Föstudagur , 21. september 2018

Fréttir

Fræðastörf í Stykkishólmi

Í kvöld kl.20:00 verður opin kynning á starfsemi og rannsóknum Náttúrustofu Vesturlands og Háskólaseturs Snæfellsness en báðar þessar stofnanir eru til húsa í ráðhúsi bæjarins.  Forstöðumenn þeirra Róbert A. Stefánsson og Tómas G. Gunnarsson munu flytja erindi um starfsemi þessara tveggja rannsóknarstofnana og segja frá rannsóknum þeirra og nokkrum niðurstöðum fram til þessa.

Meira..»

Fundum Alnæmissamtakanna frestað

Fræðslufundum á vegum Alnæmissamtakanna  fyrir 9. og 10 bekkinga í grunnskólum á Lýsuhóli, í Ólafsvík og Stykkishólmi  á vegum samtakanna í dag þriðjudag er frestað til seinni tíma vegna veðurs. 

Meira..»

Bárður hættir hjá ÍR

Þau óvæntu tíðindi komu fram á heimasíðu ÍR í dag að Bárður Eyþórsson hafi óskað eftir að verða leystur undan samningi sínum um þjálfun meistaraflokks af persónulegum ástæðum.  Á heimsíðunni segir ennfremur ,,Þetta er ÍR-ingum mikil vonbrigði, því mikil ánægja hefur verið með störf hans hjá félaginu. Félagið virðir þessa ósk Bárðar og þakkar honum ánægjulegt samstarf. Unnið er að ráðningu nýs þjálfara". 

Meira..»

Geisladiskur með gamanvísnasöng Árna Helgasonar

Árni Helgason hefur um áratugaskeið ort gamanvísur og flutt við margskonar tilefni.  Muna margir þá tíma þegar skemmtanir í Stykkishólmi af ýmsum toga innihéldu m.a. söng Árna og skáldskap sem oft á tíðum tók á tíðarandanum, pólitíkinni og öðrum málefnum.

Meira..»

Snæfell sigraði eftir framlengingu

Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma 68-68 í leik liðanna en í framlengingu þá hafði Snæfell á endanum betur og sigraði 79-77.  Nánari upplýsingar eru ekki komnar en þó sagði tíðindamaður Stykkishólms-Póstsins að þetta hefði verið skemmtilegur og veldæmdur leikur.  Af Snæfellsmönnum hafi Sigurður Þorvaldsson og sérstaklega Justin Shouse sem hafi verið mjög góður, skarað framúr en þeir skoruðu báðir 22 stig.  Tölfræðin er hér.

Meira..»

Tvö tilboð í Garðaflötina

Samkvæmt fundargerð bæjarráðs frá því í gær þá komu tvö tilboð í raðhús í eigu Stykkishólmsbæjar að Garðaflöt 1.-3a.   Hæst bauð Þ.B.Borg ehf. 36,2 milljónir fyrir hönd óstofnaðs félags en Neshjúpur eh bauð 35,7 milljónir.   Bæjarráð samþykkti að fela bæjastjóra að ganga til viðræðna við þessa tvo aðila.

Meira..»