Fréttir

Ragnar á hæsta tind Evrópu

Eins og áður hefur verið greint frá þá hugðist Hólmarinn Ragnar Antoniuessen klífa fjallið Elbrus í Rússlandi nú í júní en það er hæsta fjall Evrópu, 5.642 metrar að hæð.  Samkvæmt ferðaáætluninni ætluðu Ragnar og félagar að gera fyrstu atlögu að tindinum í gær 17.júni og sú áætlun stóðst.  Uppgangan tókst vonum framar og tók ótrúlega stuttan tíma og á tindinn náði Ragnar kl.7 að íslenskum tíma.  Þetta er glæsilegt afrek hjá Ragnari og hann fær hamingjuóskir frá Stykkishólms-Póstinum.

Meira..»

Mjöður ehf. Brugghús að komast í gang

Hjólin erun nú farin að snúast eitt af öðru í starfsemi Mjaðar Brugghúss.  Síðustu tækin komu í hús í síðustu viku og á fimmtudaginn var lagt í fyrstu stóru lögunina.  það ferli tók allan daginn og nú verður spennandi að sjá hvernig þeirri lögun reiðir af og hvernig bragðið á endanum verður. 

Meira..»

Hluti Aðalgötu steyptur

Það hefði mátt ætla að verið væri að filma hafmeyjuatriðið úr síðasta þorrablóti þegar starfsmenn bæjarins hófu steypuvinnu á Aðalgötunni við Skipavíkur húsið s.l. þriðjudag.  Nonni Mæju, hinn örvhenti, var mættur og Högni Högna og fleiri.  Eina persónan úr atriðinu sem ekki var á staðnum var hafmeyjan sjálf.  En tilefnið var víst annað og framkvæmdin sem slík löngu orðin tímabær.

Meira..»

Þingmenn í heimsókn

Jón Bjarnason og Þuríður Backman, þingmenn Vinstri grænna, voru hér í heimsókn á St.Franciskusspítala s.l. þriðjudag og voru nýkomin þaðan þegar Stykkishólms-Pósturinn heyrði í þeim og Lárusi Ástmari Hannessyni, samflokksmanni þeirra í Stykkishólmi, um heimsóknina. 

Meira..»

Green Globe vottun fagnað

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull,  fagna þeim tímamótaatburði í dag að hafa fyrst allra sveitarfélaga í Evrópu, fengið Green Globe vottun.  Einungis þrjú önnur sveitarfélög í heiminum hafa hlotið þessa vottun en sveitarfélögin á Snæfellsnesi fá vottunina sem ein heild fyrir allt Snæfellsnesið. 

Meira..»

Viðförul grásleppa

Grásleppuvertíðin hefur farið vel af stað og langt síðan að aflast hafi jafn vel.  Í fyrra voru þeir aflhæstir Þröstur Auðuns og Jóhann Kúld á Írisi SH og þeir eru byrjaðir veiðar nú og verða með tvo báta þetta sumarið til að lengja hjá sér tímabilið. 

Meira..»

Bláfáninn við hún í 6.sinn

Stykkishólmshöfn var afhentur Bláfáninn í dag, 6.árið í röð, fyrst hafna á Íslandi á þessu ári.  Það var Sigrún Pálsdóttir verkefnsisstjóri Bláfánans sem afhenti Erlu Friðriksdóttur bæjarstjóra fánann.  Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki  sem í ár er veittur í 31 Evrópulandi og í 6 löndum utan Evrópu. 

Meira..»

Tómstunda- og leikjanámskeið fyrir yngstu bekkina

Það hefur ekki verið mikið í boði af skipulögðu tómstundastarfi eða íþróttum fyrir krakkana úr yngstu bekkjum grunnskólans þegar skóla líkur.  Nú verður hinsvegar breyting á því  tómstunda- og leikjanámskeið fyrir krakkana úr 1. og 2.bekk verður í boði í júní. 

Meira..»

Þrír fengu styrk frá byggðastofnun

Byggðastofnun birti í gær lista yfir styrkveitingar og hlutafjárframlög stofnunarinnar vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009.  Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár.  Þrjú fyrirtæki í Stykkishólmi hlutu styrki, alls upp á 7.650.000.

Meira..»