Þriðjudagur , 18. september 2018

Fréttir

Snæfell sigraði Skallagrím

Snæfell sigraði Skallagrím í kvöld í spennuleik 85-77. Því miður þá kom upp smá bilun í server hjá okkur þegar spennan var sem mest og biðjumst við velvirðingar á því. Skallgrímsmenn voru nærri því að koma leiknum í háspennu á lokamínútunni þegar Miftari skoraði og staðan varð 80-77 fyriir Snæfelli og 40 sek eftir. En síðan klikkuðu liðin fram og til baka þar til brotið var á Hlyni og 15,5 sek eftir og Skallagrímur tók þá leikhlé.

Meira..»

Skeifuverksmiðja í Stykkishólm

Atvinnulífið verður stöðugt fjölbreyttara hér í bæ og nýjasta viðbótin á því sviði ætti að kæta hestamenn í Stykkishólmi.  Því nýlega keyptu hjónin Agnar Jónasson og Svala Jónsdóttir fyrirtækið Helluskeifur frá Hellu. 

Meira..»

Margir sóttu um umsjónarmann fasteigna

Þrettán sóttu um starf umsjónarmanns fasteigna hjá Stykkishólmsbæ en umsóknarfrestur rann út 1.febrúar. Staðan er ný hjá Stykkishólmsbæ og mun m.a. ná yfir umsjón grunnskólans og mun hin hefðbundna húsvarðarstaða þar leggjast af með tilkomu umsjónarmannsins.

Meira..»

Eimskip styrkir Hólmara

Það er ekki ofsögum sagt að nám í Grunnskóla Stykkishólms gefur góðan grunn fyrir framtíðina.  Á hverju ári berast tíðindi af Hólmurum sem hljóta viðurkenningar í sínu framhaldsnámi og stutt síðan að Ísak Hilmarsson dúxaði og lauk námi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga marg verðlaunaður.

Meira..»

Orgel keypt af Klais

Sóknarnefnd Stykkishólmskirkju ákvað í síðustu viku að ganga til samninga við orgelframleiðandann Klais í Þýskalandi um kaup á nýju orgeli í Stykkishólmskirkju.

Meira..»

Sorpið minnkar

Nú koma nýjar tölur vikulega í sorpmálum Stykkishólms eftir því sem flokkunarferlið fer lengra.  Í gær var losað í fyrsta sinn úr gömlu gráu tunnunni sem áður var eina tunnan sem hent var í.  Í hana fer nú almennt sorp þ.e. allt það sorp sem ekki er hægt að flokka og endurvinna. 

Meira..»

Sesselja sextug

Sesselja Pálsdóttir Silfurgötu 36, Hólmari ársins 2005, verslunarkona, kvenfélagskona og Hólmari með risastóru H-i, er sextug í dag.  Sesselja fær hamingjuóskir frá Stykkishóms-Póstinum í tilefni dagsins.

Meira..»

Miðasala hafin á úrslitaleikinn

Miðasala á úrslitaleikinn í Lýsingarbikar karla á milli Snæfells og Fjölnis þann 24.febrúar næst komandi er hafin á midi.is. Þeir sem vilja vera tímanlega í því að tryggja sér miða geta því drifið í því strax.

Meira..»