Aðsent efni

L – listinn 2014 – 2018

L – listinn hélt forvalskosningar laugardaginn 23. febrúar í Freyjulundi. Bæjarbúar gátu valið milli tuttugu einstaklinga. Þátttaka í forvalinu var með ágætum en alls kusu 122. Þegar kjörstjórn hafði talið atkvæði og tekið tillit til reglna framboðsins lá listinn fyrir lítið breyttur miðað við útkomu kosninganna. Listinn var samþykktur á …

Meira..»

Silfurstúlkurnar deildarmeistarar

Ágætu stuðningsmenn og styrktaraðilar Snæfells Ég undirritaður, formaður kkd Snæfells, þakka ykkur mikinn stuðning og um leið ótrúlega stemningu á úrslitaleik í bikarkeppni KKÍ sl. laugardag, hvort sem þið náðuð að vera með okkur í Höllinni eða sátuð í stofunni heima. Því miður náðum við ekki að spila okkar besta …

Meira..»

Ferðaskrifstofa í næsta nágrenni

Ferðaskrifstofan Þemaferðir er ung ferðaskrifstofa sem staðsett er á landsbyggðinni eða á Bakka í Bjarnarfirði á Ströndum og í Grundarfirði. Og þó að skrifstofan sé ung að árum aðeins á sjötta ári hafa eigendur hennar og starfsfólk áratuga reynslu í ferðamálum, bæði innanlands sem og í nokkrum löndum erlendis. Ferðir …

Meira..»

Gef kost á mér í fyrsta sæti.

Ágætu Hólmarar. Nú er kjörtímabilinu 2010 – 2014 að ljúka þó mér finnst ansi stutt síðan síðast var kosið.  Ég hef nú í bráðum átta ár leitt lista félagshyggjufólks sem býður fram undir bókstafnum L. Fyrri fjögur árin vorum við í minnihluta en frá 2010 hefur L – listinn verið …

Meira..»

Nýr í bænum

Haustið 2013 ákváðum við ég og kona mín, Þórný Alda Baldursdóttir  með börn okkar tvö, að flytja í Stykkishólm. Við hjónin festum kaup á gamla sýslumannshúsinu við Aðalgötu 7 og ætlum að koma okkur þar vel fyrir.  Það var ýmislegt sem togaði í okkur hingað. Fyrir utan hversu aðlagandi bærinn …

Meira..»

Lúðrasveit Stykkishólms 70 ára

Í tilefni 70 ára afmæli Lúðrasveitar Stykkishólms stefnir lúðrasveitin á að safna efni fyrir væntanlega útgáfu vegna afmælis lúðrasveitarinnar. Leitum við því til ykkar núverandi/fyrrverandi meðlima sveitarinnar og bæjarbúa almennt um frásagnir og ljósmyndir af starfi sveitarinnar síðastliðin 70 ár. Hægt er að senda efni á netfangið ludro@stykkisholmur.is eða er …

Meira..»

Danskir dagar 2014

Kæru bæjarbúar. Það er skoðun okkar í stjórn Eflingar Stykkishólms að í heildina séu bæjarbúar frekar á því að áfram verði haldið með bæjar- og fjölskylduhátíðina okkar Danska Daga hér í Stykkishólmi, enda er hún búin að ávinna sér fastan sess í þjóðfélaginu. Það er töluvert mikið verk að halda …

Meira..»

Nýtum blaðið

Senn fer að líða að sveitarstjórnarkosningum. Á fjögurra ára fresti einkennist vorið af baráttu tveggja fylkinga. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Er allt bara svart og hvítt? Ósýnileg lína skiptir vinum, fjölskyldum og samstarfsmönnum í tvennt og allar ástæður hegðunar fólks eru útskýrðar með tilliti til þess hvoru megin þau standa …

Meira..»

Vitbrigði Vesturlands

Nýstofnuð samtök ungs fólks í skapandi greinum á Vesturlandi, Vitbrigði Vesturlands, stofna til Kaffistopps í Landnámssetri Íslands í Borgarnesi þann 15. febrúar klukkan 14:00 og í Stykkishólmi þann 1. mars í Leir 7 klukkan 14:00. Heitt verður á könnunni. Vitbrigði Vesturlands voru stofnuð til að koma á tengslum listafólks og hönnuða …

Meira..»

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum haldið í Grundarfirði

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verður haldið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði miðvikudaginn 19. febrúar 2014, kl. 13:30 – 16:30. Fyrirlestrar og umræður verða um einkenni þolenda kynferðisbrots, skaðlega kynhegðun barna og klám, rannsóknir kynferðisbrota og annarra brota gegn börnum, réttindi barna og fræðsluefni fyrir …

Meira..»