Aðsent efni

Litið um öxl og lofsamað

Horft fram á við og vegsamað. Það er árið 2007. Ég er mætt. 24 ára gömul með skeggjaðan mann upp arminn sem ég kynntist þarna um vorið. Gott grín. Flytjum bara eitthvert saman. Að þekkja engan er ákveðin rómantík og tilhugsunin um að þurfa að kynnast öllum er dásamlega krefjandi. …

Meira..»

Félagshyggjufólk fundar

Samtök félagshyggjufólks eru starfandi samtök í Stykkishólmi sem standa að framboðslista L-listans. Listinn hefur starfað í núverandi mynd í 8 ár og hefur verið í meirihluta bæjarstjórnar frá 2010. Fólkið sem stendur að listanum er bæði flokksbundið og óflokksbundið. Hópurinn á það sammerkt að hafa áhuga á nærumhverfinu og starfa …

Meira..»

Byggðastefna í skötulíki

Stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram á Alþingi í vikunni. Þar eru mörg góð markmið kynnt til sögunnar og sambærileg stefnuplögg hafa verið lögð fram á þingi í gegnum tíðina. Ef öll þau góðu áform sem kynnt hafa verið af hálfu stjórnvalda í gegnum tíðina hefðu orðið að veruleika hefðum við …

Meira..»

Syngjandi konur á Vesturlandi

Enn á ný er blásið til söngbúða með Kristjönu Stefánsdóttur, djasssöngkonu, þar sem öllum syngjandi konum á Vesturlandi er velkomið að taka þátt. Söngbúðirnar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 1.-2. mars 2014. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu Stefánsdóttur. Zsuzsanna Budai mun vera hennar hægri hönd …

Meira..»

Lestrarátak Grunnskólans

Í þessari viku hófst annað lestrarátak þessa skólaárs í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Það mun standa yfir í tvær vikur. Það verður með svipuðu sniði og síðast þar sem hver dagur hefst með 20 mínútna yndislestri. Lesin verður framhaldssagan Amma glæpon eftir David Walliams í nestistíma eldri nemenda. Að venju er …

Meira..»

Síldin auðgar fuglalíf við Snæfellsnes

Þúsundir súlna og máfa, 32 ernir og 162 sjávarspendýr sáust í talningum Gríðarmikið fuglalíf er nú við norðanvert Snæfellsnes eins og undanfarna vetur. Þótt síldargöngur á svæðinu séu minni en í fyrravetur, draga þær samt að sér tugþúsundir fugla og fjölmörg sjávarspendýr, sem bjóða upp á tilkomumikla sýningu dag hvern. …

Meira..»

Grænmetissúpa í ársbyrjun

Heil og sæl. Ég þakka minni kæru frænku fyrir áskorunina. Eftir allt átið yfir hátíðina eru eflaust margir farnir að huga að heilsunni. Því ákvað ég að gefa ykkur uppskrift að afar gómsætri súpu. Og svo ég sé nú alveg heiðarleg, þá fékk ég Þessa uppskrift inná Himneskt.is, þar er …

Meira..»

Minningarsjóður systranna frá Hálsi

Stofnaður hefur verið Minningarsjóður systranna Guðfinnu og Sigurbjargar frá Hálsi. Sigurbjörg Sigurðardóttir lést 14. maí 2012 en hún sat í óskiptu búi þeirra systra. Skv. erfðaskrá þeirra skiptust eigur þeirra jafnt á milli St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi og Krabbameinsfélags Íslands. Að beiðni Sýslumannsins í Stykkishólmi var búið tekið til opinberra …

Meira..»