Fréttir

Spilað víða

Starfið í Tónlistarskólanum hefur verið mjög öflugt það sem af er vetri og fjölmargir verið þar við nám og nokkrir á biðlista.  Haustönninni lauk með fimm tónleikum á vegum skólans og þeir síðustu voru á fimmtudaginn í síðastliðinni viku.  Krakkarnir hafa þó þrátt fyrir það verið að spila í minni hópum, hér og þar um bæinn, í fylgd Hafsteins Sigurðssonar kennara síns.

Meira..»

Framkvæmdir hafnar við Vatnasafnið

Nú eru hafnar framkvæmdir við gamla húsnæði Amtsbóka-safnsins og breyta því og lagfæra fyrir framtíðarhlutverk þess næstu árin því það á einnig að verða aðgengilegt fyrir hinar ýmsu uppákomur ef óskað verður eftir því. 

Meira..»

Nonni minn, segðu afi

Eins og undanfarin ár verður boðið upp á jólakveðjur í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins fyrir jól, sem kemur  út 21. desember n.k.
Skilafrestur jólakveðja  í prentuðu útgáfuna rennur út 18. desember Netfangið er:  jolakvedja@anok.is

Meira..»

Stórskemmtilegt Frelsi

Krakkarnir í 7.-10.bekk Grunnskólans ásamt stuðningi frá nokkrum nemendum Fjölbrautaskólans sýndu þriðju sýningu í gær fyrir fullu húsi.  Sýningin tókst mjög vel og hreint með ólíkindum hvað krakkarnir eru að gera þetta vel því það er ekki hrist fram úr erminni að láta allt ganga upp þ.e. leik, söng, dans og hljómsveit og öllu öðru tilheyrandi. 

Meira..»

Frábær sigur hjá Snæfellsstelpunum

Stelpurnar í meistaraflokknum léku gegn KR í forkeppni Lýsingarbikarsins í dag og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 63-56.  Stelpurnar léku mjög vel í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik með fimmtán stigum 34-19.  En það má geta þess að KR er efstar í 2.deildinni, þar sem Snæfell er nú í 4.sætinu. 

Meira..»

Frelsið frumsýnt

Söngleikurinn Frelsið eftir  Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson, var frumsýndur í gær við góðar undirtektir áhorfenda.  Það er 7.-10.bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi í samvinnu við Tónlistarskóla Stykkishólms sem standa að sýningunni og í allt eru það um 40 krakkar sem koma að sýningunni 10 í hljómsveit og 30 koma að leiklistinni.

Meira..»

ÓB komið í Stykkishólm

Komandi samkeppni á bensín- og olíusölumarkaðnum í Stykkishólmi er þegar farin að hafa áhrif á bensínverðið.  Nú eru dælur Olís orðnar ÓB dælur sem þýðir lægra verð þar í framtíðinni.  Í tilefni af opnun ÓB stöðvarinnar í Stykkishólmi þá er 5 kr. afsláttur af eldsneytsilítranum í dag og á morgun sunnudag.  Verðið á bensíninu  er því komið niður í 106,2 kr. á lítran í Stykkishólmi úr 112,7kr.  Það er því orðið ódýrast á Snæfellsnesi ef miðað er við það verð sem var út á nesi í vikunni og það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna.

Meira..»

Bárður tekinn við Fjölni

Bárður Eyþórsson var ekki lengi í fríi frá þjálfuninni enda ótrúlegt ef lið á Reykjavíkursvæðinu bæru ekki víurnar í hann eftir að hann hætti hjá ÍR og hann búsettur á svæðinu.  Á heimasíðu Fjölnis í dag kemur fram að stjórnin þar hafi  náð samkomulagi við Keith Vassell um að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks Fjölnis.  Í staðinn hafi stjórnin ráðið Bárð og hann muni stjórna sinni fyrstu æfingu í Grafarvoginum á miðvikudaginn.

Meira..»

Skipavík opnar glæsilega verslun

Skipavík opnaði í dag klukkan 13, glæsilega verslun í nýja verslunarhúsinu við Aðalgötuna.  Vöruúrvalið í nýjuversluninni er mun fjölbreyttara en það var í þeirri gömlu og er þar að finna flest það sem þarf til húsbygginga ásamt fjölbreyttu úrvali af heimilistækjum.  Í nýja húsinu er einnig Vínbúð ATVR og í byrjun apríl mun Lyfja einnig flytja þar inn.

Meira..»