Eldri fréttir

Dómur féll á Stykkishólmsbæ

Stykkishólmsbær var s.l. mánudag dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands, tilað greiða Jóhönnu J. Guðbrandsdóttur fyrrum forstöðukonudvalarheimilisins bætur uppá 5.800.000 kr. með dráttarvöxtum auk800.000 kr. í málskostnað vegna ólögmætrar uppsagnar.

Meira..»

Heimasíða Verkalýðsfélags Snæfellinga

Nýr  og glæsilegur vefur Verkalýðsfélags Snæfellinga fór í loftið síðastliðinn föstudag. Vefuinn hefur verið í undirbúningi og vinnslu í nokkurn tíma. Á næstu dögum og vikum verður efni bætt á vefinn. Ætlunin er að félagsmenn geti nálgast sem mest af upplýsingum og þjónustu á vefnum. Hægt er að skoða heimasíðuna hér. 

Meira..»

Ljósin kveikt á Drammentrénu í dag

Í dag kl.18 verða ljósin kveikt á jólatrénu frá Drammen en það er sérlega glæsilegt í ár.  Samkvæmt venju verða það krakkarnir í 1.bekk Grunnskólans sem kveikja ljósin.  Það kann að vera að jólasveinar kíki í heimsókn en þeir virðast alltaf á einhvern dularfullan hátt þefa uppi þegar kveikt er á ljósum jólatrjáa víðsvegar um landið.  Kvenfélagið býður að venju upp á súkkulaði og smákökur í Freyjulundi og nemendur Tónlistarskólans leika jólatónlist.

Meira..»

Súðbyrðingafélagið

Jón Ragnar Daðason vakti athygli í sjónvarpsfréttum í síðasta mánuði þar sem viðtal var við hann um varðveislu gamalla trébáta og þá sérstaklega súðbyrðinga.

Meira..»

Snæfell lagði toppliðið

Snæfell sigraði Njarðvík, efsta lið Iceland Expressdeildarinnar. 98-94  í gærkvöldi í leik risaþristanna og hleypti með sigrinum mikilli spennu í deildina.  Snæfell er þó enn í 5.sætinu en með jafn mörg stig og liðin í 3-4.sæti og einungis 2 stigum á eftir toppliðunum.

Meira..»

Jólaball fótboltasamstarfsins á Snæfellsnesi

Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi ætlar í samstarfi við  strákana í hljómsveitinni Matti IDOL og Draugabanarnir  að halda "jólaball" fyrir fótboltakrakkana á Snæfellsnesi. Það kostar ekkert inn og er vonast til þess að sem flestir mætir!

Staður og stund: Fimmtudagur 3. desember 2009 Samkomuhúsið í Grundarfirði.

Meira..»

Kóf í Stykkishólmi

Eins og fram kemur í fréttum hér fyrir neðan er búið fresta tveimur atburðum sem vera áttu í dag í Stykkishólmi vegna veðurs.  Nær stöðugt hriðarkóf hefur verið í bænum frá þvi í morgunsárið og nú er farið að bæta örlítið í vindinn sem á samkvæmt spám að fara í um 25 metrana seinnipartinn.

Meira..»