Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Aflafréttir

Byggðakvóta úthlutað á Snæfellsnes

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað 6.824 þorskígildistonna byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Alls er byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga og í þeim fengu 47 byggðarlög úthlutun. Úthlutun byggðakvótans byggir á upplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2003/2004 til fiskveiðiársins 2012/2013. Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá sex byggðarlög það hámark, þeirra á meðal er Grundarfjörður sem fær 300 …

Meira..»

Opinn fundur í Stykkishólmi um breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB

Ráðherraráð Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um breytta og bætta sjávarútvegsstefnu ESB og til að kynna helstu efnisatriði hennar efnir Evrópustofa til opinna funda með Ole Poulsen, sérfræðingi í sjávarútvegsmálum ESB, í Stykkishólmi, Vestmannaeyjum og Reykjavík dagana 12. – 14. júní 2013. Fundurinn í Reykjavík er haldinn í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Meira..»

25.889 kg af þorski í einni lögn

Áhöfnin á Bíldsey sem stödd er við Austfirði á veiðum þessa dagana hefur slegið enn eitt metið.  Í fyrradag gerðu þeir góðan túr þegar þeir lönduðu 25. 889 kg sem þeir fengu á 16.000 króka utarlega við Reyðarfjarðardjúp.  Aflinn var góður þorskur sem samsvarar um 808 kg á bala ef þeir væru í notkun í Bíldseynni.  Þetta er mesti afli sem þeir hafa fengið í einni lögn á línu.

Meira..»

Rækjuveiðar á Breiðafirði

Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu s.l. þriðjudag eru rækjuveiðar í sunnanverðum Breiðafirði heimilaðar frá miðnætti 14.5.2013.  Veiðarnar eru leyfðar vestan Krossanesvita fram til 1. júlí n.k.

Veiðarnar má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og skal varpa skipanna búin seiðaskilju eins og hún er skilgreind í reglugerðum frá ráðuneytinu.

Meira..»