Fréttir

Jólin nálgast

Það verður æ jólalegra í Stykkishólmi eftir því sem nær dregur jólum.  Í lok nóvember voru starfsmenn bæjarins mættir með hefðbundið jólaskraut á ljósastaura bæjarins.  Og í gær settu þeir svo upp nýja stjörnu á Þinghúshöfðann en löng hefð er fyrir stjörnu þar þó hún hafi ekki verið sett upp hin síðari ár eftir að sú gamla gaf sig.

Meira..»

Bátur sökk

Fanney RE-31, rúmlega 36 brl. eikarbátur sökk í höfninni við Skipavík aðfararnótt laugardagsins.  Báturinn hefur sokkið milli kl.2 og 4 um nóttina því hann var á floti um 2 leytið en horfinn kl.4.  Báturinn sem áður hét Bára var smíðaður í Stykkishólmi 1967 og var þá sennilega síðasti báturinn sem smíðaður var í slippnum við Smiðjustíginn. 

Meira..»

Blessuð síldin

Hólmarar fengu smá nasasjón af síldveiðum þegar síldin fannst inn á Breiðasundinu.  Það var ansi tilkomumikil sjón að sjá öll þessi skip við veiðar þarna inn á sundinu á milli eyjanna, dýpið var að vísu þokkalegt, yfirleitt um 20-40 faðmar þannig að grynningar voru ekki að trufla skipin þegar inn á sundið var komið.

Meira..»

Fimmtugir fagna

Bjössi Benna (Björn Benediktsson)Sundabakka 1, málari, blakari, hnitari og sitthvað fleira  er fimmtugur í dag.  Kristín Rut Helgadóttir Ásklifi 5 fagnar einnig fimmta tugnum í dag.  Þau og  önnur afmælisbörn dagsins í Hólminum, fá hamingjuóskir frá Stykkishólms-Póstinum.  

Meira..»

Snæfell gegn Skallagrími og Þór

Búið er að draga í næstu umferð í Lýsingarbikarnum í körfunni og mun karlalið Snæfells mæta liði Þórs Ak. á Akureyri helgina 7.-9.desember. Það var einnig dregið hjá stelpunum og Snæfellsstelpurnar voru heppnari þó um útileik sé að ræða þurfa einungis að fara í Borgarnes því þær mæta Skallagrími og sá leikur fer einnig fram 7.-9..des.

Meira..»

Jólastemmingin komin í Norska húsið

Norska húsið opnar í dag, sína árlegu jólaopnun sem orðin er partur af dagskrá hússins. Húsið verður opið daglega fram til jóla kl. 14.00-18.00. Í fyrra var einnig prufað að hafa opið á fimmtudagskvöldum og var almenn ánægja með það, þannig að nú verður opið á fimmtudagskvöldum í desember kl. 20.00-22.00.

Meira..»

Atburðadagatalið komið

Atburðadagatalið í desember fyrir Stykkishólm og nágrenni kemur út með Stykkishólms-Póstinum á morgun.  Það má einnig nálgast það á síðunni yfir blöð vikunnar hér til vinstri.

Meira..»

BB & synir í Móholtið

Fyrir nokkru voru opnuð tilboð í gatnagerð og lagnir við Móholt en það voru Orkuveitan, Milan, Rarik og Stykkishólmsbær sem stóðu saman að útboðinu. Þá reyndist Berglín ehf vera með lægst tilboðið en Orkuveitan hafnaði sem kunnugt er því tilboði. Á síðasta bæjarráðsfundi sem haldin var í gær 22.nóv. hjá Stykkishólmsbæ var samþykkt að bæjarstjóri gangi til samninga við BB og syni ehf í verkið en þeir voru með næst lægsta tilboðið í verkið.

Meira..»

Sannfærandi sigur Snæfells

Snæfell vann í kvöld sannfærandi 72-53 sigur á B liði Hauka í uppgjöri þessara tveggja toppliða í 1.deild kvenna. Snæfell byrjaði leikinn af krafti og náði góðri forystu strax í 1.leikhluta sem liðið hélt svo út leikinn. Þar fór fremst Alda Leif sem stal ófáum boltunum í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfeik var 42-24 og í hálfleiknum fór rafmagnið af Stykkishólmi í heild sinni og komst það ekki á aftur fyrr en eftir um 40 mínútur.

Meira..»