Föstudagur , 21. september 2018

Fréttir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Eins og kunnugt er stendur til að sameina fimm heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi og raunar búið að ákveða að það verði gert. Það eru Heilsugæslurnar í Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Snæfellsbæ og St.Franciskusspítali.

Meira..»

Flateyjarbók hin nýja

Símaskrá Flateyjar hefur verið gefin út undanfarin ár af Fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju og í ár 2008, er hún gefin út í sjötta sinn.   Símaskráin hefur með árunum sífellt orðið efnismeiri og er nú 48 blaðsíður með um 450 nöfnum, 700 símanúmerum, 300 vefföngum og margskonar fróðleik um Flatey.  Meðal nýjunga er kort af Flatey þar sem öll húsin á eynni er merkt inná.

Meira..»

Sauðfjárbændur funda um lágt verð

Nú líður að slátrun sauðfjár hefjist og sláturleyfishafar hafa gefið út verðskrár sínar fyrir sláturafurðir.  Að mati sauðfjárbænda eru verðhækkanir í þeim ekki nægilegar miðað við  þá hækkun sem orðið hefur á aðföngum til sauðfjárbænda. 

Meira..»

Vatnslaust í Hólminum

Vatn fór af öllum bænum um hádegisbil en mun væntanlega verða komið aftur á um kl.13:30 í stærstum hluta bæjarins.  Það er Neshverfið sem þarf að bíða aðeins lengur, þ.e. svæðið í grennd við Skipavík. 

Meira..»

Danskir dagar

Danskir dagar rötuðu heldur betur í fréttir fjölmiðla utan af landi um helgina og þær fréttir einkenndust af því að þær fjölluðu um allt aðra en Hólmara og það sem þeir voru að gera skemmtilegt þessa daga.

Meira..»

8 umsóknir um lóð

Það er enginn bilbugur á Hómurum í húsbyggingum þrátt fyrir tal um kreppu og niðursveiflu á fasteignamarkaðnum.  Átta umsóknir bárust t.d. í lóð í Hjallatanganum sem auglýst var til umsóknar nú fyrir stuttu.  Þá voru lagðar fram þrjár umsóknir um byggingaleyfi frá einstaklingum á síðasta fundi skipulags- og bygginganefndar 12.ágúst.

Meira..»

Hákarl í höfninni

Það fór um marga þegar hákarlsuggi sást á ferð í Stykkishólmshöfn um miðjan daginn í gær, ekki síst þau ungmenni sem stunda það á sumrin að hoppa í sjóinn í höfninni sér til gamans eftir siglinganámskeiðin.  Hákarlinn greindu þeir sem tilþekktu sem beinhákarl og samkvæmt Vísindavefnum lifa slíkir hákarlar mest á dýrasvifi sem heldur sig í efstu lögum sjávar, til dæmis örsmáum krabbaflóm, lirfum fiska og hryggleysingja og fiskeggjum.

Meira..»

Sala hafin á Jökul Bjór

Það er alltaf gleðiefni þegar ný fyrirtæki hasla sér völl og ekki síst í litlum bæjarfélögum eins og Stykkishólmi.  Það var því stór stund í dag þegar Mjöður Brugghús ehf. hóf formlega sölu á JÖKUL BJÓR sem er fyrsta framleiðsluafurð fyrirtækisins.  Það var Gretar D. Pálsson forseti bæjarstjórnar sem tók á móti fyrsta glasinu af bjórnum á Narfeyrarstofu.

Meira..»

Fallegur garður 2008

Nú styttist í 15. Dönsku dagana og undirbúningur með hefðbundnu sniði.  Meðal hefðbundinna atriða á laugardeginum er afhending Lions á viðurkenningu fyrir fallegan og velhirtan garð.  Lionsmenn óska að venju eftir tilnefningum frá bæjarbúum um fallega garða og þurfa þær tilkynningar að hafa borist í síðasta lagi kl.19 föstudaginn 15.ágúst. 

Meira..»