Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Eldri fréttir

Staða forstöðumanns auglýst aftur

Ákveðið hefur verið að auglýsa starf forstöðumanns Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi aftur en það var auglýst til umsóknar í byrjun október.  Fjórar umsóknir bárust  og af þeim voru tvær frá  hjúkrunarfræðingum en hjúkrunarfræðimenntun eða samgilt nám var ein af menntunar- og hæfniskröfum sem settar voru fyrir starfinu. 

Meira..»

Snæfell – Hamar í bikar

Dregið var áðan í 16 liða úrslit í Subwaybikar karla og kvenna.  Karlaliðið fékk heimaleik og dróst á móti Hamri en stelpurnar duttu í lukkupottinn og sitja hjá í næstu umferð.  Leikur Snæfells og Hamars verður leikinn helgina 5.-6.desember.

Meira..»

Vatn loks komið á

Kalda vatnið komst loks á í bænum um kl.17:30 í dag og var komið í góðan þrýsting um sexleytið. Vonandi hefur nú tekist að ná loftinu endanlega úr lögninni og koma fullu rennsli á þannig að starfsemi og heimilshald í bænum komist í eðlilegt horf á ný.

Meira..»

Karfan í beinni

Nýr vefur SportTV.is hóf göngu sína í byrjun september og er þar í raun um að ræða sjónvarpsstöð á vefnum. SportTV.is hóf þá að sýna beint frá íþróttaviðburðum, þó aðallega frá handboltanum en nú í vikunni samdi KKÍ við SportTV um að sýna frá Iceland Expressdeildum karla og kvenna í vetur. Fyrsta útsendingin verður á morgun þegar sýndur verður sannkallaður stórleikur, Njarðvík-KR í Subwaybikar karla.

Meira..»

Sameinað Snæfellsnes

Í septembermánuði samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar samhljóða að óska eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi um sameiningus veitarfélaganna. Á sameiginlegum fundi sveitarstjórnarmanna af svæðinu þann 29. okt fengu bæjarfulltrúar í Grundarfirði áskorun um að skýra sjónarmið sín fyrir íbúum Snæfellsness og er þessi pistill liður í því. Sjá  aðsent efni.

Meira..»

Vatnið komið á – eða hvað?

Samkvæmt fréttatilkynningum Orkuveitunnar í hinum ýmsu fjölmiðlum, þá kom kalda vatnið á í Stykkishólmi um hádegisbilið en þess hefur þó ekki enn orðið vart víða í bænum og enn ekki farinn að renna dropi úr krönum klukkan 16:30.  Hvar er vatnið?

Meira..»

Vatnslaust til morguns

Nú virðist útséð með það að vatn komist á í Stykkishólmi fyrr en í fyrramálið samkvæmt síðustu fréttum frá Orkuveitunni.   Nú í kvöld voru komnir fleiri starfsmenn Orkuveitunnar til að aðstoða við að vinna að því að koma kaldavatnsrennslinu af stað úr vatnsbólinu en loft í lögninni virðist koma í veg fyrir að það  nái krafti til að komast yfir hæð sem lögnin liggur yfir á fyrsta kafla lagnarinnar.  Heitavatnskerfið í bænum verður í lagi fram eftir morgninum en svo fer að vanta kalt vatn inn á það og er vonast til að það takist að koma kalda vatninu á áður en það gerist.  

Meira..»

Vatnið af í Stykkishólmi

Vatn er nú farið af í Stykkishólmi en vonast til að það komist á aftur seinni partinn en ekki hægt að tímasetja það frekar, vonandi ekki síðar en um kvöldmatarleitið.  Orsök vatnsleysins má rekja til þess að vatn komst inn á efsta hluta lagnarinnar ofan Sauraskógs.  Unnið var í gær við að skipta um loka við Svelgsá og var lokað fyrir streymið á meðan og þá komst loft inn á efsta hluta lagnarinnar.

Meira..»