Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Fréttir

Geisladiskur með gamanvísnasöng Árna Helgasonar

Árni Helgason hefur um áratugaskeið ort gamanvísur og flutt við margskonar tilefni.  Muna margir þá tíma þegar skemmtanir í Stykkishólmi af ýmsum toga innihéldu m.a. söng Árna og skáldskap sem oft á tíðum tók á tíðarandanum, pólitíkinni og öðrum málefnum.

Meira..»

Snæfell sigraði eftir framlengingu

Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma 68-68 í leik liðanna en í framlengingu þá hafði Snæfell á endanum betur og sigraði 79-77.  Nánari upplýsingar eru ekki komnar en þó sagði tíðindamaður Stykkishólms-Póstsins að þetta hefði verið skemmtilegur og veldæmdur leikur.  Af Snæfellsmönnum hafi Sigurður Þorvaldsson og sérstaklega Justin Shouse sem hafi verið mjög góður, skarað framúr en þeir skoruðu báðir 22 stig.  Tölfræðin er hér.

Meira..»

Tvö tilboð í Garðaflötina

Samkvæmt fundargerð bæjarráðs frá því í gær þá komu tvö tilboð í raðhús í eigu Stykkishólmsbæjar að Garðaflöt 1.-3a.   Hæst bauð Þ.B.Borg ehf. 36,2 milljónir fyrir hönd óstofnaðs félags en Neshjúpur eh bauð 35,7 milljónir.   Bæjarráð samþykkti að fela bæjastjóra að ganga til viðræðna við þessa tvo aðila.

Meira..»

Hratt flýgur lognið

Hann er aðeins að blása úr vestsuðvestan nú í Hólminum og hefur verið að gera síðustu tímana.  Veðrið hefur þó ekki náð þeim hæðum sem spáð var.   Samkvæmt veðurskiltinu á Aðalgötunni þá hefur vindurinn verið á bilinu 14-18 metrar  og nú klukkan 11 voru 14m á sek og hiti 2,5° og úrhelli. 

Meira..»

Af veðri og góðum nætursvefni

Óveðrið síðastliðinn sunnudag virðist ekki hafa náð að valda neinu verulegu tjóni í Stykkishólmi þó flóðhæð hafi verið óvenjulega há og vindur farið í um 36 metra á sek. í hviðum þegar hvassast var.

Meira..»

Lúðrasveitartónleikunum flýtt um einn dag

Fyrirhugaðir tónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms sem auglýstir voru í Stykkishólms-Póstinum í síðustu viku verða degi fyrr en auglýst var.  Tónleikarnir verða á morgun miðvikudaginn 8.nóvember kl.20:00 í Stykkishólmskirkju.  Aðgangseyrir mun allur renna í búningasjóð lúðrasveitarinnar en hafin hefur verið fjáröflun til að safna fyrir nýjum búningum.

Meira..»

Stefán Karl með fyrirlestur í beinni

Stefán Karl Stefánsson leikari heldur fyrirlestur um einelti í öllum grunnskólum landsins á sama tíma þriðjudaginn 7. nóvember 2006. Þetta er fremur óvenjulegur fyrirlestur fyrir þær sakir að hér er um að ræða beina útsendingu frá Los Angeles þar sem Stefán Karl er búsettur um þessar mundir.

Meira..»

Hrútasýning á Hjarðarfelli

Þann 28. október síðastliðinn var haldin héraðssýning á lambhrútum í vesturhólfi Snæfellsness, sýningin var haldin á Hjarðarfelli.  Keppt var í 3 flokkum hyrndir, kollóttir og mislitir og var Lárus G. Birgisson, ráðunautur frá Búnaðarsamtökum Vesturlands fenginn til að dæma hrútana.

Meira..»