Aflafréttir

Strandveiði að hefjast

Aukning verður á veiðiheimildum á svæðum A og B fyrir strandveiðibáta á strandveiðitímabilinu sem hófst 2. maí og stendur til 31. ágúst 2016. Annað verður óbreytt frá fyrri árum. Svæði A) nær frá A. Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, svæði B) nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, svæði C) nær frá …

Meira..»

Aflafréttir

Áfram er góð línuveiði hjá SH bátunum og stóru skipin eru að landa á Norðurlandinu sem þýðir að trukkarnir frá Ragnari og Ásgeiri í Grundarfirði eru á fullu að aka fiskinum frá t.d Siglufirði, Dalvík og Skagaströnd til Snæfellsness. Tjaldur SH hefur landað 374 tonnum í 5 róðrum, Þórsnes SH …

Meira..»

Grásleppuvertíð lokið

Grásleppuvertíð er nú lokið. Í Stykkishólmi var landað 650.588 kg af grásleppu. Áætlað verðmæti aflans er um 130 milljónir króna og af því koma um 2,1 milljónir í tekjur í hafnarsjóð Stykkishólmshafnar. Makrílnum sem nú er verið að veiða úti fyrir Snæfellsnesi er mestmegnis landað í Ólafsvík og á Rifi …

Meira..»

Sérstök úthlutun til skel- og rækjubáta

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð vegna sérstakrar úthlutunar til skel- og rækjubáta. „Þar sem takmarkaðar innfjarðarækjuveiðar voru stundaðar í Arnarfirði og engar innfjarða­rækjuveiðar voru stundaðar á Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda, Öxarfirði og norðurfjörðum Breiðafjarðar á fiskveiðiárinu 2014/2015, skal á fiskveiðiárinu 2015/2016 úthluta aflamarki sem nemur samtals 601 þorskígildislestum til …

Meira..»

Stóra samhengið í aflatölum

Á vef Hagstofu Íslands www.hagstofa.is var birt í dag frétt um heimsafla.  Það er fróðlegt að sjá samhengið í hlutunum þegar allt er talið! Árið 2011 var heimsafli 94,6 milljónir tonna og jókst um 4,6 milljónir tonna frá árinu 2010, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kyrrahafið gaf …

Meira..»

Rannsóknir á Hörpudiski á norðurhluta Breiðafjarðar

Árleg stofnmæling Hafrannsóknastofnunar á hörpudiski í Breiðafirði fór fram um borð í Dröfn RE dagana 14.-17. október sl. Leiðangursstjóri var Jónas Páll Jónasson og skipstjóri Gunnar Jóhannsson. Megin niðurstaða rannsóknanna sýnir að vísitala veiðistofns hörpudisks í norðurhluta útbreiðslusvæðisins mælist áfram lág, en greina mátti nokkuð góða nýliðun af eins árs …

Meira..»

610 tonn af síld

Það er búið að landa 610 tonnum af síld hérna í Stykkishólmi í haust og þar af eru 130 tonn úr Kolgrafarfirði. Vart hefur orðið við síldina alveg hér inn undir höfðana eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Jólastopp verður hjá vinnslunum nú í vikunni og því má gera ráð fyrir …

Meira..»

Sjávarútvegsráðherra heimsótti Snæfellsnes

Í lok síðustu viku heimsótti Sigurður Ingi fyrirtæki á Snæfellsnesi og fundaði með Snæfelli, félagi smábátasjómanna á svæðinu og fulltrúum frá Útvegsmannafélagi Snæfellsness félagi stærri útgerða. Ráðherra var m.a. kynnt harðfiskverkun sem byggir á þurrkun í klefa, hvernig unnið er úr síld veiddri af smábátum á svæðinu auk þess að …

Meira..»