Föstudagur , 16. nóvember 2018

Fréttir

Siglt seglum þöndum

Nú eru krakkarnir að komast vel í gang í siglingadeildinni eftir nokkra daga siglingar undir leiðsögn þeirra Bjarka og Björns frá Akureyri.  Seglbátarnir setja óneitanlega skemmtilegan og líflegan svip á höfnina og það svæði sem þeir sigla um.  Krakkarnir hafa raunar þurft að sigla út fyrir höfnina til að komast í stöðugan vind sem er auðveldari að sigla í en óstöðugur og breytilegur vindur.

Meira..»

Sumarbúðir Rauða krossins

Undanfarna viku hafa dvalið í Hólminum 13 einstaklingar og tekið þátt í sumarbúðum fyrir fatlaða.  Sumarbúðirnar eru á vegum Rauða krossins og frá því að þær voru fyrst árið 2005 hafa hjónin Gunnar Svanlaugsson skólastjóri og Lára Guðmundsdóttir kennari haft umsjón með þeim. 

Meira..»

Opnun ljósmyndasýningar í Malarrifsvita

Rúmlega 40 manns voru við opnun ljósmyndasýningar í Malarrifsvita sl. laugardag sem haldin er til heiðurs merkismanninum Þórði Halldórssyni frá Dagverðará en þar var einnig opnuð myndlistarsýning Ásdísar Arnardóttur frá Brekkubæ í Breiðuvík.

Meira..»

Siglingadeild Snæfells að byrja

Í dag, mánudag munu Topperbátar sigingadeildarinnar verða settir á flot og verða við flotbryggjuna niður á höfn.  Tveir leiðbeinendur eru komnir og mun sjá um kennslu í siglingum á vegum siglingadeildarinnar.  Á milli kl.15 og 16 í dag eru allir velkomnir niður á höfn að kíkja á bátana og að skrá sig eða til viðræðna um námskeið sumarsins.

Meira..»

Blíða á blíðu ofan

Það var margmenni í Stykkishólmi um helgina í blíðskaparveðri sem hefur nú nú nánast verið samfellt síðan fyrstu viku júnímánaðar.  Tjaldstæðið kjaftfullt þannig að sumir þurftu að tjalda á þeim blettum sem lausir voru annarsstaðar s.s. inni í Vík.  Greinilega mikið af fjölskyldufólki á ferðinni og fólk í leik í sundlauginni á golfvellinum, íþróttavellinum og þeim auðu blettum sem fundust í nágrenni tjaldsvæðisins

Meira..»

Snjógæs verpur við Breiðafjörð

Um miðjan júní barst Háskólasetri Snæfellsness og Náttúrustofu Vesturlands ábending um mögulegt varp snjógæsar á eyju í Breiðafirði. Var strax ákveðið að Jón Einar Jónsson (HS) kannaði málið, enda rannsakaði hann snjógæsir í Louisiana, Bandaríkjunum, á árunum 2000-2005.

Meira..»

Gunnhildur íþróttamaður ársins

Gunnhildur Gunnarsdóttir var kjörinn íþróttamaður ársins hjá Snæfelli fyrir árið 2006. Gunnhildur fékk afhenta síðbúna viðurkenningu í gær á frjálsíþróttamóti HSH á Stykkishólmsvelli.  Gunnhildur hefur  alla tíð skarað fram úr  á meðal jafnaldra sinna í körfuknattleik og einnig í frjálsum íþróttum. 

Meira..»

Jónsmessuganga á Snæfellsjökul

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stóð fyrir jónsmessunæturgöngu á Snæfellsjökul um helgina. Lagt var af stað frá Jökulhálsi í um 600 m hæð kl. 21 um kvöldið og var toppinum náð á rúmum 3 klukkutímum.

Meira..»