Þriðjudagur , 18. september 2018

Fréttir

Hrepparígur

Gunnar Kristjánsson Grundarfirði gerir athugasemdir við fréttina hér að neðan og finnst þar vera kynt undir ríg á milli sveitarfélaganna.

Meira..»

Grundfirðingar búnir að ráða

Ekki fór það nú svo að Grundfirðingar réðu Hólmarann Ásthildi Sturludóttur sem bæjarstjóra.  Þeir hafa nú ráðið Guðmund Inga Gunnlaugsson fyrrverandi sveitarstjóra Rangárþings ytra sem sinn næsta bæjarstjóra.  Það hefur e.t.v. verið til of mikils ætlast af Grundfirðingum að ráða sér Hólmara sem bæjarstjóra. 

Meira..»

Áfram er byggt

Eins og kunnugt er þá hefur mikið verið byggt hér síðasta árið og enn eru menn að.  Tjarnarmýrin með öllum sínum parhúsum er nú að mestu risin en tvö hús þó enn þar á byggingarstigi.   Við nýjustu götu bæjarins Borgarhlíð hafa Þorbergur Bærings og Emil Guðbjörnsson hjá ÞB-Borg reist tvö raðhús.

Meira..»

Frúarhúsið fríkkar enn

Frúarhúsið er sífellt að færast nær upprunalegri mynd.  Nú er unnið við að setja steinskífur á þakið.  Þetta eru skífur sem eru unnar úr seti og keyptar frá Englandi.

Meira..»

Sævar fertugur í dag

Sævar Harðarson framkvæmdastjóri Skipavíkur er fertugur í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar honum og öðrum afmæilisbörnum dagsins til hamingju með daginn.

Meira..»

Björgunaræfing í Baldri

Áhöfnin á Breiðafjarðarferjunni Baldri æfði í gær og prufaði í fyrsta sinn sjósetningu á stórum gúmmíbjörgunarbát sem rúmar 100 manns.  Báturinn og útbúnaður hans er sá fyrsti sinnar tegundar í farþegaskipum hér á landi.  Hann er útbúinn svokölluðu þurrfóta kerfi sem byggir á því að farþeginn kemst um borð í hann þurrum fótum. 

Meira..»

Gatnamótum Stykkishólmsvegar breytt

Breytingar á gatnmótum Stykkishólmsvegar við Gríshólsá voru boðin út nú í vor.  Í þeim framkvæmdum felst enduruppbygging 1,5km kafla Snæfellsnesvegar um Gríshólsá auk tengingar við veginn niður í Stykkishólm og Helgafellssveitarveg(517).

Meira..»

Aðmírálsfiðrildi í Hólminum

Nokkuð hefur verið um að áður óþekkt fiðrildi hér um slóðir dúkki upp í Stykkishólmi.  Þannig fannst hér fiðrildi í Lágholtinu 24.október í fyrra sem kallað er litli kálskjanni  og nú í lok júni rakst Ólafía Gestsdóttir á Aðmírálsfiðrildi í Árnatúninu.  

Meira..»