Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Eldri fréttir

Fækkun í Stykkishólmi

Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar þá voru íbúar Stykkishólms 1.090 þann 1.desember s.l. og hafði því fækkað um 18 frá síðasta ári þegar íbúatalan var 1.108 á sama tíma. Fækkun hefur einnig orðið í hinum sveitarfélögunum á Nesinu en þó hefur orðið fjölgun í Helgafellssveit.

Meira..»

Samið um framhald siglinga Baldurs

Að því er fram kemur í eftirfarandi tilkynningu frá Sæferðum hefur nú loksins verið skrifað undir samning við Vegagerðina um framhald siglinga ferjunnar Baldurs. Samkvæmt þeim samningi mun Vegagerðin kaupa ferðir 6 daga í viku í vetraráætlun á tímabilinu frá 1. september til 31 maí og 1. september til 31. desember ár hvert, allt til 31. maí 2012.

Meira..»

Fjárhagsáætlun 2010 samþykkt í bæjarstjórn

Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir  árið 2010 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 17. desember s.l. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að A-hluti bæjarsjóðs sé rekin með 17,5 m. kr. afgangi, en að halli A og B hluta Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2010 verði 5,6 m. kr.

Meira..»

Auður og Hrafnaþytur í Amtsbókasafninu

Jólabækurnar flæða í safnið okkar og eru flestir nýjir titlar komnir.  Einn þeirra er Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur.  Auður hefur verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna enda er hér mjög forvitnileg bók á ferðinni.

Meira..»

Orgelsjóður í lífsins ólgusjó

Það hefur óneitanlega margt farið á öðruvísi en ætlað var á Íslandi undanfarin ár.  Við stöndum öll frammi fyrir því að forsendurnar sem við lögðum til grundvallar  framtíðaráformunum eru brostnar og orgelsjóðurinn okkar er engin undantekning þar frá.  Sjá aðsent efni

Meira..»

Í þágu friðar

Í góðri bók stendur að gjalda skuli auga fyrir auga og tönn fyrir tönn,  boðberar fagnaðarerindisins  bjóða hægri vangann séu þeir slegnir  á þann vinstri, sá sem þetta skrifar hefur aftur á móti langa reynslu af því að taka til fótanna ef líkur eru á handalögmálum eða öðrum ófrið.  Sjá aðsent efni

Meira..»

Búið að draga í bikarnum

Dregið var í átta liða úrslit í bikarkeppninni í dag.  Karlalið Snæfells vann sem kunnugt er Hamar Hamar 130-75 í 16 liða úrslitunum dróst gegn Fjölni.   Kvennaliðið sat hjá í 16 liða úrslitunum en mætir nú Haukum.  Báðir leikirnir fara fram hér heima eftir áramótin, dagana 16.18.janúar.

Meira..»

Notaleg samverustund í Hólmgarði

Í dag, laugardaginn 12. desember kl. 17, standa Umhverfishópur Stykkishólms og Náttúrustofa Vesturlands fyrir samverustund í Hólmgarði, Stykkishólmi, til að hvetja leiðtoga heimsins á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn til að gera sanngjarnan, metnaðarfullan og bindandi samning um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Meira..»

Rannsóknanefnd sjóslysa áfram í Stykkishólmi

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar fagnar því að starfsmenn rannsóknarnefndar sjóslysa verði áfram í Stykkishólmi þrátt fyrir áform um sameiningu samgöngunefnda og staðsetningu höfuðstöðva nefndarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn lýsir ánægju yfir því að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sé mjög umhugað um að gæta þess að opinberum störfum verði ekki fækkað á landsbyggðinni og þakkar ráðherra fyrir að gæta hagsmuna landsbyggðarinnar í þessu tilliti.

Meira..»