Fimmtudagur , 20. september 2018

Fréttir

Mamma mía í GSNB

Árshátíð miðstigs Grunnskóla Snæfellsbæjar var haldinn fimmtudaginn 22. mars síðastliðinn. Nemendur sýndu þar valin atriði úr söngleiknum MAMMA MÍA og var leikið, sungið og dansað af mikilli gleði. Sviðsmenn úr hverjum bekk hönnuðu sviðsmyndina og fengu aðstoð kennara við að setja hana upp. Sviðsmyndin var litrík og í takt við …

Meira..»

Stofnfundur FKA Vesturland haldinn í Stykkishólmi 18.apríl

Stofnfundur FKA Vesturland, fer fram á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi 18.apríl næstkomandi kl.20.  FKA Vesturland verður þar með fjórða landsbyggðardeild félagsins, en þegar eru starfræktar deildir á Suðurlandi, Norðurlandi og á Vestfjörðum. Í FKA eru ríflega 1.100 félagskonur úr öllum greinum atvinnulífsins. Félagið stendur fyrir ríflega 80 viðburðum á ári en …

Meira..»

40 ára afmæli endurhæfingardeildar og 25 ára afmæli Háls- og bakdeildar St.Franciskusspítala

Það er gaman að segja frá því að um þessar mundir eru 40 ár frá því endurhæfingadeild var fyrst sett á laggirnar hér á St.Franciskusspítalanum í Stykkishólmi. Kom það til vegna áhuga Str. Lidwinu á að hjálpa sjúklingum enn betur að eflast og styrkjast eftir veikindi eða slys en einnig …

Meira..»

Um ferðaþjónustuna í Stykkishólmi

Ýmislegt hefur verið sagt um ferðaþjónustu bæði á landsvísu ekki síður en hér í Stykkishólmi. Einhverjir hafa haldið því fram að umfang hennar sé meira eða minna en aðrar atvinnugreinar eins og sjávarútvegurinn. Staða greinarinnar hér í Stykkishólmi hefur lítt verið rannsökuð eða mæld í einhverju magni nema þá helst …

Meira..»

Bæjarstjórinn okkar allra

Allt frá því að þessi blandaði og skemmtilega samsetti hópur, sem Okkar Stykkishólmur er, hóf samtal hefur verið einhugur um að leggja áherslu á að mikilvægar ákvarðanir séu teknar með samstarfi allra bæjarfulltrúa í stað meirihlutaræðis. Okkar Stykkishólmur er breiður hópur fólks sem vill láta gott af sér leiða án …

Meira..»

Góður dagur til að skrifa grein

Það var fallegur laugardagsmorgun þegar ég gekk í góða veðrinu heim frá því að gefa kindunum mínum í nýræktinni. Sólin skein í heiði og fyrstu merki vorsins farin að sjást og heyrast. Þar sem eitt af verkefnum vikunnar var að skrifa grein til birtingar í Stykkishólmspóstinum þá datt mér í …

Meira..»

Okkar Stykkishólmur – Hver er Erla?

Sumir urðu kannski hissa á að sjá nafn mitt á framboðslista Okkar Stykkishólms, og sjálf bjóst ég ekki við að fara aftur út í sveitarstjórnarpólítík. Hins vegar er hjartað mitt í Stykkishólmi, sem endurspeglast í því að ein af skemmtilegri bernskuminningum mínum er þegar ég flutti átta ára gömul í …

Meira..»

Framkvæmdir við hjúkrunarrými af stað í haust?

Eins og sagt var frá í síðasta Stykkishólms-Pósti þá þokast málefni sjúkra- og dvalarrýma í rétta átt. Í samtali Stykkishólms-Póstsins við bæjarstjóra kom fram að samningar væru á lokastigi. Í upphafi þessarar viku steig Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi í pontu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi og …

Meira..»