Aðsent efni

Pascal Pinon með ókeypis tónleika í Grundarfjarðarkirkju

Hljómsveitin Pascal Pinon mun ferðast hringinn í kringum landið í sumar og halda tónleika í 5 kirkjum ásamt blásaratríói. Sunnudagskvöldið 30. júní ætla þær að vera með tónleika í Grundarfjarðarkirkju klukkan 20:00. Hljómsveitirnar munu fyrst koma fram í sitthvoru lagi og síðan saman. Leikin verða klassísk verk í bland við …

Meira..»

Hólmarinn heim

Nú er að verða komið ár síðan ég flutti aftur í Stykkishólm eftir 12 ára fjarveru. Á þeim tíma bauðst mér aðeins tjaldstæði og útiklósett þegar maður sótti bæinn heim þessi fáu skipti sem ég kom. Ég hef alltaf elskað þennan bæ ég hef hrósað og dásamað hann vegna fegurðar. …

Meira..»

Gestir hjá Royal Rangers

Helgina 21.- 23. júní verður hér Royal Ragners hópur frá Bandaríkjunum í heimsókn.  Um er að ræða tíu drengi og tvo fullorðna. Þá langar að hitta Royal Rangers krakkana hér og alla þá krakka sem áhuga hafa á að koma og vera með, foreldrar eru líka velkomnir.  Strákana langar að …

Meira..»

Aðalfundur Þróunarfélags Snæfellinga

Aðalfundur Þróunarfélags Snæfellinga var haldinn föstudaginn 7. júní s.l. á Hótel Hellissandi. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti formaður stjórnar Halldór Árnason skýrslu um verkefni félagsins.  Sérstakir gestir fundarins voru  Haukur Már Gestsson hagfræðingur Íslenska Sjávarklasans sem kynnti starfsemi Sjávarklasans,  Arnljótur Bjarki Bergsson stöðvarstjóri Matís á Sauðárkróki sem kynnti helstu verkefni Matís …

Meira..»

Aðgangseyrir á söfn og „heimamenn“

Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla hefur opnað dyr sínar fyrir sumarið og fengið úrvals sumarfólk til starfa. Dagskráin er aðgengileg á heimasíðunni www.norskahusid.is eða á fasbókinni www.facebook.com/NORSKAhusid.BSH. Aðgangseyrir er kr. 800 í húsið bæði á fastasýningar safnsins (á 2. hæð og í risi) og breytilegar sýningar á 1. …

Meira..»

Tækifærin eru á Snæfellsnesi 

Íbúar fárra landshluta á Íslandi eru betur í sveit settir en íbúar á Snæfellsnesi. Þar er byggðin í mikilli nálægt við gjöful fiskimið, góð tenging samgönguæða er við stærsta markaðssvæði landsins, einstök náttúrufegurð með Eldborg, Löngufjörur, Ljósufjöll, Breiðafjarðareyjar, Kirkjufell, Búðahraun, Þjóðgarðinn og Snæfellsjökul sem laðar að ferðamenn og  þjónustan við …

Meira..»

Þín þátttaka skiptir máli

Menntun Vestlendinga hefur aukist þegar bornar eru saman íbúakannanir Vesturlands árin 2007 og 2010. Íbúum sem hafa eingöngu grunnskólapróf fækkaði á milli áranna. Hlutfallslega fækkaði þeim um 40% á Akranesi og í Hvalfirði, um 32% í Borgarfirði, 33% á Snæfellsnesi og 16% í Dölunum. Athygli vekur að fækkunin  er mest …

Meira..»

Árný kemur færandi hendi

Árný Guðmundsdóttir hefur lengi séð um flöskusjóðinn á Dvalarheimilinu, en hún hefur séð um að safna saman og gera skil á honum. Margir bæjarbúar vita af þessu góða starfi Árnýjar og hafa skilið eftir dósapoka á tröppunum heima hjá henni.

Meira..»