Fréttir

Fiskistofa búin að ráða útibússtjóra

Sigurður Arnar Þórarinsson hefur verið ráðinn nýr útibússtjóri væntanlegs útibús Fiskistofu í Stykkishólmi.  Sigurður hefur verið skipstjóri á Arnari SH 157 úr Stykkishólmi undanfarin ár. 
Ekki hefur verið gengið frá ráðningu í tvö störf veiðieftirlitsmanna.

Meira..»

Samfés ,,here we come“

Það var tilhlökkun og spenna í lofti þegar krakkarnir úr 9.og 10.bekk voru að gera sig klár í rútuna við X-ið, til að fara á söngvakeppni félagsmiðstöðva sem Samfés stendur fyrir á morgun laugardag í Laugardalshöllinni.  

Meira..»

Rífandi gangur á Þórsnesi

Það er búinn að vera góður gangur á saltfiskverkuninni Þórsnesi það sem af er ári.  Enginn skortur hefur verið á hráefni til verkunarinnar og stöðugur straumur vörubíla með fisk rennt í bæinn. 

Meira..»

Þrír leikir eftir hjá Snæfelli

Eftir leikinn gegn Tindastóli þá er Snæfell orðið nokkuð öruggt með 4 sætið og þar með heimaleikjarétt í 8 liða úrslitunum.  Nema eitthvað mikið breytist hjá Keflavík og þeir vinni rest.  En þá þarf eitthvað ennþá meira að breytast hjá Snæfelli og þeir að tapa öllum þremur leikjunum sem eftir eru. 

Meira..»

Jón Bærings áttræður

Jón Bæringsson Höfðagötu 18 á stórafmæli í dag er áttræður orðinn karlinn.   Stykkishólms-Pósturinn óskar honum sem og öðrum afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn.

Meira..»

Menningarráð Vesturlands úthlutar styrkjum

Menningarráð Vesturlands tilkynnti í gær hverjir fengu úthlutað styrkjum þetta árið.  Alls bárust 102 styrkbeiðnir og samtals sótt um 88,2 milljónir króna en úthlutað var 22,8 milljónum.  Þó nokkrir styrkþeganna í ár eru úr Stykkishólmi.

Meira..»

Stykkishólmur og vaselín

Okkur barst ansi hreint góð ábendingu frá Guðbjörgu Pálmadóttur, gömlum Hólmara sem nú býr í Montreal í Kanada.  Henni fannst eitthvað kunnuglegt í eftirfarandi sjónvarpsauglýsingu sem nú gengur í kanadísku sjónvarpi.  Spurning um að rukka fyrir birtinguna og hvort þarna sé komin fjáröflunarleið í orgelsjóðinn?  Skoðið þetta

Meira..»