Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Fréttir

Guðrún Eva fyrst í Vatnasafnið

Skv. heimildum Stykkishólms-Póstsins mun það verða rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir sem vígir rithöfundaíbúð Vatnasafnsins síðar á þessu ári.  Rithöfundaíbúðin sem er í kjallara hússins verður úthlutað til 6 mánaða í senn og mun að öllum líkindum verða íslenskur og erlendur rithöfundur í henni. 

Meira..»

Stykkishólmsbær tryggir hjá TM

Stykkishólmsbær og Tryggingamiðstöðin h.f. (TM) undirrituðu á þriðjudaginn samning um vátryggingar Stykkishólmsbæjar.  Tryggingarnar voru boðnar út í lok síðasta árs og bárust þrjú tilboð Tryggingamiðstöðin var með hagstæðasta tilboðið upp á 2.902.452 auk 20% ágóðahlutdeildar, Sjóvá bauð 3,6 milljónir og VÍS 3,7 milljónir.

Meira..»

Félagsstarf eldri borgara

Með Stykkishólms-Póstinum í dag kom tafla fyrir eldri borgara með yfirliti yfir það starf sem er fast í hverri viku.  Fyrir þá sem vilja prenta það út sjálf í lit þá er sú tafla hér í pdf formi.  Smella með músinni hér.

Meira..»

Guðrún Erna fimmtug

Guðrún Erna Magnúsdóttir kennari, áður búsett á Hjallatanganum en nú á Eskivöllum í Hafnarfirði, er fimmtug í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar henni til hamingju með daginn.

Meira..»

Eydís Eyþórs fertug

Eydís Bergmann Eyþórsdóttir á Sundabakkanum er fertug í dag!  Hver hefði trúað því?  Hún ber aldurinn svo sannarlega vel eins og aðrir í ættinni.  Allt starfsfólk Stykkishólms-Póstsins óskar Eydísi hjartanlega til hamingju með daginn. 

Meira..»

Skipulagsmál – Plássið

Það vakti athygli fyrir jól að skipulags- og byggingarnefnd gerði athugasemd við tillögu að útfærslu á skipulagi miðbæjarins niður á plássi.  Einhverra hluta vegna tók það langan tíma að komast að samkomulagi um þá útfærslu sem að lokum var lögð fyrir skipulags- og byggingarnefndina

Meira..»

Vatnasafn

Eins og bæjarbúar hafa orðið varir við þá eru framkvæmdir við Vatnasafn á Bókhlöðustígnum nú hafnar af fullum krafti.  Starfsmenn Skipavíkur vinna nú hörðum höndum að breytingum og lagfæringum á húsinu.  Glöggir vegfarendur á Silfurgötu hafa einnig tekið eftir breytingu á húsinu þeim megin þar sem gluggar hafa verið síkkaðir á báðum hæðum

Meira..»

Hólmari ársins 2006?

Nú er í gangi kjör á Hólmara ársins 2006.  Tekið er við tilnefningum til loka janúar á netfang Stykkishólms-Póstsins stykkisholmsposturinn@anok.is .  Eins og áður hefur komið fram er ekki endilega verið að leita að „heimsmeistara“ í þeim efnum heldur einstaklingi eða hópi sem ykkur finnst eiga skilið hrós og smá klapp á bakið frá okkur bæjarbúum fyrir gott starf og frammistöðu á síðasta ári.  

Meira..»

Stiklað yfir bæjarmálin 2006

Í upphafi nýs árs er gjarnan litið um öxl og rifjað upp hvað gerðist á síðasta ári.  Stykkishólms-Pósturinn bað Erlu Friðriksdóttur bæjarstjóra um að renna yfir bæjarmálin og rifja upp það helsta fyrir lesendur blaðsins.

Meira..»

Leikskólinn fluttur

Það rennur ekki brosið af starfsmönnum og krökkunum í Leikskólanum í Stykkishólmi eftir að hann hóf störf í nýja húsnæðinu á Búðanesvegi 2 .  Enda stórglæsileg bygging og rúmt um bæði starfsfólk og krakkana.  Vinnurrými starfsfólks og öll aðstaða til fyrirmyndar. 

Meira..»