Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Fréttir

Fyrsta tunnan afhent

Í morgun hófst að dreifing á  þeim tunnum sem á vantar til að hægt sé að byrja flokkun heimilissorps.  Það var forseti bæjarstjórnar, Gretar D. Pálsson sem fékk afhenta fyrstu tunnuna á Víkurflötinni og síðan var dreifingu haldið áfram um bæinn og ef allt gengur upp ættu allir að fá sínar tunnur  í dag og um helgina.

Meira..»

Styttist í flokkun heimilssorps

Nú styttist óðum í það að Hólmarar fara að flokka allt sorp sem frá heimilunum kemur og Stykkishólmur verði þar með fyrst bæjarfélaga sem ræðst í slíka flokkun.  Það er meira en að segja það að fara í slíkt átak í heilu bæjarfélagi og því hafa Stykkishólmsbær sem og Íslenska Gámafélagið sem að samningnum standa lagt áherslu á að kynna málið vel fyrir íbúum.

Meira..»

Nýr leikmaður til Snæfells

Nú er það orðið klárt að nýr leikmaður er genginn í raðir Snæfellsmanna.  Þar er um 25 ára gamlan ástralskan leikmann að ræða Steve Leven að nafni.  Hann mun vera tvistur eða jafnvel þristur þ.e. í stöðu bakvarðar eða jafnvel framherja.  Steve kemur til landsins á laugardaginn og mun vonandi verða orðinn klár í bikarleikinn gegn Njarðvík 2.febrúar.

Meira..»

Týnd kisa!

Kisan er lítil, svört með hvítar loppur og hvítt á bringuni. Hún er með rauða ól um hálsinn. Hún heitir Kleópatra. Hún sást síðast í Tjarnarás. Við leikskólann. Ef e-h getur gefið uppl um Kleópötru vinsamlegast hringið í s: s: 857-6138 eða 438-1679.

Meira..»

Þórey sextug í dag

Ólöf Þórey Ellertsdóttir Hjallatanga 10 er sextug í dag og fær hún og önnur afmælisbörn dagsins í Stykkishólmi og Helgafellssveit afmæliskveðjur frá Stykkishólms-Póstinum. 

Meira..»

Gott gengi í körfunni

Snæfell sigraði Þór Akureyri í dag 65-41 í 1.deild kvenna en leikurinn var frestaður leikur frá því fyrir jól og var leikinn á Akureyri. Alda Leif lék ekki með Snæfelli í þessum leik en liðið hefur einnig verið án Fríðu í undanförnum leikjum en María Björns er hinsvegar kominn inn á ný. Stigahæstar í dag voru Gunnhildur 13, María 10 og Berglind 9.

Meira..»

Þyrla í sjúkraflug til Stykkishólms

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug sjúkraflug til Stykkishólms í gærkvöldi.  Þyrlan lenti á íþróttavellinum skömmu eftir miðnættið þar sem sjúklingurinn var fluttur um borð.  Töf varð á brottför þyrlunnar vegna veðurs því skömmu eftiir að hún lenti gerði svarta bil og bætti verulega í vind.  Þyrlan komst þó í loftið laust eftir kl. 01 í nótt.

Meira..»

Snæfell fékk Njarðvík

Snæfell dróst á útivelli á móti Njarðvík í undanúrslitum Lýsingarbikarsins.  Leikir í undanúrslitum eiga að fara fram helgina 2.-3.febrúar.  Það er því nokkuð ljóst að sá leikur mun skarast illilega við þorrablótið og spurning hvort hægt væri að fá leikinn færðan á föstudaginn 1.febrúar. 

Meira..»

Sigurður Á. Þorvaldsson íþróttamaður HSH 2007

Að loknum leik Snæfells og Keflavíkur í gær kynnti HSH þá íþróttamenn sem útnefndir voru íþróttamenn ársins í tilteknum íþróttagreinum innan Héraðssambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.  Úr þeim hópi var svo útnefndur íþróttamaður HSH 2007 og það var Sigurður Á. Þorvaldsson leikmaður meistaraflokks Snæfells í körfunni sem hlaut titilinn í þetta skiptið.  Sigurður er vel að útnefningunni kominn, átti mjög gott tímabil á síðasta ári með Snæfelli og hefur leikið mjög vel á yfirstandandi tímabili, þar sem Snæfell á möguleika á þrennunni með sigrinum á Keflavík í gær. 

Meira..»