Fréttir

Þrír leikir eftir hjá Snæfelli

Eftir leikinn gegn Tindastóli þá er Snæfell orðið nokkuð öruggt með 4 sætið og þar með heimaleikjarétt í 8 liða úrslitunum.  Nema eitthvað mikið breytist hjá Keflavík og þeir vinni rest.  En þá þarf eitthvað ennþá meira að breytast hjá Snæfelli og þeir að tapa öllum þremur leikjunum sem eftir eru. 

Meira..»

Jón Bærings áttræður

Jón Bæringsson Höfðagötu 18 á stórafmæli í dag er áttræður orðinn karlinn.   Stykkishólms-Pósturinn óskar honum sem og öðrum afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn.

Meira..»

Menningarráð Vesturlands úthlutar styrkjum

Menningarráð Vesturlands tilkynnti í gær hverjir fengu úthlutað styrkjum þetta árið.  Alls bárust 102 styrkbeiðnir og samtals sótt um 88,2 milljónir króna en úthlutað var 22,8 milljónum.  Þó nokkrir styrkþeganna í ár eru úr Stykkishólmi.

Meira..»

Stykkishólmur og vaselín

Okkur barst ansi hreint góð ábendingu frá Guðbjörgu Pálmadóttur, gömlum Hólmara sem nú býr í Montreal í Kanada.  Henni fannst eitthvað kunnuglegt í eftirfarandi sjónvarpsauglýsingu sem nú gengur í kanadísku sjónvarpi.  Spurning um að rukka fyrir birtinguna og hvort þarna sé komin fjáröflunarleið í orgelsjóðinn?  Skoðið þetta

Meira..»

TÓN-VEST og fleira frá Tónó

Í blaðinu í dag auglýsir tónlistarskólinn tónleika sem verða miðvikudaginn 28. febrúar þar sem koma fram nemendur frá öllum tónlistarskólum á Vesturlandi.  Í mörg ár hafa tónlistarskólarnir haldið svona tónleika í bæjunum til skiptis í tilefni af degi tónlistarskólanna og nú er komið að Stykkishólmi.

Meira..»

Þjálfunarnámskeið fyrir samræmdu prófin

Skólavefurinn.is hefur undanfarin tvö ár boðið uppá þjálfunarnámskeið fyrir samræmd próf fyrir 10. bekkinga. Þessi þjálfunarnámskeið eru ætluð sem stuðningsefni sem ekki eiga að taka nokkuð frá venjubundnu heimanámi nemenda.

Meira..»

Fjör á öskudaginn

Það var líf og fjör vítt og breitt um bæinn í dag.  Krakkar sem fullorðnir klæddu sig upp.  Krakkarnir í Grunnskólanum fóru sína hefðbundnu leið í öruggri fylgd Gunnars skólastjóra.  Það var nú fremur hryssingslegt veðrið þannig að það var fremur lítið um prinsessur í kjólum í þeim hóp.  Það var hinsvegar nóg af prinsessunum upp í Leikskóla.

Meira..»