Laugardagur , 22. september 2018

Fréttir

Málþing um málefni innflytjenda í dag

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþingi í dag um málefni innflytjenda á Vesturlandi. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öllum opinn og það verður haldið í Klifi Ólafsvík og hefst með léttum veitingum kl.12:30.

Meira..»

Hvaða orgel?

Orgelmál Stykkishólmskirkju hafa verið til umræðu í nokkurn tíma en nú er komin veruleg hreyfing á þau mál.  Tómas G. Eggertsson organisti skrifaði af því tilefni eftirfarandi grein í nýjasta tbl. Stykkishólms-Póstsins.

Meira..»

Glys og Glamúr í beinni

Söngvakeppni framhaldsskólanna fer fram á Akureyri um helgina og verður úrslitunum sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu kl. 20:50 á laugardagskvöldið. Fjölbrautaskóli Snæfellinga á þar fulltrúa.

Meira..»

Jaðarinn kominn á Laufásinn

Rétt fyrir páska var loks komið að því að flytja húsið Jaðar af Aðalgötu 19 upp á Laufásveg 6.  Búið var að losa það frá skorsteininum og rífa allt innan úr húsinu og því nánast bara bárujárnsklædd grindin sem var flutt.  Húsið er í einkaeigu en það var Stykkishólmsbær sem kostaði flutninginn.

Meira..»

María fertug

María Bryndís Ólafsdóttir Borgarbraut 20 er fertug í dag og fær af því tilefni hamingjuóskir frá Stykkishólms-Póstinum. Önnur afmælisbörn dagsins, sem eru nokkur hér í Stykkishólmi, fá einnig hamingjuóskir.  Ekki síst hún Olga í Áskinninni en hún var að skríða yfir „tvítugt“.

Meira..»

Vatnslaust um tíma í Stykkishólmi

Vatnslaust varð í Stykkishólmi laust eftir kl.11 í morgun er heimæðin inn í bæinn var tekin í sundur rétt neðan við Hamraenda. Það var verktaki sem var að vinna við nýju affallslögnina sem hjó í þá gömlu með þeim afleiðingum að gat kom á lögnina. Starfsmenn Orkuveitunnar hófu þegar viðgerð sem tafðist þó sökum þess að mikið vatn var í lögninni og mikið rann úr henni eftir að skrúfað hafði verið fyrir hana. Það tók því tíma að komast að biluninni. Viðgerð er nú lokið og vatn var komið á að nýju rétt eftir kl.14.

Meira..»

Skákæfing Roni Horn og Fischers aprílgabb

Aprílgabbið á snaefellingar.is var fréttin um fyrirhugaða skákæfingu og fjöltefli Bobby Fischers og Roni Horn í Vatnasafninu. Stykkisholmsposturinn.is vonar að þeir sem hlupu apríl hafi ekki orðið meint af. En umferðin um Vatnasafnið á sunnudaginn sýnir að það er greinilegur áhugi fyrir skákinni og ekki ólíklegt að Bobby Fischer hafi líka trekkt sem og innanbæjarkonan Roni Horn.

Meira..»

Bobby Fisher kennir skák

Eins og alkunna er þá hefur Bobby Fischer fyrrum heimsmeistari í skák sýnt áhuga á því að setjast að hér í Stykkishólmi. Hann mun ætla að prufa að dvelja hér í sumar og hyggst þá aðstoða vinkonu sína Roni Horn við það að útbreiða skáklistina í Stykkishólmi með skákkenslu í Vatnasafninu. Þau munu kynna þessi áform sín með smá fjöltefli og skákæfingu kl.14:00 í dag í Vatnasafninu. Allir eru velkomnir en munið að taka töflin með.

Meira..»

Framboðsfundur Stöðvar 2

Fréttastofa Stöðvar 2 og Ísland í dag munu standa fyrir röð kosningafunda á næstu vikum í tilefni komandi Alþingskosninga í maí. Fyrsti fundurinn var hér í Stykkishólmi síðasliðinn miðvikudag 28.mars.

Meira..»