Auglýsingar

Auglýsig um kynningarfund á deiliskipulagstillögu

Samkvæmt 40.gr. 3.mgr. skipulagslaga nr.123/2010 er hér auglýstur kynningarfundur á eftirfarandi deiliskipulagstillögu. Nýrækt í Stykkishólmi. Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Svæðið um 35ha og liggur í jaðri þéttbýlis Stykkishólms, austan við Byrgisborg. Á svæðinu hefur verið stundað húsdýrahald frá því um 1933-35. Stærsta holtið nefnist Grensás og þar er …

Meira..»

Íbúð til sölu

Garðaflöt 4 113 fm. íbúð í steinsteyptu raðhúsi byggðu árið 1980 ásamt 33 fm. sambyggðum bílskúr. Um er að ræða endaíbúð í þriggja íbúða raðhúsi og skiptist í forstofu, hol, gang, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Ágætar innréttingar eru í eldhúsi og baðherbergi og skápar eru í öllum …

Meira..»

Þakkir

Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndi okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu Önnu Ólafíu Kristjánsdóttur Skólastíg 14, Stykkishólmi Guð blessi ykkur öll Jóhanna Bjarnadóttir, Ellert Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn

Meira..»

Auglýsing um samþykkt Svæðisskipulag Snæfellsness

Svæðisskipulag Snæfellsness 2014-2026 var í desember sl. samþykkt af sveitarstjórnum Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar. Svæðisskipulagsnefnd hefur afgreitt svæðisskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar og öðlast það gildi þegar afgreiðslu stofnunarinnar lýkur og skipulagið hefur verið auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Nánar á vefsíðum sveitarfélaganna. Skipulagið og fylgigögn má skoða …

Meira..»

Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum?

Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna. Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, …

Meira..»

Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi auglýsir

Vegna skyndilegra forfalla vantar starfsmann tímabundið í ræstingar sem allra fyrst. Starfshlutfall 55%. Vinnutími getur verið sveigjanlegur Einnig vantar starfsfólk í afleysingar við aðhlynningu og ýmis störf í eldhúsi. Unnið er á þrískiptum vöktum og aðra hvora helgi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði og getur hentað skólafólki. Allar nánari upplýsingar á staðnum …

Meira..»

Starf á sjúkradeild HVE í Stykkishólmi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi óskar eftir almennum starfsmanni til að vinna á næturvöktum frá 1. febrúar 2015. Um er að ræða 60% starf sem felst í umönnun og almennum störfum á sjúkradeildinni. Unnið er aðra hverja helgi. Hæfniskröfur Góð íslenskukunnátta Jákvæðni og góð samskiptahæfni Snyrtimennska og stundvísi Umsóknarfrestur er til …

Meira..»

Anna Ólafía Kristjánsdóttir

Ástkær móðir mín, tengdamóðir,amma og langamma, Anna Ólafía Kristjánsdóttir, Skólastíg 14, Stykkishólmi lést laugardaginn 10. janúar á St. Franciskus spítalanum í Stykkishólmi. Jarðaförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Jóhanna Bjarnadóttir, Ellert Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

Meira..»

Hús til sölu

Þvervegur 2 79,8 fm. timburhús á einni hæð sem byggt var í tvennu lagi árin 1965 og 1985. Húsið sem notað hefur verið sem skrifstofa og samkomuhús skiptist í stóran sal með eldhúsi, baðherbergi og eitt skrifstofuherbergii. Parket er á skrifstofuherbergi en dúkur á öðrum gólfum. Sólpallur er sunnan við …

Meira..»