Þriðjudagur , 25. september 2018

Fréttir

Frúarhúsið fríkkar enn

Frúarhúsið er sífellt að færast nær upprunalegri mynd.  Nú er unnið við að setja steinskífur á þakið.  Þetta eru skífur sem eru unnar úr seti og keyptar frá Englandi.

Meira..»

Sævar fertugur í dag

Sævar Harðarson framkvæmdastjóri Skipavíkur er fertugur í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar honum og öðrum afmæilisbörnum dagsins til hamingju með daginn.

Meira..»

Björgunaræfing í Baldri

Áhöfnin á Breiðafjarðarferjunni Baldri æfði í gær og prufaði í fyrsta sinn sjósetningu á stórum gúmmíbjörgunarbát sem rúmar 100 manns.  Báturinn og útbúnaður hans er sá fyrsti sinnar tegundar í farþegaskipum hér á landi.  Hann er útbúinn svokölluðu þurrfóta kerfi sem byggir á því að farþeginn kemst um borð í hann þurrum fótum. 

Meira..»

Gatnamótum Stykkishólmsvegar breytt

Breytingar á gatnmótum Stykkishólmsvegar við Gríshólsá voru boðin út nú í vor.  Í þeim framkvæmdum felst enduruppbygging 1,5km kafla Snæfellsnesvegar um Gríshólsá auk tengingar við veginn niður í Stykkishólm og Helgafellssveitarveg(517).

Meira..»

Aðmírálsfiðrildi í Hólminum

Nokkuð hefur verið um að áður óþekkt fiðrildi hér um slóðir dúkki upp í Stykkishólmi.  Þannig fannst hér fiðrildi í Lágholtinu 24.október í fyrra sem kallað er litli kálskjanni  og nú í lok júni rakst Ólafía Gestsdóttir á Aðmírálsfiðrildi í Árnatúninu.  

Meira..»

Karlakór Reykjavíkur í heimsókn

Félagar úr Karlakór Reykjavíkur eru nú í sinni árlegu sumarútilegu með fjölskyldum sínum.  Þetta árið ákváðu þeir að koma í Stykkishólm og munu syngja hist og her um bæinn svona eftir því sem tækifæri gefst í dag.

Meira..»

Sumarmót Hvítasunnumanna

Hvítasunnukirkjan heldur sitt árlega sumarmót að þessu sinni í Stykkishólmi nú um helgina 30.júni-2.júlí en 34 ár eru síðan slíkt mót var haldið hér.  Dagskráin hefst í kvöld með gospelsamkomu kl.20:30 í Hótel Stykkishólmi. 

Meira..»

Heitt vatn í Ögri

Orkuveita Reykjavíkur, eigandi hitaveitunnar í Stykkishólmi hefur verið að vinna að því að bora vinnsluholu númer tvö fyrir hitaveituna hér í bæ.    Orkuveitan hefur verið við þessa vinnu í landi Ögurs, rétt ofan vi ð Vogsbotninn.

Meira..»