Fréttir

Blíðudagar

Það var rjómablíða um síðastliðna helgi í Stykkishólmi sem víðast annarsstaðar.  Hitinn fór í 16 stig bæði laugardag og sunnudag.  Það kom því e.t.v. ekki á óvart að sjá að komnir voru gestir á tjaldsvæðið í dag.  En þetta voru að vísu ekki þeir fyrstu því þær eru nokkrar vikurnar liðnar síðan fyrsti gesturinn gisti tjaldsvæðið.

Meira..»

Nýja pósthúsið komið vel á veg

Vinna við nýja pósthúsið á Aðalgötunni hefur gengið vel en verktakinn er Sumarbústaðir ehf.  Í síðustu viku, nánar tiltekið á síðasta vetrardag var lokið við að setja þakið á og flaggað í tilefni af því.  

Meira..»

Lyfja í nýju húsnæði

Lyfja hefur nú fært sig um set í Stykkishólmi og flutt verslun sína af Plássinu og í nýja verslunarhúsið á Aðalgötu 24.  Þar opnaði verslunin í dag og því er ekki að neita að það er bjartara og rýmra verslunarpláss en það gamla, þó gamla húsnæði apóteksins hafi haft sinn sjarma.  

Meira..»

Flugum kastað

Veiðibúðin Vesturröst hélt kastnámskeið fyrir verandi og verðandi fluguveiðimenn í Íþróttamiðstöðinni síðastliðna helgi og var einnig með kynningu á ýmsum af veiðvörum sumarsins.  

Meira..»

Málþing um málefni innflytjenda í dag

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþingi í dag um málefni innflytjenda á Vesturlandi. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öllum opinn og það verður haldið í Klifi Ólafsvík og hefst með léttum veitingum kl.12:30.

Meira..»

Hvaða orgel?

Orgelmál Stykkishólmskirkju hafa verið til umræðu í nokkurn tíma en nú er komin veruleg hreyfing á þau mál.  Tómas G. Eggertsson organisti skrifaði af því tilefni eftirfarandi grein í nýjasta tbl. Stykkishólms-Póstsins.

Meira..»

Glys og Glamúr í beinni

Söngvakeppni framhaldsskólanna fer fram á Akureyri um helgina og verður úrslitunum sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu kl. 20:50 á laugardagskvöldið. Fjölbrautaskóli Snæfellinga á þar fulltrúa.

Meira..»

Jaðarinn kominn á Laufásinn

Rétt fyrir páska var loks komið að því að flytja húsið Jaðar af Aðalgötu 19 upp á Laufásveg 6.  Búið var að losa það frá skorsteininum og rífa allt innan úr húsinu og því nánast bara bárujárnsklædd grindin sem var flutt.  Húsið er í einkaeigu en það var Stykkishólmsbær sem kostaði flutninginn.

Meira..»

María fertug

María Bryndís Ólafsdóttir Borgarbraut 20 er fertug í dag og fær af því tilefni hamingjuóskir frá Stykkishólms-Póstinum. Önnur afmælisbörn dagsins, sem eru nokkur hér í Stykkishólmi, fá einnig hamingjuóskir.  Ekki síst hún Olga í Áskinninni en hún var að skríða yfir „tvítugt“.

Meira..»