Fréttir

Sean í heimsókn og í siglingu með Sæferðum

Seon Lennon sonur Yoko Ono og bítilsins John Lennon kom í heimsókn í Stykkishólm ásamt þremur vinum sínum, síðastliðinn mánudag 8.október.  Eins og kunnugt er var hann staddur hér á landi ásamt fleirum til að vera viðstaddur þegar kveikt yrði á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey í gærkvöldi.

Meira..»

KR og Keflavík Íslandsmeistarar?

Forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar í Iceland Expressdeildinni, hittust í dag á kynningarfundi fyrir komandi Íslandsmót í körfunni.  Samkvæmt spá þeirra sem gerð er á hverju ári verða KR ingar Íslandsmeistarar hjá körlunum en Keflavík hjá konunum.  Snæfell lenti í 2.sætinu í spánni hjá körlunum.

Meira..»

Framkvæmdir hafnar á Laufásveginum

Fræmkvæmdir eru hafnar við jarðvegsskipti á Laufásveginum fyrir lagningu slitlags en Laufásvegurinn er einn af fáum vegum innanbæjar sem enn eru án slitlags.  Það eru verktakarnir Stefán Björgvinsson, Palli Sig ehf,  og EB vélar ehf. sem vinna verkið en þeir voru lægstir þegar verkið var boðið út hjá Stykkishólmsbæ

Meira..»

Slobodan á ný með Snæfelli

Nú er það orðið ljóst að Serbin Slobodan Subasic, sem lék með Snæfelli tímabilið 2005-2006, mun ganga til liðs við Snæfell á ný. Hann er væntanlegur til landsins í næstu viku og ætti því hugsanlega að geta fylgst með fyrsta leik tímabilsins í Iceland Expressdeildinni á móti UMFN í Njarðvík 11.okt.. Hann mun væntanlega leika í hlutverki leikstjórnanda á móti Justin Shouse.

Meira..»

Nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði

Í gær samþykkti bæjarráð umsókn Jóns Á. Ingólfssonar og Páls V. Þorbergssonar um lóðina Aa v/ Laufásveg og Borgarbraut.  Umsóknina gera þeir fyrir hönd óstofnaðs félags sem hyggst reisa á lóðinni 2.hæða verslunar- og þjónustubyggingu.

Meira..»

Örn

Frá því er greint á vef Náttúrstofu Vesturlands í Stykkishólmi að heimilisfólkið í Bjarnarhöfn hafi handsamað ungan örn við bæinn sem reyndist vera ársgamall kvenkyns ungi. Assan(örninn) hafði verið á vappi í grennd við Bjarnahöfn í 2-3 daga. Sjá nánar á vef Náttúrustofunnar.

Meira..»

Nesbrauð komið með bakarameistara

Nesbrauð hafa ráðið nýjan bakarameistara til starfa og hann hóf störf í gær. Hann heitir Gunnar Þór Guðmundsson og er reyndur í „bakarísbransanum“ þó ungur sé að árum, hefur m.a. starfað hjá Jóa Fel, Bakaranum á hjólinu og Sandholt og nú síðast hjá Kökuhorninu í Kópavogi, svo eitthvað sé nefnt af litla höfuðborgarsvæðinu. 

Meira..»

Stórlúða

Þeir hafa verið að gera það ágætt á haukalóðinni trillukarlarnir og fengið nokkuð af lúðu og þá slæðist oft ein og ein stór með.  Síðastliðinn sunnudag kom Kristinn Þ. Bjarnason (Diddi Bjarna) á Bjarna Einars SH 545 í land með eina stóra sem reyndist vera um 150 kg slægð og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var hún ekki nein smásmíði. 

Meira..»

Með Átaki í líkamsrækt

Nú er sælutími sumarsins senn á enda og viðrar ekki alveg eins vel til útivistar lengur sem leiðir til þess að hreyfing fólks fer meira fram innanhúss.   Fólk streymir í líkamsræktarstöðvar og íþróttahús til að stunda hreyfingu og líkamsrækt af öllum toga.  Einn af fjölmörgum starfsmönnum Stykkishólms-Póstsins er einn af þeim sem alltaf er á leiðinni í líkamsrækt en einhvern veginn verður aldrei af því, hvað sem veldur.

Meira..»

Snæfellsnesralli aflýst

Vegna óvenju mikillar úrkomu undanfarna daga og slæmrar veðurspár hefur 6. umferð Íslandsmótsins er halda átti á Snæfellsnesi á laugardaginn verið aflýst. Við leiðaskoðun kom í ljós að fyrirhuguð akstursleið hafði lokast vegna vatnavaxta á all nokkrum stöðum. Er því gripið til varaáætlunar og verður rallið haldið á láglendi í nágrenni Reykjavíkur.

Meira..»