Fréttir

Bilun hjá Baldri

Vegna tæknilegra örðugleika í annarri aðalvél ferjunnar Baldurs, verður aðeins ein ferð 15. og 16 ágúst,  kl 9:00 frá Stykkishólmi og ca. 13:00 frá Brjánslæk.

Brottför frá Flatey til Stykkishólms ca. kl 14:30.

Meira..»

Ferðamennska

Aðsóknin var góð á tjaldsvæðið í júní og ekki var hún síðri í júlí, nánast varla auðan blett að finna þar hvort sem var um helgar eða í miðri viku. Heildarfjöldi gesta í júlí á tjaldsvæðinu var 4150 og þar af voru Íslendingar 3317.

Meira..»

Kvikmyndað í Flatey

Á morgun hefjast tökur í Flatey á kvikmyndinni Brúðguminn eftir Baltasar Kormák.  Myndin er byggð á leikritinu Ivanov eftir Anton Tsjekhov sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári. 

Meira..»

Hreystivöllurinn að rísa

Hreystivöllurinn sem fylgdi með í samningum um nýja bensíndælustöð Orkunnar í Stykkishólmi er loks að verða að veruleika.  Andrés Guðmundsson hjá Ice Fitness  hefur nú undanfarna daga unnið hörðum höndum við að koma vellinum upp og nú eru einungis fáeinir dagar þar til völlurinn verður klár. 

Meira..»

Mötuneyti Grunnskólans

Tilboð voru opnuð í hádegisverð í mötuneyti Grunnskóla Stykkishólms fyrir næsta skólaár í gær, miðvikudag.  Tilboð bárust frá einum aðila, Fimm fiskum ehf auk þess sem eitt frávikstilboð barst frá sama aðila.  Tilboðið hljóðar upp á 450 krónur fyrir hverja máltíð.

Meira..»

Heimildamynd um Baldur

Síðastliðinn þriðjudag afhenti Óli Örn Andreasen kvikmyndagerðarmaður Sturlu Böðvarssyni forseta Alþingis og fyrsta þingmanni Norðvestur kjördæmis, fyrsta eintakið af heimildamyndinni ,,Baldur – vegur yfir Breiðafjörð”. 

Meira..»

Flemming Nielsen látinn

S.l. föstudag 20. júlí  lést, í Danmörku, Flemming Nielsen. 
Flemming bjó í Stykkishólmi frá árinu 1992 til 1999.  Síðustu árin í Stykkishólmi starfaði Flemming við Fiskmarkaðinn.   
Flemming var giftur Sólborgu Olgu Bjarnadóttur og eignuðust þau 3 börn, Lindu Mariu, Karinu og Bjarna Omar.  Útför Flemmings fer fram frá Glostrup Kapel, Danmörku n.k. laugardag 28. júlí

Meira..»

Stykkishólmsbær búinn að velja úr umsækjendum

Bæjarráð Stykkishólms fundaði í gær og var m.a. ákveðið á fundinum að ganga til viðræðna við Rafn Júlíus Rafnsson um starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar í ársleyfi Vignis Sveinssonar.  Einnig var ákveðið að ganga til viðræðna við Helenu Rut Hinriksdóttur og Ernu Rut Kristjánsdóttur um að veita Félagsmiðstöðinni X-inu forstöðu en þær sóttu sameiginlega um starf forstöðumanns.

Meira..»

Kræklingalínur lagðar

Þessa dagana er Íslensk bláskel að setja niður botnfestur og leiðara fyrir kræklingalínur í nágrenni Stykkishólms. Leitast er við að setja línurnar niður þar sem að ekki eru hefðbundnar siglingaleiðir smærri báta. Sjófarendur er beðnir um að sýna aðgát á eftirtöldum svæðum .
Á suðursvæði : Sundið milli flugvallarsvæðis og Lundakletts/ Siglugríms, Austur af Innri Hafnarey
Á norðursvæði: Norður af Grímsey

Allar nánari upplýsingar veitir Símon Sturluson gsm 893-5056

Meira..»