Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Fréttir

Ellefu gefa kost á sér…einn úr Stykkishólmi

Nú eru stjórnmálaflokkarnir að fara af stað hver af öðrum með kynningarstarf og prófkjör fyrir alþingiskosningarnar í maí á næsta ári.  Samfylkingin mun verða með prófkjör í lok mánaðins þar sem kosið verður um væntanleg þingmannsefni flokksins í Norðvesturkjördæmi.  Meðal frambjóðenda þar er Einar Gunnarsson stærðfræðikennari úr Stykkishólmi.  Nánar um prófkjörið í fréttatilkynningu kjörnefndar hér á eftir.

Meira..»

Vesturland að komast á vonarvöl?

Hún var ansi svört myndin sem dregin var upp af Vesturlandi í Fréttablaðinu í þriðjudaginn 3.okt.  Grein blaðsins byggði m.a á tölum um mannfjöldaþróun frá 1988-2005.  Samkvæmt niðurstöðu blaðsins þá má setja 7 af 10 sveitarfélögum landshlutans á úreldingarlista. 

Meira..»

Lögheimili í frístundabyggð bönnuð?

Það kom fram á vef Skessuhornsins fyrir skemmstu að Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefði kynnt fyrir ríkisstjórninni frumvarp þar sem m.a. er kveðið á um það að ekki verði heimilt að skrá lögheimili á svæðum sem skipulögð eru sem frístundabyggðir.

Meira..»

Bíræfinn matargestur

Það hefur færst í aukanna í henni Reykjavík að gestir veitingastaða labbi út án þess að greiða fyrir matinn.  Veitingamenn á Snæfellsnesi fengu að kynnast svipuðu nú í vikunni.

Meira..»

Sótt um styrk fyrir Háskólasetur

Stykkishólmsbær vinnur nú að því að tryggja rekstur Háskólaseturs Snæfellsness fyrir árið 2007 en setrið hefur nú starfað síðan í 1.apríl í ár.  Til að tryggja grunnrekstur setursins sækir Stykkishólmsbær um 9,7milljóna króna styrk að til fjárlaganefndar Alþingis.

Meira..»

Skólaferð

Elstu krakkarnir í Leikskólanum fara í grunnskólann næsta haust og þau eru því byrjuð að æfa sig aðeins fyrir það.  Í árganginum eru 22 krakkar 16 strákar og 6 stelpur.   Á þriðjudaginn fóru þau í skólaheimsókn upp í gamla skólann á Skólastíg en þar er 1.-5.bekkur grunnskólans til húsa.

Meira..»

Tilboð opnuð í nýtt pósthús

Eins og kunnugt er stendur til að byggja nýtt pósthús í Stykkishólmi sem teiknað er og hannað er af ASK Arkitektum ehf, RTS verkfræðistofu hf. og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Samkvæmt útboðinu þá verður húsið um 315m2,  á einni hæð með þaki úr einingum. 

Meira..»

Fiskistofa komin með húsnæði

Fiskistofa er nú búin að útvega sér húsnæði fyrir væntanlega starfsemi sína í Stykkishólmi.  Stofan mun verða staðsett á fyrstu hæðinni í Sæmundarpakkhúsinu á Hafnargötunni.  Það hús er nú nýuppgert í eigu Gunnlaugs Árnasonar sem nýtir sjálfur efri hæðina. 

Meira..»