Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Aðsent efni

Vísnagátan

Gáta vikunnar: Bærinn ýmsum gagn fær gert. Gripur vænn í haga. Fær það Hildur framanvert. Frúr á hempu staga. (höf:Sveinbjörn Beinteinsson) Ég skora á samstarfskonu mína, Sigrúnu Valtýsdóttur að koma með næstu vísu. Kveðja, Erla Gísladóttir

Meira..»

Júlíana – hátíð sögu og bóka í annað sinn

Undirbúningur að bókahátíðinni Júlíönu stendur sem hæst. Hátíðin er nú haldin í annað sinn, þema hátíðirinnar eru glæpir og misgjörðir í sögnum og bókum. Dagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt og meðal annars verður staðið fyrir smásagnasamkeppni. Þátttakendur eru hvattir til að tengja sögur sínar við þema hátíðarinnar. Þátttaka er öllum opin …

Meira..»

Dear darling, please excuse my walking.

Kæru íbúar Stykkishólms, þegar færðin á gangstígum bæjarins er eins og hún hefur verið undanfarið, mun ég fara ferða minna með barnavagninn á götum bæjarins. Ég vona að allur pirringur sem myndast þegar ég tef fyrir akandi umferð, beinist þangað sem hann á heima. E.s. í svona Earthcheck- og græn/bláfánabæ …

Meira..»

Þakkir

Kæru vinir, ættingjar og bæjarbúar allir. Við í fjölskyldu Hafsteins heitins Sigurðssonar langar að þakka ykkur stuðninginn og hjálpina á árinu sem er að líða. Þegar mikið bjátar á kemur einmitt í ljós hve gott er að eiga heima í Stykkishólmi. Minningartónleikarnir 17. nóvember sl. tókust með eindæmum vel, allir …

Meira..»

Stöndum vörð um þjónustu í okkar heimabæ!

Efling Stykkishólms er enn á ný að minna á gjafakortin sem hafa verið vinsælar jóla- og tækifærisgjafir síðan farið var að gefa þau út í desember 2008. Tilgangurinn með útgáfu gjafakortanna var og er að efla þjónustu og verslun hér í okkar heimabæ. Í dag er búið að innleysa alls …

Meira..»

Orgelið okkar

Þær gleðifréttir getum við fært á aðventu að nú í þessari viku verður lokið við síðustu greiðslu á nýja orgelinu í kirkjunni, sem er ánægjulegt eftir allar hremmingar vegna efnahagshruns okkar Íslendinga. Við viljum enn og aftur þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við söfnun, og þeim fjölmörgu …

Meira..»

Söfnun skilaði tæplega 700.000 kr.

Kæru bæjarbúar og vinir. Í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins, þökkuðum við innilega viðtökurnar við söfnurnarátaki fyrir Róbota fyrir Landspítalann, sem Þorbergur vísaði á í tilefni afmæli síns. Það er ekki ofsögum sagt að gleði okkar er mikil nú þegar við upplýsum stöðu söfnunarreikningsins eins og hann er í dag. Svo sannarlega …

Meira..»

Að grýta jólasveina

Þegar jólasveinarnir gengu inn í Hólmgarðinn á fimmtudaginn var, tóku ekki börn full tilhlökkunar á móti þeim, heldur skæðadrífa af snjóboltum. Já, nokkur börn í Stykkishólmi grýttu fyrstu jólasveinana sem komu í bæinn í ár. Hvað er það? Yfirgengilegur dónaskapur? Uppeldisleysi? Agaleysi? Algert virðingarleysi? Hvað gerðu foreldrarnir? Ekki neitt. Hvað …

Meira..»

Leikárið

Nú er leikárið að verða hálfnað og leikfélagið Grímnir að vakna til lífsins eftir árs svefn. Okkur hefur verið hugleikið allt fólkið sem lagt hefur félaginu lið síðastliðna áratugi.Við höfum þessu fólki til heiðurs staðið fyrir bíósýningum í haust og ætlum að halda því áfram, næsta bíósýning verður söngleikurinn „Grettir“ …

Meira..»