Aðsent efni

Snæfellingar og heilbrigðisþjónustan

Uppbygging heilbrigðisþjónustu sem og öldrunarþjónustu á Snæfellsnesi hefur verið til fyrirmyndar. Þar eru starfandi vel uppbyggðar heilsugæslustöðvar og dvalar og hjúkrunarheimili  í öllum þremur bæjunum og sjúkrahús í Stykkishólmi. Til skamms tíma voru starfandi sex læknar á Snæfellsnesi og rík hefð fyrir góðri heilbrigðisþjónustu, en á því hefur orðið mikil …

Meira..»

Á bjöllu Lionskallinn liggur…

Hvað gera Lionsmenn? “Það eru kallar sem ganga í hús og selja blóm”, er svarið sem liggur í augum uppi. Starfsemi Lionsklúbbsins fer í fullan gang á haustin með reglulegum lionsfundum og fjölbreyttum verkefnum. Þannig hefur það verið frá árinu 1967 þegar klúbburinn var stofnaður og alla tíð hefur Lionsklúbbur …

Meira..»

Skipulagsmál

Þegar amma mín á Víkurgötunni var enn á dögum, átti hún rúmteppi eitt mikið, sem gert var með þeim hætti, að litlir „leppar“ ca. 12 x12 sm, voru heklaðir úr garn afgöngum og lepparnir síðan saumaðar saman á köntunum þannig að úr varð ábreiða. Slík teppi, sem heita víst „leppa …

Meira..»

Vísnagátan

Áður áttu konur þarfa flík sem þær báru milli klæða nöfnin voru oft bæjum lík sem þóttu ekki marga fæða Hvert er nafn flíkurinnar? Höf:Gunnlaugur Valdimarsson

Meira..»

Reitarvegur – hinn nýji

Í framhaldi á umræðu um skipulagsmál á Reitarvegi fannst okkur nokkrum íbúum í Lágholti og Silfurgötu ekki koma nægilega vel fram hverjir aðrir möguleikar svæðisins væru og hver framtíðarsýn svæðisins ætti að vera. Því tókum við okkur saman og teiknuðum upp okkar hugmynd af svæðinu. Það er okkar álit að …

Meira..»

Himnesk eplakaka

Mig langar til að þakka Þórey vinkonu fyrir áskorunina en það er ekki á hverjum degi sem leitað er til mín vegna kökuuppskriftar og hvað þá af Þórey kökugerðarsnillingi! en ég luma á einni hrikalega góðri köku og ekki er verra að hún er í “hollari” kantinum, ef hægt er …

Meira..»

Rökkurdagar 6. – 14. nóvember í Grundarfirði

Nú er sá árstími að renna upp þar sem Grundfirðingar fagna Rökkurdögum. Að þessu sinni nær dagskráin frá 6. – 14. nóvember. Rökkurdagar í ár verða með nokkuð hefðbundnu móti en þó er töluvert um nýjungar í dagskránni. Í ár var sú ákvörðun tekin af hafa Rökkurdagana með frönsku þema, …

Meira..»

Að lestrarátaki loknu

Nú er lestrarátaki Grunnskólans í Stykkishólmi lokið og lauk því með uppskeruhátíð í skólanum síðastliðinn föstudag. Almennt sýnist okkur að mikil ánægja hafi ríkt með þetta átak, meðal nemenda jafnt sem starfsfólks. Við finnum fyrir því að áhugi nemenda á lestri hefur aukist mikið og almenn ánægja ríkti meðal þeirra …

Meira..»

Minningartónleikar um Hadda Sig.

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 15:00 verður efnt til minningartónleika um Hafstein Sigurðsson tónlistarmann og tónlistarkennara sem fæddur var 14. nóvember 1945, en hann lést 1. mars 2012. Tónleikunum, sem verða haldnir í samkomusal Hótels Stykkishólms, er ætlað að minna á þá fjölhæfni sem Haddi bjó yfir sem listamaður, bæði á …

Meira..»

Fullkomnar súkkulaðibitasmákökur

Ég verð að viðurkenna að ég hrökk nú aðeins við þegar hún Margrét frænka mín skoraði á mig í síðasta blaði því hún kallaði mig “brottfluttan Hólmara”, ég býst við að það sé rétt hjá henni, en Hólmurinn er alltaf “heima” fyrir mér og mér þykir vænt um að fá …

Meira..»