Eldri fréttir

Ásbjörn opnar heimasíðu

Ásbjörn Óttarsson, skipstjóri og útgerðarmaður frá Rifi og frambjóðandi í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV.-kjördæmi hefur opnað heimasíðu að því er segir í fréttatilkynningu frá stuðningsmönnum. Sjá fréttatilkynningu

Meira..»

Kraftmikill og traustur forystumaður

Sjálfstæðisflokkurinn í NV-kjördæmi hefur ákveðið að viðhafa prófkjör til að velja fólk á listann fyrir alþingiskosningarnar í vor.  Fjöldi afar hæfra einstaklinga hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjörinu. 

Meira..»

Styrkir Menningarráðs Vesturlands

Menningarráð Vesturlands úthlutaði í fjórða sinn styrkjum til aðila á Vesturlandi s.l. föstudag 27.febrúar.  Alls bárust 153 umsóknir upp á 115 milljónir alls en nú var úthlutað 24 milljónum og þar af komu fimm styrkir  í Stykkishólm, alls að upphæð 2.350.000 sé Byggðasafnið talið með hér. 

Meira..»

Matti áfram i Idol

Í gærkvöldi kom í ljós hvaða 20 keppendur komust áfram í Idol Stjörnuleit á Stöð2 og Hólmarar geta glaðst því Matthías Þorgrímsson var einn af þessum tuttugu.  Nú tekur við útsláttarkeppni þar sem keppendur syngja í beinni útsendingu og áhorfendur ákveða í símakosningu hverjir halda áfram hverju sinni.  

Meira..»

Naumur sigur hjá Snæfelli

Þeir hafa eflaust verið nokkrir stuðningsmenn Snæfells sem töldu leikinn hafa tapast gegn FSu í gær. Þannig var það allavega um stundarsakir á tölfræðilýsingunni. En breiðfirska seiglan og skriðþunginn skiluðu sér enn einu sinni og Snæfell landaði 67-68 sigri á FSu á lokasekúndunni.

Meira..»

Gönguleiðir um Snæfellsnesfjallgarð

Ísland er sífellt að verða vinsælli til ferðalaga, eins og dæmin sanna og hingað koma árlega mikill fjöldi erlendra ferðalanga og Íslendingar velja æ meir að ferðast um sitt eigið land. Vesturland er að verða vinsælli áfangastaður og ferðaþjónustuaðilar vinna ötullega að markaðssetningu á ýmsum þjónustuþáttum sem hægt er að bjóða ferðafólki. Sjá Aðsent efni.

Meira..»