Fréttir

Úrskurðarnefnd birtir úrskurð um miðbæ Stykkishólms

22. nóvember s.l. kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð vegna kæru sem Queen Eider ehf lagði fram á ákvörðun bæjarstjórnar Stykkishólms að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Stykkishólms, vestan Aðalgötu 27.mars 2017. Kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Stykkishólms, …

Meira..»

Byggt í Arnarborgum

Þrátt fyrir stutta daga og frost í jörðu stoppar það ekki byggingarframkvæmdir. Við orlofshúsasvæðið í Arnar-borgum er verið að byggja frístundahús. Skipavík stendur að framkvæmdunum á húsinu sem á að vera tilbúið 1. maí fyrir kaupandann. am/frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Olísstöðin í Stykkishólmi seld til Ísborgar ehf

Í september s.l. heimilaði Samkeppniseftirlitið Högum kaup á Olís og fasteignafélaginu DGV hf. Margir muna eflaust að til að kaupin gengju eftir skuldbundu Hagar sig til að selja þrjár Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu, fimm eldsneytisstöðvar Olís og „dagvöruhluta“ verslunar Olís í Stykkishólmi eins og segir í frétt frá Samkeppniseftirlitinu. Til stóð …

Meira..»

Elliðaey komin í Stykkishólm

Nýr farþegabátur kom í Stykkishólmshöfn í síðustu viku. Það er fyrirtækið Hulda Hildibrands ehf sem fest hefur kaup á Sómabát sem rúmar 19 farþega. Báturinn kemur frá Hofsósi og hét áður Súla. Fyrirtækið hefur boðið upp á skemmtiferðir um Breiðafjörðinn s.l. ár og bætir nú þessum bát við skipastól sinn.  …

Meira..»

Gadus morhua í gömlu kirkjunni

Þjóðlegir tónleikar í gömlu kirkjunni 1. desember – Gadus morhua. Hvað ef baróninn í samnefndri heimildaskáldsögu Þórarins Eldjárns hefði tekið hús á tónelskum bónda í Borgarfirði, sest í eitt fleti baðstofunnar með selló milli fóta, bóndinn andspænis með langspil við sitthvora hnésbótina, og þeir tekið að leika saman? Hvernig ætli …

Meira..»

Sögusvið í sjónvarpsþáttaseríu

Stykkishólmur hefur í gegnum tíðina verið vinsæll tökustaður fyrir auglýsingagerð, kvikmyndagerð og sjónvarpsefni. Legið hefur fyrir í nokkuð langan tíma nú að tökur myndu hefjast í janúar á sjónvarpsþáttaröð hér í Stykkishólmi á vegum Saga Film. Stutt er síðan starfsfólk Saga Film pakkaði saman búnaði hér á höfninni eftir tökur …

Meira..»

Lóðamál í Stykkishólmi

Enn hefur fólk hug á að byggja hér í Stykkishólmi. Þannig var staðfest úthlutun lóðar við Hjallatanga 48 en tvær umsóknir bárust um lóðina sem hefur verið um nokkurt skeið á úthlutunarlista og því gilti, fyrstur kemur fyrstur fær. Lóðinni var úthlutað til Berglindar Axelsdóttur. Lóð við Arnarborg 11 kemur …

Meira..»

Hver er á myndinni?

S.l. miðvikudag voru skoðaðar myndir í Amtsbókasafninu úr safni Ljósmyndasafns Stykkishólms. Meðfylgjandi mynd var skoðuð en ekki tókst að finna út hvaða konur væru á henni. Því er leitað til lesenda Stykkishólms-Póstsins og snaefellingar.is til hjálpar! Ábendingar óskast sendar á netfangið magnus@stykkisholmur.is Næsta myndaskoðun verður í Amtsbókasafninu miðvikudaginn 21. nóvember …

Meira..»