Eldri fréttir

Nýr starfsmaður á Náttúrustofu

Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur hafið störf á Náttúrustofu Vesturlands. Hann leysir Sigríði Elísabet Elisdóttur af hólmi, sem snúið hefur til annarra starfa. Pálmi er viðskiptafræðingur að mennt og mun sjá um vinnu fyrir Breiðafjarðarnefnd, umsjón fjármála og bókhalds Náttúrustofunnar, gagnavinnslu og ýmislegt fleira.  Tólf umsækjendur voru um stöðuna. Sex þeirra voru boðaðir í viðtal og var Pálmi valinn úr þeirra hópi.  Pálmi leikur einnig körfubolta með Snæfelli í liði meistaraflokks karla.  Sigríður Elísabet Elisdóttir hefur ráðið sig hjá Marz ehf

Meira..»

Hvernig er verndun Breiiðafjarðar í raun?

Í vikunni var haldinn fundur á Ráðhúsloftinu þar sem Náttúrustofan, Háskólasetur Snæfellsness og Breiðafjarðarnefnd kynntu starfsemi sína.  Einnig hélt fyrirlestur Bradley Barr, stefnumótunarráðgjafi hjá bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni NOAA.  Fundurinn áhugaverður og fræðandi. Eitt af því athyglisverðasta sem fram kom í máli Barr var að talsverður munur virðist vera á því hvernig verndarsvæði Breiðafjarðar er kynnt á erlendum vettvangi og raunverulegu fyrirkomulagi verndarinnar. Helsti munurinn felst í því að svæðið er kynnt sem hafverndarsvæði en samkvæmt lögum nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar nær verndunin aðeins til eyja og strandlengju en ekki hafsvæðisins.  Þetta kemur fram á vef Náttúrustofu nsv.is

Meira..»

Bláskel í Breiðafirði

Eins og greint hefur verið frá í Stykkishólms-Póstinum hafa eiturþörungar gert kræklingaræktendum við Breiðafjörð lífið leitt  í sumar.  Góðar fréttir berast þó frá Hafró um þessar mundir því þörungarnir munu vera á undanhaldi og því fljótlega hægt að neyta þessa dýrindis matar. Íslensk bláskel ehf sem starfar hér í Stykkishólmi hefur undirbúið uppskeru síðustu vikurnar og kom ný vél í höfuðstöðvar fyrirtækisins í síðustu viku. 

Meira..»

Úr fundargerð bæjarstjórnar

Bæjarstjórn fundaði s.l. þriðjudag og við lestur fundargerðar kemur fram að Gretar D. Pálsson hafi lagt fram bókun um strandveiðar þar sem m.a. segir: „Meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar hefur síður en svo verið mótfallin strandveiðum, en hefur gagnrýnt það að byggðakvóti hafi verið notaður til að standa undir stórum hluta heimildanna.“ Minnihluti í bæjarstjórn bókaði einnig um strandveiðarnar m.a. „Við undirrituð tökum undir að því miður var byggðakvóti Stykkishólms skertur um 60 tonn á fiskveiðiárinu 2008-2009. Við teljum okkur hins vegar skylt að benda á að upplagður afli í gegnum Stykkishólmshöfn hjá Þórsnesi og Agustson ehf er talsvert meiri fiskveiðiárið 2008-2009 en fiskveiðiárið 2007-2008. Við fögnum því hversu margir sáu sér fært að gera út frá Stykkishólmi á strandveiðar og við fögnum því að ekki á að skerða byggðakvóta 2009-2010. Mest er þó um vert fyrir okkar bæjarfélag að sjávarútvegsráðherra skerti ekki þær bætur sem veittar voru vegna hruns skelfiskstofnsins.“  

Meira..»

Tjaldbúðir á dönskum dögum

Það vakti athygli á nýliðnum Dönskum dögum að tjaldsvæði við Vík var ekki nýtt á hátíðinni og þess í stað var íþróttavöllurinn notaður.  Furðuðu margir sig á því að þetta hefði verið leyft sérstaklega í ljósi þess að það hefur komið fyrir að ekki hafi mátt sparka bolta á vellinum utan æfingatíma, að sögn kunnugra.  Á sunnudeginum kom í ljós hversu slæm hugmyndin hafði verið því völlurinn leit mjög illa út.  Var því tekið á öll hugsanleg ráð í framhaldinu og mátti sjá forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar fínkemba völlinn með málmleitartæki seint á þriðjudegi.

Meira..»

Grunnskóli Stykkishólms settur – undir einu þaki

S.l. þriðjudag var Grunnskóli Stykkishólms settur í húsnæði skólans við Borgarbraut.  Eins og flestum er kunnugt þá er skólinn nú í fyrsta skipti undir sama þaki.  Tekið var á móti krökkunum í tvennu lagi og áhuginn leyndi sér ekki í röðum yngstu bekkjanna við að hefja skólaárið á Borgarbrautinni.

Meira..»

Ferðir ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð falla niður frá 6. – 22. september n.k.

Frá og með 6. september nk. og til og með 22, september nun ferjan Baldur ekki verða í förum yfir Breiðafjörð eins og áætlað var. Á meðan skipið verður í burtu mun Flatey verða þjónað 4 sinnum í viku og þar af farnar tvær ferðir alla leið á Brjánsæk. Farið verður á Særúnu, farþegabát Sæferða en því miður er ekki hægt að annast bíla- eða þungaflutning á henni. Særún tekur yfir 100 farþega og er einungis um eina klukkustund á milli Stykkishólms og Flateyjar.

Meira..»

Bradley Barr heldur fyrirlestur um verndun strandsvæða.

Á morgun, þriðjudag, mun kennari við Háskólasetur Vestfjarða og nemendur hans í námskeiðinu „Stjórnun strandsvæða” heimsækja Náttúrustofu Vesturlands, Háskólasetur Snæfellsness og fulltrúa Breiðafjarðarnefndar. Markmið heimsóknarinnar er að nemendur fræðist um starfsemi stofnananna, Breiðafjarðarnefndar og verndarsvæði Breiðafjarðar.  Jafnframt munu nemendur og kennari miðla af reynslu sinni og þekkingu um vernduð strandsvæði erlendis.

Meira..»