Fréttir

Bæjarsjóður stendur vel

Íbúafundur var haldinn í Ráðhúsi Stykkishólms s.l. þriðjudag. Kynnt var fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2007. Bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og starfsmenn Stykkishólmsbæjar kynntu áætlun og sátu fyrir svörum.

Meira..»

Margir sóttu um hjá Fiskistofu

Alls sóttu ellefu manns um starf útibússtjóra Fiskistofu í Stykkishólmi sem hefja mun starfsemi í Stykkishólmi 1.apríl.  Einnig voru auglýstar tvær stöður veiðieftirlitsmanna og sóttu 6 þeirra sem sóttu um starf útibússtjóra einnig um það starf auk fimm annarra sem sóttu eingöngu um starf veiðeftirlitsmanns.

Meira..»

Lifandi tónlist um helgina

Það verður mikið um tónlist í kirkjunni þessa helgina og óhætt að fullyrða að hún verður af ýmsum toga. 
Laugardaginn 10. febrúar verð haldnir tónleikar sem, skv. heimildum blaðsins, eru skipulagðir í tilefni 40 ára afmælis Hólmgeirs Þórsteinssonar tónlistarkennara hér í bæ þar sem vinir og samstarfsmenn Hólmgeirs koma fram.

Meira..»

Mikið fjör á Þorrafagnaðinum

Nú þegar tæp vika er liðinn frá Þorrafagnaðinum síðastliðinn laugardag þá er lífið að komast í sinn venjubundna farveg í Hólminum.  Það er ekkert grín að skella sér á þvílíka skemmtun sem Þorrafagnaðurinn er nánast æfingalaus.

Meira..»

Höddi fimmtugur

Hörður Sigurðsson rútueigandi á Þvervegi 6 er fimmtugur í dag og fær hann hamingjuóskir frá Stykkishólms-Póstinum og þann „heiður" öðrum afmælisbörnum dagsins fremur að fá mynd af sér..   Þau eru fleiri afmælisbörnin í dag Þór bæjarritari er 49 ára í dag, Gunnar skólastjóri er 53 og tvíburarnir Bjarne og Karina Nielsen eru 22 og fá öll afmælisbörn dagsins hamingjuóskir frá öllu starfsfólki Stykkishólms-Póstsins.

Meira..»

Háskólasetrið fær styrk frá Rannís

Háskólasetur Snæfellsness í Stykkishólmi hlaut nýverið um 10 milljón króna styrk úr Rannsóknasjóði Rannís til rannsókna á áhrifum loftslagsbreytinga og gæða búsvæða á framtíðarhorfur nýtingar og vistfræði æðarfugls. 

Meira..»

Bláskeljarækt í Breiðafirði

Síðastliðin föstudag var kynningarfundur á bláskeljaræktun hér á landi og þá einkum í Breiðafirði.  Jón Baldvinsson formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka skelræktenda, kynnti þá m.a. ræktun á kræklingi eða bláskel eins og hún er líka kölluð, sem hann hefur verið með í gangi ásamt Jóni H. Jónssyni  við Purkey. 

Meira..»

Mikil stemming fyrir Þorrafagnaðinum

Nú magnast stemmingin með hverjum deginum fyrir Þorrafagnaðinum sem verður næstkomandi laugardagskvöld.  Samkvæmt síðustu fréttum var þegar orðið nær uppselt.  Nefndin hefur æft stíft og nú er allt að smella.  Hljómsveitin Von frá Sauðárkróki sem mun leika fyrir dansi, hefur legið yfir tónlist af svæðinu og stúderað hinn sérstaka breiðfirska hrynjanda.

Meira..»

St.Franciskussystur Hólmarar ársins

Kjöri á Hólmara ársins 2006 lauk í gær og niðurstaðan kemur ekki á óvart því það voru St.Franciskussystur sem fengu afgerandi flest atkvæðin í kjörinu.  Árið 2006 markaði stór tímamót hjá systrunum og ekki síst hjá Stykkishólmsbæ því þá lauk um 70 ára starfi þeirra við heilbrigðisþjónustu hér í bæ þegar þær seldu eignarhluta sinn í sjúkrahúsinu til ríkisins.

Meira..»

Fyrirlestrar í Egilsenshúsi

Fjarfunda- og námsaðstaðan í Egilsenshúsi gefur ýmsa mögluleika og hefur frá upphafi verið ágætlega nýtt.  Í dag horfðu og hlustuðu áhugasamir á fyrirlestur sem Gunnar Þ. Hallgrímsson frá hjá Náttúrustofu Reykjaness flutti um sílamáfa og bar hann heitið „Af sílamáfum á Suðvesturlandi“ . 

Meira..»