Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Fréttir

Hólmarar með stórafmæli

Þau eru nokkur stórafmælin í dag í Stykkishólmi, fyrsta skal telja Kristínu Björnsdóttur (Kiddí) Tjarnarási 7a en hún er 75 ára í dag.  Þá eru þeir fimmtugir Árni Valgeirsson (Bói) á Silfugötu 4 og Pálmi Ólafsson húsasmíðameistari Laufásvegi 14.  Stykkishólms-Pósturinn óskar þeim til hamingju með daginn sem og öðrum afmælisbörnum dagsins.

Meira..»

Framkvæmdir hafnar við nýtt pósthús

Í gær fimmtudaginn 19.október var tekin fyrsta skóflustunga að nýju pósthúsi Íslandspósts í Stykkishólmi. Árni Helgason fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og Síma í Stykkishólmi tók skóflustunguna. Að lokinni athöfn var viðstöddum boðið að þiggja veitingar á Hótel Stykkishólmi þar sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, kynnti fyrirhugaða uppbyggingu fyrirtækisins á landinu á næstu þremur árum.  

Meira..»

Brunaæfing í Grunnskólanum

Á hverju ári er brunaæfing í Grunnskólanum þar sem æfð eru viðbrögð við bruna í skólahúsnæðinu.   Æfð er rýming eftir fyrirfram skipulögðu kerfi þar sem allir eiga að vita sitt hlutverk. 

Meira..»

Af framkvæmdum

Skipavík er nú í gangi með þrjú stór verkefni í bænum.  Framkvæmdir við nýja leikskólann ganga samkvæmt áætlun.  Nú er unnið þar við að setja á klæðninguna að utanverðu en það eru steinflísar sem límdar eru á járnprófíla sem festir eru á bygginguna.  Innandyra er vinna einnig í fullum gangi.

Meira..»

Farið að hausta

Það var fremur hryssingslegt veðrið við Breiðafjörðinn um helgina.  Norðanátt og í svalari kantinum.  Haustið komið samkvæmt dagatalinu en það var þó eins og það nenti ekki alveg niður í bæ.

Meira..»

Menning, spenning – fyrir hvern?

Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst boða til ráðstefnu um menningu á Vesturlandi laugardaginn 14.okt.  Þar verður fyrirbærið menning rætt í víðu samhengi en með fókus á menningarlíf á Vesturlandi.  Nokkrir Hólmarar munu koma þar við sögu s.s. lista- og handverkskonurnar Lára Gunnarsdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir og Sigríður Erla Gunnarsdóttir.  Þá mun Elísa Vilbergsdóttir söngkona, fljúga gagngert frá Þýskalandi til að koma fram á ráðstefnunni.

Meira..»