Eldri fréttir

Aðventudagatal Stykkishólms og nágrennis

Nú líður að jólum og kominn tími til að safna saman efni á aðventudagatal Stykkishólms og nágrenni.  Dagatalinu verður dreift með Stykkishólms-Póstinum 26.nóvember n.k. og er skilafrestur efnis á dagatalið föstudagurinn 20. nóvember

Hafirðu viðburð frá 26. nóvember fram til 10. janúar eða svo.. þá biðjum við þig um að senda okkur upplýsingar um það.  Allir viðburðir fara frítt á dagatalið... 

Meira..»

Bárður tekur við af Inga

Bárður Eyþórsson hefur tekið við þjálfun U-18 ára landsliðs drengja og tekur þar með við af Inga Þór Steinþórssyni þjálfara Snæfells sem þjálfað hefur liðið síðustu ár og síðast í Evrópukeppninni í Sarajevo í haust.  Fyrsta verkefnið hjá Bárði verður væntanlega að velja æfingahópinn fyrir æfingar yfir jólin og svo NM í maí að venju en í þessum hópi nú eru strákar fæddir 1992 og´93.

Meira..»

Þjóðargjöfin afhent

Nú klukkan sex í dag lauk þjóðfundi 2009 í Laugardalshöll. Fundurinn hófst kl.10 og þar voru mættir um 1500 manns sem valdir voru samkvæmt slembiúrtaki, til að ræða þau grundvallar gildi og framtíðarsýn sem Íslendingar ættu að hafa að leiðarljósi nú þegar gengið er til nýrrar framtíðar eftir efnahagshrunið.

Meira..»

Enn aukast raunir FSu

Snæfell vann auðveldan sigur á FSu í kvöld 107-74 þar sem það var nokkuð ljóst þegar leikurinn hófst hvoru meginn sigurinn myndi lenda. FSu tjaldaði einungis þremur leikmönnum sem eru í einvherri æfingu eftir leikmannahremmingar þeirra undanfarið. Og ekki löguðust agamálin í kvöld því Corey Lewis leikmaður þeirra var rekinn af velli eftir tvær tæknivillur fyrir hrindingar, fyrst á leikmanni Snæfells og síðan dómara. Þannig að það er nokkuð ljóst að hann gæti átt von á löngu banni.

Meira..»

Hebbarnir í lesturinn

Gönguhópurinn Hebbarnir er löngu orðinn „þjóðþekktur“ í Stykkishólmi fyrir sínar vikulegu gönguferðir, nánast allt árið um kring.  Raunar aðeins stoppað í gönguferðunum yfir há sumarfrístímann. 

Meira..»

Ljóð í náttúru

Í dag, þann 13. nóvember, í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember, verða ljóð afhjúpuð í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og Vör Sjávarrannsóknarsetri við Breiðafjörð, í Ólafsvík.

Meira..»

Ekki greitt fyrir bólusetningu

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur tilkynnt að bólusetning gegn svínainflúensunni verði öllum að kostnaðarlausu. Heilbrigðisráðherra hefut þegar tilkynnt viðkomandi stofnunum ákvörðun sína, en einstaklingar þurfa hvorki að greiða fyrir komu á heilsugæslu né fyrir sjálft bóluefnið.

Meira..»

Hvatt til ljósabekkjabanns ungmenna

Geislavarnastofnanir Íslands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar leggja til að börnum og ungmennum yngri en 18 ára verði bönnuð notkun ljósabekkja. Yfirlýsing norrænu geislavarnastofnananna birtist sameiginlega í löndunum fjórum í morgun.

Meira..»