Fréttir

Guðni í dönsku pressunni

Guðni Valentínusson  (Ellýjar og Valla) hélt sem kunnugt er til Danmerkur í haust til náms í Íþróttalýðháskólanum í Árósum.  Í Árósum er einnig annar piltur við nám og gamall Hólmari, Kristjón Daðason sem stundar nám í trompetleik.  

Meira..»

Sameiningu heilsugæslustöðva frestað

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri sameiningu fimm heilbrigðisstofnana á Vesturlandi um hálft ár til 1.júli 2009 vegna þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu.  Jafnframt hafa forstöðumenn stofnannanna verið beðnir um að sitja áfram þann tíma en eins og kunnugt er átti að leggja störf þeirra niður við sameininguna og í staðin að koma ein staða forstöðumanns hinnar sameinuðu stofnunar.  Sameiningin átti að taka gildi nú um áramótin og með henni að sameinast Heilsugæslustöðvarnar í Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Snæfellsbæ og St.Franciskusspítali í eina stofnun undir nafninu Heilbrigðisstofnun Vesturlands 

Meira..»

Jesús Guð Dýrlingur frumsýndur fyrir fullu húsi

Leikfélagið Grímnir og leiklistarval Grunnskólans frumsýndu í gær fyrir fullu húsi, rokkóperuna Jesús Guð Dýrðlingur eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice.  Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason en hann vann einnig með leikfélaginu í fyrra að sýningunni Oliver.  Frumsýningin gekk vel í góðri stemmingu, þéttsetinn bekkurinn og raðað í hvert horn og rými salarins nýtt til hins ýtrasta enda leikmyndin einnig stór. 

Meira..»

Meiri sild, meira salt

Þeir halda áfram að færa björg í bú fyrir bæjarbúa, sjóarajaxarnir á Hjallatanganum með því að mokveiða síld í bakgarðinum hjá sér.  Stykkishólms-Pósturinn fékk að fljóta með þegar kíkt var á silfrið eftir hádegið en afraksturinn úr þeirri ferð var dágóður og nú geta bæjarbúar sótt sér fría síld sem er í körum á litlu bryggjunni.  Meira síðar

Meira..»

Sögueyjan 2008 Alþjóðleg sagnahátíð á Snæfellsnesi

Um komandi helgi er blásið til fyrstu alþjóðlegu sagnahátíðarinnar á Íslandi. Gestir sagnahátíðarinnar koma sumir langt að og eru þjóðþekktir sagnaþulir í sínum heimalöndum. Frá Skotlandi kemur David Champbel, frá Englandi Helen East, frá Noregi kemur Tore Rahn og frá Danmörku Vibeke Svejstrup. Auk þeirra koma fram íslenskar sagnakonur þær Sigurbjörg Karlsdóttir, Berglind Agnarsdóttir og Ragnheiður Þóra Grímsdóttir. Haldnar verða Sagnavökur á Hótel Hellissandi fimmtudagskvöld í Narfeyrarstofu , Stykkishólmi,- föstudagskvöld og á Hótel Framnesi í Grundarfirði á Laugardagskvöld. Allar sagnavökurnar hefjast kl. 21.00. Og börnin eiga einnig að fá að njóta því sagnafólk mun heimsækja grunnskólana á fimmtudag og föstudag. Vonandi taka Snæfellingar vel á móti þessari hátíð og njóti þess að hlusta á sögur eina kvöldstund. Frítt er inn á alla viðburði Sögueyjunnar 2008.

Meira..»

Stykkishólmsbær hlýtur Skipulagsverðlaunin 2008.

Í gær, á alþjóðlega skipulagsdeginum, var Stykkishólmsbæ veitt Skipulagsverðlaunin 2008 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Erla bæjarstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Það er skipulagsfræðingafélag Íslands sem veitir verðlaunin í samvinnu við Skipulagsstofnun. Veitt voru ein verðlaun (Stykkishólmsbær) og þrjár viðurkenningar, þær hlutu Hjálmar Sveinsson dagskrárgerðarmaður Rás 1 (eigandi Tangagötu 6 hér í bæ), Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Myndlistaskólinn í Reykjavík. Stykkishólmsbær fær verðlaunin fyrir miðbæ-deiliskipulag.

Meira..»

Baráttusigur hjá Snæfelli

Snæfell sigraði Breiðablik í Smáranum í kvöld 74-79 eftir framlengdan leik. Snæfellspiltar höfðu lært af slæmum byrjunum í síðustu tveimur leikjum og komu af krafti leiks í kvöld og komust í 8-0 áður en Breiðablik skoraði sín fyrstu stig. Staðan í hálfleik var 30-41 en Breiðablik vann 3.leikhluta 28-14 og staðan því að loknum 3.leikhluta 58-55 fyrir Breiðabliki. Snæfell vann 4.leikhluta 12-9 og því var jafnt að loknum venjulegum leiktíma 67-67 en það var Kristján Andrésson sem jafnaði leikinn þegar 5 sek voru eftir. Leikurinn fór því í framlengingu og þar byrjuðu Blikar betur en svo tóku Snæfellspiltar völdin og unnu að lokum framlenginguna 12-7 og leikinn þar með 74-79.   Tölfræðin

Meira..»

Snæfell fagnar 70 ára afmælinu

Sunnudaginn 16.nóvember verður haldið upp á 70 ára afmæli Ungmennafélagsins Snæfells í Íþróttamiðstöðinni.  Stjórn og afmælisnefndin hefur því óskað eftir myndum og munum að láni eða jafnvel gefins sem tengjast starfi Snæfells frá stofnun til að hafa til sýnis þennan dag.  Ef einhverjir velunnarar félagsins eru tilbúnir að verða við þessari ósk þá vinsamlegast hafið samband við formann félagsins Hjörleif Kristinn Hjörleifsson( Kidda) í síma 6902068. 

Meira..»

Silfur hafsins í garðinum hjá Stjána Lár

Það hefur verið líf í síldveiðunum við Stykkishólm og Hólmarar fylgjast hér með síldarskipunum að veiðum meðfram allri ströndinni.  Síldin er stygg og fer um í torfum og stundum ef vel er fylgtst með þá er eins og sjórinn sé kraumandi þegar síldin er að vaða við yfirborðið.  Hún freistar því gömlu sjóarajaxlanna og í gær létu tveir undan freistingunni og fóru á trillu og hentu út smá rekneti en fengu reyndar leyfi hjá lóðareigandanum áður.

Meira..»

Karlakvöld Snæfells vekur lukku

Á morgun stendur stjórn meistarflokks karla hjá Snæfelli fyrir karlakvöldi á Hótel Stykkishólmi með mat og skemmtun og svo opnu balli á eftir.  Karlar bæjarins hafa tekið vel við sér og seldir miðar farnir að nálgast hundraðið þegar síðast fréttist.

Meira..»