Föstudagur , 16. nóvember 2018

Fréttir

Skipavíkurhús

Vinna við Skipavíkurhúsið á Aðalgötunni er í fullum gangi og í síðustu viku var lokið við að steypa upp húsið.  Nú er verið að vinna við að setja þaksperrurnar á húsið sem eru úr stáli.

Meira..»

Erla fimmtug

Erla Gísladóttir sjúkraliði í Tjarnarási 15, er fimmtug í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Erlu og öðrum afmælisbörnum dagsins, til hamingju með daginn.

Meira..»

Gefum blóð

Blóðbankabíllinn er nú í Stykkishólmi og staðsettur við Íþróttamiðstöðina.  Allir þeir sem eru aflögufærir  um blóð eru minntir á að hver blóðdropi er vel þeginn og að blóðgjöf er lífgjöf.  Blóðbankabíllinn tekur á móti blóðgjöfum til kl.17. í dag.

Meira..»

Þungt í hestamönnum

Urgur er á meðal hestamanna í Snæfellingi vegna úthlutunar Landbúnaðarráðuneytisins á styrkjum til byggingu 28 reiðhúsa vítt og breitt um landið, alls 330 milljónum króna.  Hestamenn á Snæfellsnesi sem Stykkishólms-Pósturinn hefur rætt við eru ósáttir við vinnubrögð úthlutunarnefndar-innar og óttast þeir nú að ef þessi úthlutun stendur þá komi það til með að valda verulegri fækkun félaga í Snæfellingi. 

Meira..»

Hrefna sjötug

Hrefna Þorvarðardóttir í Áskinn 7 er sjötug í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar henni til hamingju með daginn.

Meira..»

Tap gegn Haukum

Snæfell tapaði úrslitaleiknum á móti Haukum á Greifamótinu á Akureyri nú áðan.  Leiknum lauk með fjögurra stiga sigri Hauka 79-83.   Sjá nánar á heimasíðu Þórs.

Meira..»