Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Fréttir

Heilbrigðismálin

Í septemberbyrjun funduðu bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar með stjórnendum HVE og var fundarefnið verktakavinna lækna í Stykkishólmi auk þess sem önnur mál tengd starfseminni hér voru til umræðu. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar Stykkishólms lögðu þunga áherslu á að auka þyrfti heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi. Óánægju meðal íbúa bæjarins með almenna læknisþjónustu …

Meira..»

Hollvinasamtök Dvalarheimilisins

Á dögunum kom hópur velunnara Dvalarheimils aldraðra í Stykkishólmi saman til að ræða hugmynd sem hefur blundað með undirrituðum um stofnun Hollvinasamtaka Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi. Tilgangur félagsins yrði að styðja við Dvalarheimilið hér í bæ, með framlögum, styrkjum og sjálfboðastarfi. Við sem undir þetta ritum settumst niður með Kristínu …

Meira..»

Fasteignamat hækkar

Í sumar var tilkynnt um breytingu á fasteignamati frá Þjóðskrá. Kemur fram í gögnum hjá Þjóðskrá að hækkun á landsvísu er 12,8% fyrir árið 2019. Fasteignamat hækkar á 99,2% eigna en lækkar á 0,8% eigna frá fyrra ári. Mest hækkun fasteignamats íbúða er á Reykjanesi frá 32,9% – 41,1%. Á …

Meira..»

Þjófar á ferð

Eins og við höfum greint frá þá hafa innbrotsþjófar nú látið til sín taka á landsbyggðinni og þá er Snæfellsnes ekki undanskilið.  Lögreglan beinir því til íbúa að læsa nú húsum og bílum og ef íbúar verða varir við eitthvað grunsamlegt þá er mjög mikilvægt að leggja á minnið bílnúmer, …

Meira..»

Loksins kaldur pottur

Nú er bið margra pottverja í Sundlaug Stykkishólms loks á enda því s.l. þriðjudag var tekinn í notkun nýr pottur þar sem hitastigið er 4-6°C að meðaltali. Verið er að smíða handrið við tröppurnar upp í pottinn og eru gestir beðnir um að sýna aðgát við þrepin. Sírennsli er í …

Meira..»

Víkingasveit tónlistarskólans

Fyrir nokkrum árum vantaði okkur verkefni fyrir lengra komna nemendur skólans. Varð þá úr að stofna samspilshóp og fékk hann nafnið „Víkingasveit“ til heiðurs fyrsta stjórnanda lúðrasveitarinnar og skólastjóra tónlistarskólans. Á myndinni má sjá Víking Jóhannsson stjórna drengjasveit Lúðrasveitar Stykkishólms á Hellissandi árið 1965. Víkingasveitin okkar hefur starfað í ýmsum …

Meira..»

Taflan að verða klár

Nýlega var stundatafla Íþróttahússins gefin út og meðal nýjunga á henni í ár eru fimleikar og æfingar í frjálsum íþróttum fyrir yngstu bekki grunnskólans. Að baki skipulaginu á fimleikatímum standa m.a. G Björgvin Sigurbjörnsson en eftir er að skipa stjórn fimleikadeildarinnar. Boðið er upp á fimleika á mánudögum fyrir 1.-4. …

Meira..»

Snsnapp!

Eins og við höfum áður sagt frá þá settum við í gang Snæfellinga – Snapp. Þá er notast við samfélagsmiðilinn Snapchat og gestasnapparar, sem svo eru kallaðir, fengnir til að snappa 2-3 daga á aðgangi Snæfellinga.is Þetta uppátæki hefur fengið góðar viðtökur og gengið á milli sveitarfélaganna á Nesinu þar …

Meira..»