Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Fréttir

FSu og KR í bikarnum

Það var dregið núna klukkan þrjú í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ hjá bæði konunum og körlunum.   Í pottinum nú voru tvö lið úr Stykkishólmi, stelpurnar í meistaraflokki Snæfells og Mostri hjá körlunum sem komust áfram með sigri á Breiðabliki B síðastliðna helgi.  

Meira..»

Farið að sjást í pósthúsið

Nú eru fyrstu merki nýja pósthússins að verða sýnileg.  Í gær unnu starfsmenn Sumarbústaða ehf. við að steypa fyrstu steypu í grunninum.  Þar var gamla aðferðin notuð og hjólbörurnar teknar til kostana.

Meira..»

Stykkishólmsbær og UMFÍ í samstarf

Nú stefnir í það að Stykkishólmsbær fari í samstarf við Ungmennafélag Íslands um ráðningu starfsmanns sem verður með 50% stöðu sem  íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Stykkishólmi og 50% stöðu sem svæðisfulltrúi UMFÍ á Vesturlandi. 

Meira..»

Bryndís Benna fimmtug

Bryndís Benediktsdóttir  Sjávarflöt 3 er fimmtug í dag.  Hún fagnar einnig öðru afmæli í dag ekki síður merkilegu því hún og eiginmaður hennar Birgir Jónsson eiga einnig silfurbrúðkaupsafmæli í dag, hafa sem sagt verið gift í 25 ár.  Stykkishólms-Pósturinn sendir þeim hjónum margfaldar hamingjuóskir í tilefni þessara tímamóta.

Meira..»

Fræðastörf í Stykkishólmi

Í kvöld kl.20:00 verður opin kynning á starfsemi og rannsóknum Náttúrustofu Vesturlands og Háskólaseturs Snæfellsness en báðar þessar stofnanir eru til húsa í ráðhúsi bæjarins.  Forstöðumenn þeirra Róbert A. Stefánsson og Tómas G. Gunnarsson munu flytja erindi um starfsemi þessara tveggja rannsóknarstofnana og segja frá rannsóknum þeirra og nokkrum niðurstöðum fram til þessa.

Meira..»

Fundum Alnæmissamtakanna frestað

Fræðslufundum á vegum Alnæmissamtakanna  fyrir 9. og 10 bekkinga í grunnskólum á Lýsuhóli, í Ólafsvík og Stykkishólmi  á vegum samtakanna í dag þriðjudag er frestað til seinni tíma vegna veðurs. 

Meira..»

Bárður hættir hjá ÍR

Þau óvæntu tíðindi komu fram á heimasíðu ÍR í dag að Bárður Eyþórsson hafi óskað eftir að verða leystur undan samningi sínum um þjálfun meistaraflokks af persónulegum ástæðum.  Á heimsíðunni segir ennfremur ,,Þetta er ÍR-ingum mikil vonbrigði, því mikil ánægja hefur verið með störf hans hjá félaginu. Félagið virðir þessa ósk Bárðar og þakkar honum ánægjulegt samstarf. Unnið er að ráðningu nýs þjálfara". 

Meira..»