Aðsent efni

Fundarboð

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 12-17 í Edduveröld, Borgarnesi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðbjartur Hannesson flytur erindi og tekur þátt í umræðum. Ef félagsmenn hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, eða til annarra embætta sem kosið verður um, eða …

Meira..»

Karlakór Reykjavíkur

Kæru Hólmarar! Karlakór Reykjavíkur verður með æfingabúðir á Hótel Stykkishólmi n. k. föstudag/laugardag. Opin æfing verður í Stykkishólmskirkju á laugardaginn kemur frá kl. 16.00-17.15. Allir Hólmarar og aðrir gestir eru velkomnir að fylgjast með æfingunni í kirkjunni. Hlökkum til að sjá ykkur! Aðgangur ókeypis. Karlakór Reykjavíkur

Meira..»

Töframaður ættaður úr Stykkishólmi

Nú eru framundan undanúrslit í sjónvarpsþættinum Ísland got talent. S.l. sunnudag var dómaraþáttur þar sem í ljós kom hvaða keppendur komust í 21 atriða undanúrslit. Fyrsta undanúrslitakvöldið verður haldið í beinni útsendingu sunnudagskvöl-dið 30.mars og verður ,,Hólmari” ættaður úr Lág-holtinu á meðal keppenda. Um er að ræða Jón Arnór Pétursson, …

Meira..»

Tónlistarviðburður í Stykkishólmi

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kelly Joe Phelps er væntanlegur hingað til lands í apríl nk. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kelly Joe treður upp sem sólólistamaður hér á landi og því er um einstakt tækifæri að ræða fyrir tónleikaþyrsta Íslendinga. Kelly Joe Phelps þykir einn merkasti kassagítarleikari sem uppi hefur verið …

Meira..»

Skákmót Árnamessu í 5. sinn

Skákmót Árnamessu verður haldið í Stykkishólmi í 5. skipti laugardaginn 29. mars. Mótið er ætlað öllum grunnskólabörnum á landinu og hafa allir bestu og áhugasömustu skákkrakkar landsins fjölmennt með rútu á fyrri mótin og notið gestrisni Hólmara og þess að tefla á skemmtilegu skákmóti. Áhugasömum grunnskólakrökkum á Snæfellsnesi, og nú …

Meira..»

Stórmeistari í Stykkishólm

Yngsti stórmeistarinn og stigahæstu skákmenn landsins 20 ára og yngri tefla á Boðsmóti Árnamessu Hólmurum og öllum Snæfellingum býðst að fylgjast með íslenskum skákviðburði helgina 29. – 30. mars. Þá verður efnt til Boðsmóts Árnamessu með þátttöku yngsta og efnilegasta stórmeistara Íslands í skák, Hjörvari Steini Grétarssyni, 20 ára landsliðsmanni …

Meira..»

H Listi framfarasinnaðra Hólmara

Nýtt framboð hefur litið dagsins ljós í Stykkishólmi og með því er brotið blað í kosningarsögu Stykkishólms. Listinn hefur óskað eftir að kenna sig við listabókstafinn H og er skipaður framfarasinnuðum Hólmurum. Þegar mér var boðið að leiða listann, var mín fyrsta hugsun hvort þetta væri eitthvað sem ég treysti …

Meira..»

Aldarminning Árna Helgasonar

Föstudaginn 14. mars nk. eru 100 ár liðin frá fæðingu föður okkar Árna Helgasonar. Af því tilefni ætlum við systkinin að bjóða til kaffisamsætis og dagskrár í Félagsheimili Stykkishólms sunnudaginn 16. mars kl. 14.30. Þau Róbert Jörgensen og Sesselja Pálsdóttir munu í stuttu máli segja frá kynnum sínum af pabba. …

Meira..»

,,Einhvers staðar verður að byrja”

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars síðastliðinn, fannst mér ekki annað hægt en að vekja athygli á misrétti kvenna og karla í körfuboltaheiminum á Íslandi í dag. Til eru endalaus dæmi. Ég ætla einungis að nefna örfá en ég veit varla hvar ég á að byrja. Þegar …

Meira..»

Stærsti körfuboltaviðburður ársins!

Síðastliðna helgi 1.-2. mars var hið vinsæla Nettómót haldið í Reykjanesbæ en óhætt er að segja að það sé nú orðið stærsti körfuboltaviðburður ársins. Til leiks mættu yfir 1.255 krakkar, drengir og stúlkur á aldrinum 5 til 11 ára. Keppnisliðin reyndust vera 206 og leiknir voru 488 leikir á 31. …

Meira..»