Fréttir

Konungleg heimsókn til Stykkishólms í maí

Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa munu koma í opinbera heimsókn til Íslands í maí.  Munu þau dvelja einn dag í Reykjavík, einn dag á Þingvöllum og einn dag í Stykkishólmi.  Er um opinbera heimsókn að ræða og munu forsetahjónin taka á móti þeim og fylgja þeim m.a. hingað í Stykkishólm.

Meira..»

Snæfellsnesið fær vottun Green Globe

Í gær fékkst það staðfest frá Green Globe samtökunum að sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hafi fengið vottun Green Globe.  Þar er um skilyrta vottun til 3 mánaða að ræða í fyrstu að þeim tíma liðnum eiga sveitarfélögin að vera búin að kippa ákveðnum atriðum í liðinn.

Meira..»

Tap gegn Keflavík

Snæfell tapaði í kvöld 83-98 fyrir Keflavík í 2.leik liðanna í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.  Sigur Keflvíkinga var sanngjarn, Snæfellsliðið og þá sérstaklega lykilleikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik.  Jón Ólafur kom sterkur af bekknum og hreinlega hélt Snæfellsliðinu inn í leiknum meðan hans naut við en hann lenti í villuvandræðum og þurfti að lokum að yfirgefa völlinn með 5 villur og var þá kominn í 20 stig.  Nú er bara eitt í stöðunni hjá Snæfelli og það er að taka þrjá sigra í röð, það er erfitt en hægt ef viljinn er fyrir hendi hjá liðinu sem stuðningsmönnum.

Meira..»

Upphaf körfuboltans í Stykkishólmi

Nú þegar gengur svona vel í körfunni hjá Snæfelli er gaman að líta til baka til upphafsára körfuboltans í Stykkishólmi. Körfuboltinn hefur í áratugi verið ein aðalíþróttin hjá Snæfelli og félagið oft á tíðum náð frábærum árangri en sennilega þó aldrei svo góðum sem á þessu tímabili og ekki allt búið enn. Það má segja að upphafið að iðkun körfuboltans í Stykkishólmi megi rekja til komu Sigurðar Helgasonar sem ráðinn var sem íþróttakennari við grunnskólann árið 1951.

Meira..»

Strand við Skipavík

Dráttarbáturinn Herkúles strandaði við Landeyna á mánudaginn en hann var á leið inn til hafnarinnar í Skipavík. Dráttarbáturinn var hingað kominn til að sækja Báru SH sem hefur legið við bryggjuna í Skipavík undanfarna mánuði og þá ýmist ofan sjávar eða neðan en hún sökk sem kunnugt er við bryggjuna í byrjun desember í fyrra.

Meira..»

Frábær sigur hjá Snæfelli 116-114

Snæfell sýndi hreint magnaða endurkomu í kvöld í leiknum gegn Grindavík.  Vann upp 18 stiga mun í 4.leikhlutanum og sigraði svo að lokum eftir framlengdan leik.  Því miður fyrir Grindvíkingana þá þurfti annað liðið að tapa í þessum leik.  En þó Grindvíkingar hafi ráðið ferðinni að mestu í þessum leik þá var lokasprettur Snæfells með því magnaðasta sem sést hefur í islensku körfubolta og sigurinn því fyllilega verðskuldaður sem og sú staðreynd að liðið er nú komið í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratitilinn.  Meira síðar

Meira..»

Glittir í Green Globe vottun

Eins og greint var frá í síðustu viku komu hér fulltrúar á vegum Green Globe samtakanna til að taka út stofnanir sveitarfélaganna á Snæfelllsnesi.  Úttektin var til að meta árangur sveitarfélaganna á sviði sjálfbærrar þróunar. Sveitarfélögin hafa stefnt á vottun frá Green Globe í þeim efnum og vonuðust til að niðurstaðan úr úttekinni yrði sú að sveitarfélögin á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfelllsjökull fengu fullnaðarvottun frá Green Globe.

Meira..»