Fréttir

Kosningastjóri til liðs við Okkar Stykkishólm

Framboðið Okkar Stykkishólmur hefur fengið Gísla Svein Gretarsson til liðs við sig fyrir komandi kosningar. Verður hann þeim innan handar síðustu vikurnar í skipulagsvinnu og við kosningastjórn. „Mér leist strax vel á listann þegar hann kom fram og sýn þeirra á stjórnmálin. Það var því auðvelt að svara þessu tilboði …

Meira..»

Heilbrigðismál – okkar hjartans mál

Við undirritaðar, fulltrúar H-listans í Stykkishólmi, eigum það sameiginlegt að hafa byrjað okkar feril í heilbrigðismálum á ganginum á St. Fransiscusspítala. Síðan eru liðin nokkur ár og höfum við nú báðar menntað okkur á sviði heilbrigðisvísinda. Hildur er menntaður sjúkraliði og er að ljúka námi í hjúkrunarfræði. Fyrir utan St. …

Meira..»

Merkingar æðarfugla á Breiðafirði

Við hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hefjum brátt okkar fimmta merkingasumar í Breiðafjarðareyjum. Verkefnið hefur stækkað með ári hverju og er samstarf með erlendum vísindamönnum alltaf að aukast. Við höfum átt gott samstarf við æðarbændur og einn þeirra hefur sjálfur byrjað merkingar í sínu varpi. Alls hafa verið merktar …

Meira..»

Ársreikningur, fyrri umræða

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2017 var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Rekstrartekjur A+B hluta eru samtals 1.481.405.000. Rekstrargjöld A+B hluta án afskrifta 1.369.993.000. Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til afskrifta og og fjármagnsliða er neikvæð um 8.887.000 kr. Áætlun 2017 gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp …

Meira..»

Átak gegn plasti

Krakkarnir í 6. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar ætla svo sannarlega að láta til sín taka í umhverfismálum. Ætla þau að hafa áhrif með plastrannsóknum, plastlausum áskorunum og hreinsunum en Grunnskóli Snæfellsbæjar er í samstarfi við Landvernd að vinna að þróunarverkefni sem heitir Hreint haf, Ungt fólk á móti plasti. Stefnt er …

Meira..»

Á leirnámskeiði hjá FEBS

Nokkrar konur úr Kvenfélagi Ólafsvíkur skelltu sér á leirnámskeið hjá Félagi eldriborgara í Snæfellsbæ í vetur. Þar nutu þær leiðsagnar þeirra Guðrúnar Tryggvadóttur og Emanúels Ragnarssonar. Á námskeiðinu unnu þær fjölbreytta hluti úr leir lærðu þær ýmsar leiðir til að búa til muni. Ein þeirra mótaði fugl fríhendist á meðan …

Meira..»

78. héraðsþing HSH

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu hélt ársþing sitt í Samkomuhúsinu í Grundarfirði 16. apríl s.l. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og gekk þingið vel fyrir sig undir stjórn Bjargar Ágústdóttur þingforseta. Hjörleifur K. Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long, Garðar Svansson, Ragnhildur Sigurðardóttir og …

Meira..»

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti var í síðustu viku og var mikið um að vera um allt Snæfellsnes, enda veður með eindæmum gott. Alls kyns viðburðir voru og fólk var mikið á ferðinni. Lömbin á Einarsstöðum, í Nýræktinni, völdu þann dag til að láta sjá sig. Þau fengu umsvifalaust nöfnin Sól og Blíða …

Meira..»