Fréttir

Byrjað á niðurdælingarlögn

Steinberg ehf. hefur hafið framkvæmdir við niðurdælingarlögnina frá dælustöðinni við varmaskiptana í Stykkishólmi að nýju borholunni í Ögri alls um 4 km löng lögn.  Steinberg ehf. var lægst í útboði Orkuveitunnar á niðurdælingarlögninni, bauð 26.805.310 kr. í verkið sem er 86,55% af kostnaðaráætlun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki 15.maí 2007.

Meira..»

Talningu lokið hjá Samfylkingunni

Talningu er nú lokið í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi og úrslitin þau að Guðbjartur Hannesson sigraði í prófkjörinu, varð í 1. sæti með 477 atkvæði, Karl Matthíasson fékk 552 atkvæði í 1.-2. sætið, Anna Kristín Gunnarsdóttir 582 í 1.-3. sæti og Sigurður Pétursson 790 atkvæði í 1.-4. sæti.
1668 greiddu atkvæði og voru 69 seðlar auðir og ógildir.  Sjá nánar á vef Samfylkingarinnar xs.is.

Meira..»

Háskólasetur Snæfellsness tekið formlega í notkun í Stykkishólmi

Í gær var Háskólasetur Snæfellsness tekið formlega í notkun við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Stykkishólms.  Af því tilefni færði Magnús Magnússon ljósmyndari Háskólasetrinu og Háskóla Íslands frí afnot af náttúruljósmyndum sínum.  Fram kom í máli ræðumanna að Háskólasetur á landsbyggðinni væru Háskóla Íslands mikilvæg ekki síður en nærumhverfi setranna sjálfra.

Meira..»

Árekstur í Stykkishólmi

Árekstur varð í gærkvöldi á Aðalgötunni við gömlu kirkjuna.  Bíll sem var að snúa við á bílastæðunum við kirkjuna pósthúsmegin ók inn í hliðina á öðrum bíl sem ók vestur Aðalgötuna.  Kirkjan byrgði þar útsýnið en hún stendur eins og kunnugt er út í götuna.   

Meira..»

Prófkjör Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið helgina 28.-29. október n.k. Prófkjörið fer fram í sextán kjördeildum laugardaginn 28. október kl. 12-18 og sunnudaginn 29. október kl. 10-12. Talning fer fram á sunnudeginum í Brekkubæjarskóla á Akranesi.

Meira..»

Stykkishólmsbær selur eignir

Fasteignasala Snæfellsness hefur fyrir hönd Stykkishólmsbæjar auglýst eftir tilboðum í  eina af eignum bæjarins.  En samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 24. ágúst að leita tilboða í raðhúsið á Garðaflöt 1-3a í heild sinni.  Þar er um að ræða 4 íbúða raðhús á Garðaflöt og verður húsið því selt í heilu lagi en þó einungis ef viðunandi tilboð fæst. 

Meira..»

Hólmarar með stórafmæli

Þau eru nokkur stórafmælin í dag í Stykkishólmi, fyrsta skal telja Kristínu Björnsdóttur (Kiddí) Tjarnarási 7a en hún er 75 ára í dag.  Þá eru þeir fimmtugir Árni Valgeirsson (Bói) á Silfugötu 4 og Pálmi Ólafsson húsasmíðameistari Laufásvegi 14.  Stykkishólms-Pósturinn óskar þeim til hamingju með daginn sem og öðrum afmælisbörnum dagsins.

Meira..»

Framkvæmdir hafnar við nýtt pósthús

Í gær fimmtudaginn 19.október var tekin fyrsta skóflustunga að nýju pósthúsi Íslandspósts í Stykkishólmi. Árni Helgason fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og Síma í Stykkishólmi tók skóflustunguna. Að lokinni athöfn var viðstöddum boðið að þiggja veitingar á Hótel Stykkishólmi þar sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, kynnti fyrirhugaða uppbyggingu fyrirtækisins á landinu á næstu þremur árum.  

Meira..»