Fréttir

Danskir dagar 2018

Danskir dagar voru haldnir s.l. helgi og fór hátíðin ágætlega fram. Fremur kalt var á föstudeginum þegar setningin fór fram og urðu sumir að hlýja sér sérstaklega vel á æsispennandi fótboltaleiknum á fótboltavellinum, sem endaði með jafntefli. Stúkusætin voru tekin hátíðlega í notkun við þetta tækifæri og var stemning á …

Meira..»

Votlendi á Snæfellsnesi

Í skýrslu frá samráðshóp um endurheimt votlendis sem kom út árið 2016 höfðu 4.200 km2 votlendis verið ræst fram en einungis 570 km2 þess lands voru skv. skýrslunni nýttir til jarðræktar. Losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi er veruleg og einnig hefur framræsla haft áhrif á líffræðilega fjölbreytni og eiginleika lands …

Meira..»

Miðbærinn prentaður út

Mikið hefur verið í umræðunni s.l. daga miðbæjarskipulagið á Selfossi og var íbúakosning um það s.l. helgi þar sem þátttaka var góð og íbúar samþykktu fyrirhugað deiliskipulag. Skipulagið gerir ráð fyrir nýjum miðbæ byggðum í gömlum byggingarstíl. Sitt sýnist hverjum um þær hugmyndir en það þekkist víða að þegar verið …

Meira..»

Dvalarheimili aldraðara í Stykkishólmi færð gjöf

Vaktþjónustan Vökustaur í eigu hjónanna Agnars Jónassonar og Svölu Jónsdóttur  buðu upp á tilboð á vöktun í maí og júní s.l. með það að leiðarljósi að þeir sem myndu bætast við viðskiptamannahópinn þessa mánuði myndu þannig styrkja félagsstarf aldraðra á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Viðtökur voru frábærar að sögn Agnars. Sumir …

Meira..»

Kulturværksted í bókasafninu

Þau voru einbeitt börnin sem fjölmenntu á verkstæðið í bókasafninu í vikunni til að kynnast danska rithöfundinum H.C. Andersen. Dúkkubarnið hafði það náðugt á meðan aðrir voru í óða önn að vinna að myndverki um rithöfundinn danska. Afrakstur  verkstæðisins sem stendur yfir virku dagana í tengslum við Danska daga verður …

Meira..»

Nýtt Ásbyrgi

Mánudaginn 13. ágúst var undirritaður samningur um nýtt húsnæði Ásbyrgis, dagþjónustu- og hæfingarstöðvar Félags og skólaþjónustu Snæfellinga(FSS) í Stykkishólmi.  Það voru þeirr Sveinn Elínbergsson forstöðumaður FSS og Sævar Harðarson forstjóri Skipavíkur sem undirrituðu samninginn um byggingu og langtímaleigu nýja húsnæðisins sem rísa mun við Aðalgötu 22 í Stykkishólmi og verður …

Meira..»

Velkomin á Danska daga!

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Danskir dagar verður haldin í Stykkishólmi um helgina, en í ár eru 24 ár frá því að hátíðin var fyrst haldin og er hátíðin því ein af rótgrónustu og elstu bæjarhátíðum landsins. Hátíðin glæðir bæinn lífi og má greina hvíta og rauða lit danska þjóðfánans Dannebrog hvert …

Meira..»

Smalað út

Það var margt um manninn í Kolgrafafirði s.l. mánudagskvöld. Grindhvalavaðan sem villst hafði inn í fjörðinn á sunnudeginum og smalað út aftur þá um kvöldið hafði leitað aftur lengst inn í fjörðinn og þar var reynt að smala þeim út úr firðinum með misjöfnum árangri. Það var í raun ekki …

Meira..»

Langþráðum áfanga náð

Stúkan við íþróttavöll Stykkishólms hefur nú verið stóluð upp með rauðum sætum. Það var vaskur hópur sjálfboðaliða sem boltaði niður síðustu sætin s.l. föstudag þegar blaðamann bar að garði og var að vonum ánægður með útkomuna. Stúkan fær mikla andlitslyftingu við þessa framkvæmd en það var mannvirkjasjóður KSÍ og velviljaðir …

Meira..»