Fréttir

Smá ,,Dash“ af Flugfélagi Íslands

Það er ekki á hverjum degi sem stærri farþegaflugvélar sjást á flugi yfir Stykkishólmi hvað þá að þær lendi hér á flugvellinum.  Síðastliðinn laugardag heyrðist í flugvél sem hljómaði eins og þar færi stærri vél en fjögurra sæta Cessna.  Það sást til fólks þar sem það forðaði sér á hlaupum af golfvellinum minnugt þess þegar flugvél lenti þar fyrir ári eða svo. 

Meira..»

Höfnin

Það er sem fyrr margt áhugavert í fundargerðum hinna ýmsu nefnda bæjarins nú í ágúst þó eitt erindi veki e.t.v meiri athygli en annað því það var tekið fyrir á þremur stöðum.  Það var umsókn Péturs Ágústssonar og Sæþórs Þorbergssonar um lóð við höfnina á grjótgarðinum við Árnasteina en það er litli garðurinn sem stendur inn í höfnina til móts við Súgandisey. 

Meira..»

Hörkutólin taka á því

Þeir eru sterkir, karlmannlegir og engar kerlingar.  Þeir hugsa, allt að því íhuga.   Þeir tjá sig gjarnan í bundnu máli, þeir borða harðfisk og slátur í morgunmat.  Þeir klæðast fötum frá Dressman og skóm frá Heimahorninu.

Meira..»

Lokun

Vegna ræsagerðar verður Snæfellsnesvegur 54 lokaður frá kl 13.00 til kl 17.00 í dag, austan við gatnamót Stykkishólmsvegar.

Meira..»

Eldur kviknaði í bát í Skipavík

Það fór betur en á horfðist í fyrstu, í morgun, þegar eldur gaus upp við vinnu í bátnum Guðmundi Jenssyni SH frá Ólafsvík, þar sem hann lá bundinn við bryggjuna í Skipavík.  Starfsmenn Skipavíkur voru að vinna við suðuvinnu aftur á bátnum þegar neisti hefur líklega læst sig í einungrun á stálbitum í bátnum.  Einangrunin er einskonar úritanhvoða sem hefur verið sprautað á stálið sem einangrun þegar báturinn var smíðaður á sínum tíma.

Meira..»

Velheppnaðir Danskir dagar

Það er ekki hægt að segja annað en að flest hafi gengið upp á Dönsku dögunum þetta árið og annað árið í röð var frábært veður alla dagana.  Góða veðrið kom e.t.v. ekki svo á óvart eftir þá veðurblíðu sem er búin að vera í allt sumar en það er samt alltaf sá þáttur sem hefur mest áhrif ef það er ekki gott. 

Meira..»

Níu tilboð í orgelsmíði

Tilboð í smíði nýja orgelsins í Stykkishólmskirkju voru opnuð síðastliðinn föstudag en fimm aðilar voru beðnir um að senda inn tilboð í smíðina.  Það voru orgelsmiðir frá Sviss, Noregi, Ameríku, Þýskalandi og svo Björgvin Tómasson frá Íslandi. 

Meira..»

Hárgreiðsla og myndatökur

Þórdís Helgadóttir hárgreiðslumeistari á Hárný í Kópavogi var á meðal fjölmargra brottfluttra Hólmara sem komu á Danska daga þetta árið með fjölskyldum sínum. Í þetta skiptið nýtti hún þó tímann í meira en grill, danske kager og flødeskum því fimmtudeginum og föstudeginum stýrði hún ljósmyndatökum fyrir heildsöluna Aría sem selur Indola hársnyrtivörur. 

Meira..»

Hreinsað við Ögur

Það er víða búið að taka til hendinni í bænum síðustu vikur og ánægjulegt að sjá að sú tiltekt náði einnig uppeftir að Ögursafleggjaranum.  Þar er loks komin hreyfing á það „rusl“ sem þar hefur legið, sumt lengi annað í styttri tíma. 

Meira..»

Veraldarvinir

Hópur af hressu ungu fólki er nú staddur hér í bænum á vegum samtakanna World Wide Friends eða Veraldarvinir eins og það útleggst á íslensku en um 45 hópar eru að störfum frá samtökunum víða um landið.

Meira..»