Fréttir

TÓN-VEST og fleira frá Tónó

Í blaðinu í dag auglýsir tónlistarskólinn tónleika sem verða miðvikudaginn 28. febrúar þar sem koma fram nemendur frá öllum tónlistarskólum á Vesturlandi.  Í mörg ár hafa tónlistarskólarnir haldið svona tónleika í bæjunum til skiptis í tilefni af degi tónlistarskólanna og nú er komið að Stykkishólmi.

Meira..»

Þjálfunarnámskeið fyrir samræmdu prófin

Skólavefurinn.is hefur undanfarin tvö ár boðið uppá þjálfunarnámskeið fyrir samræmd próf fyrir 10. bekkinga. Þessi þjálfunarnámskeið eru ætluð sem stuðningsefni sem ekki eiga að taka nokkuð frá venjubundnu heimanámi nemenda.

Meira..»

Fjör á öskudaginn

Það var líf og fjör vítt og breitt um bæinn í dag.  Krakkar sem fullorðnir klæddu sig upp.  Krakkarnir í Grunnskólanum fóru sína hefðbundnu leið í öruggri fylgd Gunnars skólastjóra.  Það var nú fremur hryssingslegt veðrið þannig að það var fremur lítið um prinsessur í kjólum í þeim hóp.  Það var hinsvegar nóg af prinsessunum upp í Leikskóla.

Meira..»

Kynning á Ímynd Vesturlands frestað

Fyrirhugaðri kynningu á niðurstöðum skýrslunnar  ,,Ímynd Vesturlands" sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Atvinnuráðgjöf Vesturlands létu vinna, var frestað til næstu viku.  Það var Rannsóknar miðstöð Háskólans á Bifröst sem kannaði viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins, Norðurlands vestra og íbúa Vestfjarða til Vesturlands með það að meginmarkmiði að meta ímynd Vesturlands sem búsetuvalkosts og valkosts í ferðamennsku.

Meira..»

Þemadagar í FSN

Þemadagar voru haldnir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á fimmtudag og föstudag í síðastliðinni viku. Á þemadögum er allt hefðbundið skólastarf brotið upp og í stað þess er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í tvo skóladaga.

Meira..»

Leikskólinn vígður formlega

Nýja húsnæði Leikskóla Stykkishólms var formlega tekið í notkun síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni.  Nú er komin mánaðarreynsla á húsnæðið og mikil ánægja með það, bæði hjá starfsfólki og börnum.  

Meira..»

Nanna fimmtug í dag

Nanna Einarsdóttir Lágholti 12, skólaliði og starfsmaður Leikskólans í Stykkishómi er fimmtug í dag.  Það er allveg víst að það munu margir syngja afmælissönginn fyrir hana í dag, stórir sem smáir.  Nanna hefur starfað viðLeikskóla Stykkishólms í fjölda ára við miklar vinsældir krakkanna og er á góðri leið með að skipa sama sess í hugum barna sem nú eru að vaxa úr grasi og nunnurnar hjá þeim sem eru komnir á miðjan aldur hér í bæ.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Nönnu hjartanlega til hamingju með daginn.

Meira..»

Mikið að gerast

Það verður nóg að gera hjá Hólmurum og nærsveitungum við að mæta á fundi þessa vikuna hér í Stykkishólmi.  Samfylkingin ríður á vaðið í kvöld með fund á Narfeyrarstofu kl.20 þar sem Ingibjörg Sólrún formaður og Ágúst Ólafur varaformaður flokksins mæta, ásamt Guðbjarti oddvita flokksins í kjördæminu. 

Meira..»

Kvenfélagið Hringurinn 100 ára

Í dag er Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi 100 ára en það var formlega stofnað 17.febrúar 1907. Fyrsti formaður félagsins var frú Arndís Jónsdóttir.  Félagið hefur á langri ævi unnið ötullega í sjálboðastarfi  að  fjáröflunum til styrktar einstaklingum, félögum og ýmssi starfsemi í Stykkishólmi og víðar.  Er þeim Hringkonum hér með óskað til hamingju með daginn sem og Hólmurum öllum því það er fátt hér í bæ sem þær kvenfélagskonur hafa ekki látið sig varða á einn eða annan hátt í gegnum tíðina.

Meira..»

Hólmgeir fertugur

Hólmgeir S. Þórsteinsson tónlistarkennari Aðalgötu 14 er fertugur í dag.  Eins og getið er hér neðar á síðunni þá eru tónleikar í dag í Stykkishómskirkju í tilefni dagsins.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Hólmgeiri til hamingju með daginn sem og öðrum afmælisbörnum dagsins í Stykkishólmi en þau eru fjölmörg.

Meira..»