Miðvikudagur , 26. september 2018

Fréttir

Skilafrestur framlengdur

Einhver miskilningur kom upp varðandi skilafrestinn í ljósmyndakeppninni og því var ákveðið að framlengja hann til lokunar ráðhússins á morgun fimmtudag.  Óþarft að minna á að stafræn myndavél er í verðlaun af gerðinni NIkon Coolpix 7600 frá Bræðrunum Ormsson. 

Meira..»

Hafþór Helgi Einarsson fertugur

Hafþór Einarsson trésmiður er fertugur í dag.  Hann er uppalinn í Lágholtinu hjá Einari og Rósu en tók upp á því að flytja suður þar sem hann býr nú. Hafþór ákvað að fagna afmælinu í útlöndum og sendir Stykkishólms-Pósturinn honum afmæliskveðju.     

Meira..»

Lego,sulta, ljósmyndir og Danskir dagar

Lokaundirbúningur fyrir Danska daga er nú í fullum gangi og mörg fyrirtæki og einstaklingar búin að taka til hendinni og fegra sitt umhverfi.  Nú fer að styttast í að skilafrestur renni út í þeim samkeppnum sem boðað var til í tilefni Danskra daga.  Skilafrestur rennur út kl.15:30 þegar Ráðhúsið lokar á morgun, miðvikudag.  Vert að minna Hólmara á að hægt er að senda eins marga muni, myndir eða sultur/marmelaði krukkur í keppnina og hver vill.  

Meira..»

Heimsfræg kvikmyndastjarna í Stykkishólmi

Það sást til Cate Blanchett kvikmyndaleikkonu í hádeginu í gær á Narfeyrarstofu.  Var hún þar á ferð með fjölskyldu sinni en skv. Fréttablaðinu í gær dvelst hún í góðu yfirlæti á Hótel Búðum þessa dagana.   Blanchett er áströlsk að uppruna og hefur leikið í fjölda heimsfrægra kvikmynda m.a. Lord of the Rings myndunum.  Hún hefur einnig verið tilnefnd til fjölda verðlauna víða um heim og hlotið mörg  m.a. Óskarsverðlaun á síðasta ári.  

Meira..»

Stórlúður veiðast enn

Það verður æ sjaldgæfara að stórlúður veiðist hér út í firði en það gerist þó enn.  Þeir Leifur Jóhannesson og tengdasonur hans Hörður Karlsson kræktu þó í eina stóra um helgina þegar þeir fóru að vitja um haukalóð inn af Bjarneyjum ásamt Leifi syni Harðar. 

Meira..»

Bætur til skelbáta óbreyttar

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf nýverið út þrjár reglugerðir varðandi fiskveiðar á fiskveiðiárinu 2006-'07.  Ein þeirra fjallar um sérstaka úthlutun til báta sem  orðið hafa fyrir skerðingu á veiðiheimildum í hörpudiski og innfjarðarækju.  Þar kemur fram að bætur þessara báta verða óbreyttar í þorskígildum reiknað á næsta fiskveiðiári að bátum í Arnarfirði undanskildum.

Meira..»

Rotem komin hringinn

Ísraelska kajakkonan Rotem Ron lauk hringferð sinni umhverfis Ísland í dag um hálfþrjúleytið þegar hún koma að landi í fjöruborðinu í Stykkishólmshöfn ásamt nokkrum kajakræðurum sem reru með henni síðasta spölinn.  Hún hóf róðurinn í Stykkishólmi 8.júni og hefur því verið 53 daga á leiðinn og setti met í að róa ein síns liðs umhverfis landið.  Hún er fyrsti kajakræðarinn sem tekst að róa einn síns liðs umhverfis landið en nokkrir hafa reynt en ekki tekist.

Meira..»

Herþotur enn á flugi

Enn virðast varnaliðsmenn vera að nota síðustu daga sína hér á landi til flugæfinga yfir Breiðafirði.  Það var kvartað yfir flugi herþotna yfir fjörðinn hér fyrr í sumar en hávaðinn í herþotunum olli óróa í sérstaklega í varpi fugla við fjörðinn.  Enda hafa þeir flogið mjög lágt hér yfir í þessu flugi.  Þeir varnaliðsmenn virðast þó ekki hættir æfingaflugi því a.m.k. ein herþota flaug yfir Stykkishólm um ellefuleytið í morgun með ægilegum drunum og hávaða og flaug inn fjörð.  Megum kannski þakka fyrir að hún lenti ekki á golfvellinum.

Meira..»

Flugvél lendir á golfvellinum

Sá fáheyrði atburður gerðist síðastliðinn sunnudag að flugvél lenti á braut 8 á golfvellinum.  Þetta var um hádegisbilið og KB-mótið, sem er eitt fjölmennasta mót sumarsins á golfvellinum, í gangi. 

Meira..»