Fréttir

Meiri afli á land

Það kemur e.t.v. einhverjum á óvart að landaður afli við Stykkishólmshöfn er nú mun meiri en hann var á sama tíma á síðasta ári.  Bæði janúarmánuður og febrúarmánuður eru með meiri lönduðum afla en í fyrra.

Meira..»

Af framkvæmdum

Stykkishólms-Pósturinn átti leið um bæinn og leit á nokkrar framkvæmdir í bænum sem nú eru í gangi.  Í Hjallatanganum eru Tóti og félagar í Sumarbústöðum ehf að þrykkja upp húsum.  Skipavík er að á fullu við raðhúsið á Laufásveginum og í Vatnasafninu sem er óðum að verða með glæsilegri súlustöðum landsins.

Meira..»

Allir í rauðu á leik KR-Snæfells

Daði og félagar á snaefell.is skora á alla að mæta í rauðu á leik KR og Snæfells á sunnudaginn.  Stuðningsmenn Snæfells fyrir sunnan og héðan úr Hólminum munu vafalaust fjölmenna á leikinn og því um að gera að að skera sig vel úr frá þeim svart hvítu.  Það tókst ekki að sigra KR í deildinni en nú er meira undir og þá sameinum við kraftana og tökum KR.
                            Áfram Snæfell !

Meira..»

Mikil aukning hjá Baldri – nýr veltitankur

Mikil aukning hefur orðið í flutningum hjá ferjunni Baldri með tilkomu nýju ferjunnar en nú er liðið rétt tæpt ár frá því hún hóf siglingar.  Það er því komin ágætis reynsla á ferjuna.  Þessa tíu mánuði sem hún hefur nú siglt hefur orðið 48,3% heildaraukning á flutningum sé borið saman við sama tímabil hjá eldri ferjunni.

Meira..»

Stórstraumsfjara

Það er langt síðan að það hefur verið svo lágsjávað sem það var skömmu eftir hádegið í dag.  Þá var stórstraumsfjara og það hefði verið hægt að ganga þurrum fótum út í Stykkið, þó engin væri brúin.

Meira..»

Stebbi og Eyfi á heimavelli

Það var mikið fjör á heimavelli Snæfells Fjárhúsinu í gærkvöldi. Grunnurinn að góðri skemmtun var lagður rétt fyrir leikinn þegar Stefán Hilmarson og Eyjólfur Kristjánsson komu og fluttu Nínu við mikinn fögnuð heimamanna enda Nínan orðin að hálfgerðum þjóðsöng í Fjárhúsinu ásamt Láttu Hólminn heilla þig hjá þeim Stykkurum. Það var heldur ekki að sökum að spyrja Stebbi og Eyfi kynntu heldur betur upp í stúkunni og eftir flutninginn var þetta ekki spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda, enda Nína alltaf spiluð þegar sigur vinnst.

Meira..»

Til Ollu frá Einari

Nú er að magnast stemmingin hjá stuðningsmönnum Snæfells, styttist í leikinn gegn Keflavík í kvöld. Einar Steinþórs kom færandi hendi í gær með limru sem hann orti til Ollu stuðningsmanns nr.1  í tilefni leiksins. Limran sú átti nú að fara á síður Stykkishólms-Póstsins en tókst einhvern vegin að komast hjá því og því birtist hún hér á vefnum.

Meira..»

Jöklarnir koma

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við Vatnasafnið.  Gólfefnið er komið á, búið er setja upp loftin og mála fyrstu umferð á veggina.  Þá er búið er að gera göt í loftin þar sem glersúlurnar með vatni úr jöklunum munu ganga upp í.  Í dag kom sendibíll með vatn úr fyrstu 12 jöklunum.

Meira..»