Fréttir

Lárus og Brynjar Íslandsmeistarar

Hið árlega íslandsmót í Pítró var haldið að Skildi föstudaginn 29. des. Mótið var eins og undanfarin ár haldið af kvenfélaginu Björk í Helgafellssveit og Lárusi Ástmari Hannessyni.  Mjög góð þátttaka var á mótinu og voru 28 spilarar sem hófu keppni sem var með útsláttarsniði eins og áður.

Meira..»

Dani á leið til Snæfells

Snæfell er búið að fá til sín nýjan leikmann, sá heitir Martin Thuesen og er Dani sem leikið hefur undanfarið með Ulm í þýsku bundesligunni.  Hann hefur hinsvegar lítið fengið að spila þar undanfarið vegna mikils fjölda Bandaríkjamanna sem fylla nú nánast öll lið í Þýskalandi eftir aflétt var takmörkun á erlendum leikmönnum í deildinni.

Meira..»

Snæfell með nýja heimasíðu

Snæfell opnaði nýja og glæsilega heimasíðu í hálfleik leiks Snæfells og KR í síðustu viku.  Nú er efni smá saman að hlaðast inn eftir því sem fólk lærir á hana.  Það er von Snæfells að síðan verði mjög virk og fólk duglegt við að koma á hana því efni sem þar á heima. Slóðin á síðuna er www.snaefell.is

Meira..»

Ingvaldur Magni íþróttamaður ársins hjá HSH

Ingvaldur Magni Hafsteinsson leikmaður meistaraflokks Snæfells var kjörinn íþróttamaður ársins 2006 hjá Héraðssambandi Snæfellsness og Hnappadalssýslu.  Magni átti frábært tímabil á síðasta ári hjá Snæfelli og var að öðrum ólöstuðum besti maður liðsins.  Hann var einnig af mörgum talinn besti íslenski leikmaðurinn í körfunni á Íslandsmótinu á því tímabili.

Meira..»

Olla sextug í dag

Ólöf Ólafsdóttir (Olla)Vallaflöt 2 er sextug í dag.  Vonandi að Snæfell gefi Ollu sem er stuðningsmaður nr.1 í körfunni, góða afmælisgjöf með því að sigra Keflavík í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Ollu til hamingju með daginn. 

Meira..»

Friðarganga á Þorláksmessu

Það hefur blásið mikið þessi jól og aldrei meir en aðfararnótt Þorláksmessu þegar vindur náði um 40m á sekúndu í hviðum.  Í því veðri varð m.a. jólatréð frá Drammen undan að láta en það brotnaði í sundur ofan við stögin sem það var bundið með.

Meira..»

Blað vikunnar

Blað vikunnar kemur út n.k. föstudag.  Skilafrestur efnis í það er til kl. 16 í dag.  Fyrsta tölublað á nýju ári kemur út fimmtudaginn 11. janúar 2007

Meira..»

Útskrift hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga útskrifaði 10 nýstúdenta miðvikudaginn 20. desember og var þetta þriðja útskriftarathöfnin í sögu skólans. Fimm nemendur luku stúdentsprófi af náttúrufræðibraut, fjórir af félagsfræðibraut og einn útskrifaðist með viðbótarnám til stúdentsprófs.

Meira..»

Af bryggjunni

Það er ekki oft sem ríflega 18 tonna þungir bátar hafa verið hífðir beint upp á bryggjuna eins og gert var á laugaradaginn var en þá var Bíldsey SH 65 hífð upp á bryggju til viðgerðar.  En nú hefur fyrirtækið Sumarbústaðir ehf sem stendur í miklum byggingarframkvæmdum í bænum keypt öflugan krana sem nýtist m.a. í bátana. 

Meira..»