og ber þar helst að nefna. Þvo og bóna bíla Þrífa hús að innan …

Meira..»

Fyrirlestur um Bárðarbungu og Holuhraun í Eldfjallasafni

Næstkomandi laugardag, 20. september 2014, mun Haraldur Sigurðsson flytja myndskreytt erindi í Eldfjallasafni í Stykkishólmi um Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni. Erindið hefst kl. 14. Aðgangur er ókeypis. Haraldur hefur dvalið við gosstöðvarnar og fylgst náið með allri þróun í Bárðarbungu og Holuhrauni.

Meira..»

Hvað á nú að nota undir ruslið?

Ein algengasta spurningin sem kemur upp í tengslum við verkefnið um burðarplastpokalausan Stykkishólm er hvað eigi þá að nota sem ruslapoka? Ef taupokar eru notaðir í stað burðarplastpoka í verslunum, verður maður þá ekki að kaupa plastpoka til að nota undir ruslið? Erum við þá einhverju bættari? Svarið við þessu …

Meira..»