Fréttir

Af framkvæmdum í Plássinu

Framkvæmdir við jarðvegsskipti og lagnir í miðbænum eru nú langt komnar og reiknað með að verktakinn sem mun sjá um steinahleðsluna mæti eftir helgi. Framkvæmdir hafa gengið nokkuð hægar en reiknað var með af ýmsum ástæðum s.s. að endurnýja þurfti Laxárlögnina alveg í gegnum Plássið en það var ekki í útboðsgögnum. Þá hafa einnig verið lagðir lagnabrunnar og lagnir á milli þeirra sem m.a. eru ætlaðar ljósleiðurum í framtíðinni.

Meira..»

Lúðrasveitin æfir sig

Það hefur verið gaman af því hve lúðrasveitin hefur stöðugt verið að vaxa fiskur um hrygg undir stjórn Martins Markvoll.  Stutt er síðan að sveitin hélt alveg glimrandi tónleika í Stykkishólmskirkju þar sem m.a. Sousamarsarnir voru teknir með trukki og lúðrasveitin greinilega orðin vel samspiluð.

Meira..»

Bíll útaf

Umferðaróhapp varð í gær til móts við veginn í hesthúsin þegar bifreið fór þar útaf veginum en bíllinn mun hafa verið að koma frá hesthúsunum.  Það var þó lán í óláni að bíllinn hélst á hjólunum, því ekki mátti miklu muna að hann hafnaði ofan í skurði.

Meira..»

Skólarnir fá Grænfánann

Það er ekki hægt að segja annað en að stofnanir bæjarins standi sig vel í umhverfismálunum.  Stutt er síðan Bláfáninn var dreginn að húni í fimmta sinn við höfnina og í gær fengu bæði leikskólinn og grunnskólinn, þ.e. sá hluti hans sem er í gamla skólanum á Skólastíg, Grænfánann afhentan. 

Meira..»

Nýju raðhúsin tilbúin

Raðhúsið sem Skipavík hefur verið að byggja á Laufásveginum fyrir hjónin Böðvar Valgeirsson og Jónínu Ebenesardóttir eru nú tilbúið og var von á fyrstu gestunum eftir hádegið í dag. Raðhúsin eru þá orðin tvö í eigu þeirra hjóna og eru sex íbúðir í hvoru en íbúðirnar eru örlítið stærri í nýja húsinu eru um hálfum metra breiðari og um 70 fermetrar að stærð.

Meira..»

Þemavinna í Grunnskólanum

Það var mikil þemavinna í gangi í Grunnskólanum þessa síðustu daga skólaársins í vikunni. Krakkarnir í 4-8.bekk unnu stórt verkefni um lífríki Breiðafjarðar en það er verkefni sem Lárus Ástmar Hannesson kennari útbjó. 

Meira..»

Fyrsta skákmótið í Vatnasafninu

Skákinni er ætlaður verðugur sess í starfsemi Vatnasafnsins í framtíðinni og var fyrsta skrefið í þá átt stigið síðastliðið þriðjudagskvöld með opnu hraðskákmóti. Það var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambandsins sem stóð fyrir því og mótið hugsað sem upphaf og um leið kynning á skákinni og samstarfinu í Vatnasafninu.

Meira..»

Gefið í orgelsjóðinn

Vel hefur gengið að safna í orgelsjóðinn síðan að kraftur var settur í söfnunina fyrir um þrem vikum en á þeim tíma tókst að safna um 15 milljónum. En reiknað er með að nýtt orgel komi til með að kosta í kringum 35 milljónir. Gefendur eru af öllum toga og nú síðast voru það félagar í Liverpoolklúbbnum í Stykkishólmi sem létu fé af hendi rakna í sjóðinn.

Meira..»

Vatnasafnið

Það hefur verið jafn og stöðugur straumur í Vatnasafnið frá opnun þess.  Á fyrstu tvær formlegu opnanirnar kom margt erlendra gesta og þar á meðal  blaðamenn og arkitektar. Umsagnir frá sumum þessara gesta um Roni Horn og Vatnasafnið eru nú að að byrja að birtast á vefsíðum og í tímaritum.  Hér er ein af vefsíðu listatímaritsins  Artforum.
Og hér er önnur úr Financial Times 

Meira..»

Styrkir úr pokasjóði

Pokasjóður útdeildi styrkjum síðustu helgi til umhverfis-, menningar-, íþrótta- og mannúðarmála og var ríflega 100 milljónum úthlutað í þetta skiptið.  Meðal styrkþega voru Stykkishólmskirkja sem hlaut 500.000 kr. í nýtt pípuorgel í Stykkishólmskirkju. 

Meira..»