Fréttir

Á leirnámskeiði hjá FEBS

Nokkrar konur úr Kvenfélagi Ólafsvíkur skelltu sér á leirnámskeið hjá Félagi eldriborgara í Snæfellsbæ í vetur. Þar nutu þær leiðsagnar þeirra Guðrúnar Tryggvadóttur og Emanúels Ragnarssonar. Á námskeiðinu unnu þær fjölbreytta hluti úr leir lærðu þær ýmsar leiðir til að búa til muni. Ein þeirra mótaði fugl fríhendist á meðan …

Meira..»

78. héraðsþing HSH

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu hélt ársþing sitt í Samkomuhúsinu í Grundarfirði 16. apríl s.l. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og gekk þingið vel fyrir sig undir stjórn Bjargar Ágústdóttur þingforseta. Hjörleifur K. Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long, Garðar Svansson, Ragnhildur Sigurðardóttir og …

Meira..»

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti var í síðustu viku og var mikið um að vera um allt Snæfellsnes, enda veður með eindæmum gott. Alls kyns viðburðir voru og fólk var mikið á ferðinni. Lömbin á Einarsstöðum, í Nýræktinni, völdu þann dag til að láta sjá sig. Þau fengu umsvifalaust nöfnin Sól og Blíða …

Meira..»

Karlakórinn Kári

Karlakórinn Kári heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 5. maí kl. 17.00. Grundartangakórinn undir stjórn Atla Guðlaugssonar verða gestir þeirra á þessum tónleikum. Þá heldur Karlakórinn Kári afmælistónleika í tilefni af 10 ára afmæli kórsins í Félagsheimilinu á Klifi 13. maí kl. 20.00. Gestir kórsins verða Eyþór Ingi söngvari/uppistandari, Karlakórinn Heiðbjört, …

Meira..»

Margt um að vera í sumarbyrjun

19. apríl, var boðið upp á ýmiskonar afþreyingu og skemmtanir á Snæfellsnesi en ástæðan var meðal annars að sumardagurinn fyrsti er safnaog sýningardagur á Snæfellsnesi, það er fyrsti hluti barnamenningarhátíðar á Snæfellsnesi 2018. Verkefnið er samstarf Svæðisgarðsins Snæfellsnes, Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla og einnig safna- og sýningarfólks á Snæfellsnesi. Meðal …

Meira..»

Fótboltaæfingar alla helgina

Nýliðna helgi voru haldnar fótboltabúðir í Stykkishólmi sem UMF Snæfells stóð að. Félagið fékk til sín Heiðar Birni Torleifsson til að leiða æfingabúðirnar en hann þjálfar undir merkjum Coerver Coaching aðferðarfræðarinnar. Þessi aðferð byggir á hugmynda- og æfingaáætlun sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 …

Meira..»

Boltinn af stað

Meistaraflokkslið Víkings var rétt komið heim úr æfingaferð til Spánar þegar keppni hófst í Mjólkurbikarnum, fyrsta lið sem Víkingur mætti var lið KFG á Bessastaðavelli þann 19. apríl. Leikurinn fór 0-5 fyrir Víking en Ívar Reynir Antonsson skoraði eitt og Kwame Quee skoraði tvö, leikmenn KFG skoruðu tvö sjálfsmörk. Með …

Meira..»

Hvað felst í þarfagreiningu ?

Í skrifum Okkar Stykkishólms hafa hugtökin þarfagreining og langtímaframkvæmdaáætlun margoft borið á góma. Því er vel við hæfi að staldra við þessi hugtök og fjalla nánar um hvað átt er við. Ljóst er að Stykkishólmsbæjar bíða fjölmörg úrlausnarefni sem flest eru aðkallandi og mörgum íbúum bæjarins mikilvæg. Til að nefna …

Meira..»

Heimasíða um átthagafræði

Á opnu húsi í Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 20. apríl sl. fengu gestir að skoða afrakstur vinnu nemenda auk þess sem ný heimasíða um átthagafræði skólans var opnuð. Slóðin á átthagafræðisíðuna er www.atthagar.is og þar er m.a. hægt að skoða námskrá átthagafræðinnar, í henni eru markmið hvers námsárs sett fram og …

Meira..»