Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Fréttir

Úti að aka

Félagarnir sem eru „Úti að aka“ á síðum Stykkishólms-Póstsins í hverri viku náðu ekki á réttum tíma á Reitarveginn í gær og verða því ekki á síðum blaðsins þessa vikuna.  Þeir voru teknir fyrir of hraðan akstur á Aðalgötunni  þar sem þeir mældust á 36,7 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 35 km.

Meira..»

Menntamálaráðherra kynnir nýja menntastefnu í Borgarnesi

Menntamálaráðherra mun á næstu vikum fara um landið og kynna nýja menntastefnu og ný lög um þrjú skólastig og menntun kennara. Fundaherferðin hófst með velheppnuðu Menntaþingi í Háskólabíói 12. september sem yfir 800 manns sóttu, hlýddu á kynningar á nýrri stefnu og tóku þátt í líflegum umræðum í málstofum.

Meira..»

Kellogs

Við höfum sýnt ykkur hér á vefnum eina útgáfu af Kellogsauglýsingunni sem Truenorth tók hér í vor fyrir Ítalíumarkað.  Sú útgáfa er hér á myndbandssíðunni en nú höfum við fengið lengri útgáfu af auglýsingunni s.k. directors cut, þar sem fleiri koma við sögu og leiksigrarnir eftir því. Bendum sérstaklega á yfirvegaðan akstur Sesselju Páls á Austurgötunni.  Sjá  Kellogg´s.

Meira..»

Afmæli

Af og til þá rata afmælisbörn dagsins hér á síðuna og í dag er sannkallað stórafmæli í Stykkishólmi því Guðrún Guðjónsdóttir sem er búsett á Dvalarheimilinu Skólastíg 14a er 100 ára í dag.  Guðrún er því elst íbúi Stykkishólms.  Guðrún er fædd að Unnarholti í Hrunamannahreppi 13. október 1908. Hún var í hópi 9 systkina og er ein þeirra sem er enn á lífi.

Meira..»

Naumt tap gegn Keflavík

Snæfell beið í kvöld lægri hlut fyrir Keflavík 77-73 í leik meistaranna. Snæfell leiddi í hálfleik 38-37 en Keflavík náði fljótlega forystunni í þeim seinni en Snæfell var aldrei langt undan. Þetta verður að teljast vel af sér vikið hjá Snæfellspiltum í sínum fyrsta leik eftir að hafa þjálfarann og þrjá erlenda leikmenn. Sigurður þjálfari var stigahæstur með 23 stig, Atli 14 Hlynur þjálfari og fyrirliði var með 13 stig og 17 fráköst. Snæfellsliðið var með 39 fráköst á móti 24 hjá Keflavík. Munurinn á liðunum í kvöld lá hinsvegar í töpuðum boltum sem voru 26 hjá Snæfelli en 11 hjá Keflavík sem pressuðu Snæfell stíft í leiknum. Í ljósi þess er fjögurra stiga tap vel sloppið og um leið ábending um hvað þarf helst að laga fyrir næsta leik.   Tölfræðin

Meira..»

Staðan ágæt hjá Stykkishólmsbæ

Sviptingar í fjármálaheiminum hafa verið miklar og áhrifanna gætir víða hvort sem þar eiga í hlut einstaklingar eða fyrirtæki eða jafnvel íslenska ríkið.  Skuldastaða fyrirtækja sem einstaklinga er víða erfið og þá sérstaklega þeirra sem eru með erlend lán. 

Meira..»

Bláskelin dafnar vel

Bláskeljaræktun hér við land er tiltölulega ung grein og menn verið að þreifa sig áfram á nokkrum stöðum á landinu.  Hér í Stykkishólmi var stofnað fyrirtækið Íslensk bláskel ehf á síðasta ári af þeim Alexi Páli Ólafssyni, Þorsteini Kúld og Símoni Sturlusyni. 

Meira..»

Skynsemin ræður hjá Snæfelli

Stjórn meistarflokks Snæfells stóð fyrir íbúafundi á þriðjudagskvöldið til að skýra ákvörðun sína að segja upp samningum við þjálfarann Jordanco Davitkov, og erlendu leikmennina Nate Brown, Nikola Dzeverdanovic og Tome Dislijef.  Það var fjölmenni á fundinum enda um stórt mál að ræða og Snæfellsliðið á margan hátt verið sameiginlegt flaggskip bæjarbúa og miðpunktur bæjarlífsins yfir vetrarmánuðina.

Meira..»

Snæfell segir upp samningum og boðar til íbúafundar

Stjórn Snæfells í meistaraflokki karla í körfuknattleik
sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu;

Í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna í þjóðfélaginu hefur verið tekin sú ákvörðun að segja upp öllum samningum við erlenda leikmenn og þjálfara liðs Snæfells. Þetta er fyrst og fremst gert til að hægt sé að reka deildina í vetur. Því miður hafa aðstæður breyst það mikið að sú fjárhagsáætlun sem lagt var af stað með fyrir þetta tímabil er algjörlega brostin. Því er það mat stjórnar að þetta sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni.  Snæfell mun tefla fram sterku liði skipuðu íslenskum leikmönnum og ætlar sér stóra hluti í deildinni í vetur.

Stjórn körfuknattleiksdeildar hefur því ákveðið að boða til íbúafundar
þriðjudagskvöldið 7. október kl. 20:30 á Ráðshúsloftinu.
Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta!

Stjórn mfl karla Snæfells í körfuknattleik.
Aðalstjórn Snæfells

Meira..»

Tilboð opnuð í þjónustuhús við tjaldstæðin

Síðastliðinn föstudag voru opnuð tilboð í byggingu nýs þjónustuhúss á tjaldstæðið.  Þrjú tilboð bárust frá tveimur aðilum:

  Sumarbústaðir ehf.           36.574.156 kr.

  Skipavík ehf.                        27.931.250 kr.

  Skipavík ehf. frávikstilboð 25.200.000 kr.

Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á kr. 27.197.400,-

Meira..»